Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 54
Heiðar Kristinsson formaður Skipstjórafélags íslands FÉLAGSMÁL forstöðumanns Þjóðhagsstofn- unar, að samstaða næðist um ákvörðun fiskverðs. Tillaga kom fram um að fiskverð hækkaði um 2 prósentustig minna en almenn laun í landinu höfðu hækkað um. Af hálfu full- trúa sjómanna var samþykkt þessarar tillögu bundin því að gengið yrði frá réttindamálum sjómanna í anda samþykktar Kjaramálaráðstefnu SSÍ og FFSÍ frá desember 1978. Jón Sigurðsson hét að beita sér fyrir framgangi fyrrgreindra mála. ÓTRÚLEGUR MUNURÁ LÍFEYRIS- RÉTTINDUM í áratugi hefur það verið eitt af málum FFSÍ þinga að fjalla um lífeyrismál félaga sinna. Mikið hefur óneitanlega áunn- ist á liðnum árum, þó hægt hafi oft miðað. í sambandi við kjarasamn- inga farmannafélaganna innan FFSI í júní 1976 kom yfirlýsing frá útgerðum um að athuga hvort og hvernig hægt væri að lækka aldursmörk í 60 ár. Þá var reglan sú að hjá Lífeyris- sjóði Eimskips var aldurinn 65 ár, Samvinnusjóðnum 67 ár og Lífeyrissjóði sjómanna 65 ár. Haustið 1978 var það mjög til umræðu að auka félagsleg réttindi launafólks. Hinn 1. des. 1978 áttu laun að hækka um 14,13%. Með lagaboði var það ákveðið að hækkunin skyldi vera 6,12%. 8,01% sem á vant- aði komu fram með auknum fé- lagslegum réttindum, svo- nefndum félagsmálapökkum. 60 ára reglan Á kjaramálaráðstefnu Sjó- mannasambands íslands og Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands sem haldin var 8. og 9. des. 1978 voru þessi mál rædd ítarlega og eftirfar- andi samþykkt: „Breytt verði lögum nr. 67 frá 20. apríl 1971 um almanna- tryggingar þannig að 11. gr. lag- anna orðast svo: Rétt til ellilíf- eyris eiga þeir, sem eru 67 ára eða eldri og hafa átt lögheimili hér á landi a.m.k. 4 almanaksár frá 16 - 67 ára aldurs. Þó skulu þeir, sem gert hafa sjó- mennsku að ævistarfi og stundað sjómennsku í 25 ár eða lengur, öðlast fullan rétt til ellilífeyris, er þeir hafa náð sextugsaldri, hafi maður stund- að sjómennsku sem aðalstarf í 30 ár, á hann rétt á 50% viðbót- arlífeyri. Fullan ellilífeyri ber einnig að greiða ekkjum er þær verða 60 ára. Jafnframt verði að því unnið að tryggja sjó- mönnum greiðslu úr lífeyris- sjóði, verðtryggðan lífeyri við 55 ára aldur.“ Takið eftir við 55 ára aldur. Við ákvörðun fiskverðs í júlí 1979 voru réttindamál sjó- manna mikið rædd. Mjög var eftir því gengið af hálfu odda- manns, Jóns Sigurðssonar, þá „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir að viðunandi iausn geti fengist...“ Til lausnar kjaradeilu sjó- manna árið 1980 gaf ríkisstjórn íslands út yfirlýsingu m.a. um lífeyrismál. í 5. lið þeirrar yfir- lýsingar segir svo: „Auk þess, sem þegar hefur verið ákveðið í lífeyrismálum mun ríkisstjórnin í samráði við hagsmunaaðila beita sér fyrir því, að þeir sem sjómennsku stunda verði tryggðir í einum lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því, að viðunandi lausn geti fengist í iðgjalda- greiðslumálum bátasjómanna. í því skyni verði sett á laggirnar nefnd aðila og ríkisvalds er skili áliti fyrir janúarlok n.k. Ríkis- stjórnin mun kanna hvort eðli- legt sé í tengslum við lækkun lífeyrisaldurs sjómanna í al- mannatryggingum, að sama regla gildi hvað rétt sjómanna varðar í lífeyrissjóðum, og hvaða kostnaðarauka slíkt myndi hafa í för með sér.“ Undir þessa yfirlýsingu skrifa Svavar Gestsson, Steingrímur Hermannsson og Friðjón Þórð- arson, allir þáverandi ráðherr- ar. Örlítið stytt ræða Heiðars Kristinssonar á 34. þingi FFSÍ á liðnu hausti. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaðsins 54 VÍKINGUR Hinn 10. apríl 1981 mælti þá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.