Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 58
Gámur skrifar 58 VÍKINGUR EG SKIPTI -spiallaöí talstöðina Eins og við höfum áöur rætt um í þessum pistl- um, ætlar þaö ekki aö ganga andskotalaust aö koma aflamiðluninni á. Loks þegar afráöið var aö reyna og málið gekk eftir jafnhliöa fiskverðs- ákvöröun tóku nýir aðilar viö valdataflinu. Fyrst varbaráttan innan ríkisstjórnarinnar, þarsem þeir Jón Baldvin og Halldór Ásgrímsson tókust á um það hvor skyldi ráöa yfir aflamiöluninni. Þar varö Jón Baldvin ofan á. Síöan kom hin fáheyrða krafa Kristjáns Ragnarssonar um aö LÍÚ skyldi hafa 2 menn í 5 manna stjórn. Eftir að sæst haföi verið á Sigurbjörn Svavarsson sem oddamanna stjórnar sýndi hann á sér útgerðarmannshliðina og þá ruku ráðamenn Verkamannasambandsins upp. Veröi aflamiðlun lifandi þegar þetta kemur fyrir sjónir lesenda er samt allt útlit fyrir aö hún veröi ekki langlíf. Margir hafa undrast þessa andstöðu Verka- mannasambandsins viö LÍÚ. Ástæöan er sú aö mjög kalt er á milli þeirra Jóns Baldvins og Kristj- áns Ragnarssonar, enda báöir frekir menn meö fádæmum og þrá völdin. Jón Baldvin hefur beitt Verkamannasambandinu fyrir sig I gegnum Karl Steinar, alþingismann, sem er varaformaður Verkamannasambandsins. Jón Baldvin getur alltaf skotiö sér á bak viö þaö aö einhugur veröi að ríkja um aflamiðlunina, ef ekki þá veröi hún leyst upp. Þess vegna er Verkamannasamband- iö notað eins og svipa. Og enda þótt Kristján Ragnarsson sé og hafi alltaf veriö á móti aflamiðl- uninni og myndi ekki gráta þaö þótt hún dytti uppfyrir, þá veit hann líka aö Jón Baldvin getur meö einu pennastriki tekiö ísfiskútflutning skipa af LÍÚ. Þaö aftur á móti óttast Kristján. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra hef- ur gert margt umdeilt í sinni ráðherratíð. Hann hefur ævinlega staðið allt af sér, enda þrautseig- ur og þrár meö afbrigðum. Sumir kalla hann síö- asta„ Bjart í Sumarhúsum" sem eftir er í pólitík- inni. En nú hefur Halldór sennilega gengiö of langt með því aö banna útflutning á hausuðum og flöttum fiski. Taliö er víst aö þetta veröi þaö fyrsta sem Halldór þarf aö bakka meö. Dagbjartur Einarsson, stjórnarformaöur SÍF viðurkenndi í blaðaviötali á dögunum aö þetta væri gert aö ósk stjórnar SÍF. Þar á bæ vildu menn ekki þessa samkeppni. Það furðulegasta í málinu er að Halldór Ásgrímsson beitti sem rök- um fyrir banninu aö flattur fiskur eöa hausaöur skemmdist svo fljótt aö fiskurinn væri orðinn vondur þegar hann væri seldur fullverkaður salt- fiskur á Spáni og Portúgal sem íslenskur saltfisk- ur. Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsókna- stofnunar fiskiönaöarins lenti í erfiðleikum vegna þessa, þar sem engar rannsóknir hafa fariö fram á þessu. Endafylgdi banninu yfirlýsing um aö þaö gilti þar til málið hefði verið rannsakaö af Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarinsl! Þaö eina sem Grímur Valdimarsson gat sagt var aö vissulega drægi það úr geymsluþoli fisks aö hann er opnað- ur. Meira sagðist hann ekki geta sagt um málið. Við þetta bætist svo að Jón Ármann Héðinsson, fiskútflytjandi sagöi í blaðaviðtali að fyrir hausaö- an fisk, sem væri ísaður í 30 kílóa kassa, fengjust allt að 300 krónur fyrir kílóið í Evrópulöndum. Hann sagöi liggja annarlega hvatir að baki bann- inu. Sá fiskur er seldur beint á neytendamarkaö og er ekki nema 4ra til 5 daga gamall þegar hann kemur á þann markað. Jón Ármann benti á að skipin sem sigla með ísfisk á markaöi erlendis væru með 14 til 18 daga gamlan fisk. Enda væri þaö staðreynd og mörg dæmi þess að hluta af afla þeirra hefur oröiö aö henda. Jón Ármann spuröi hvort 5 daga gamall línufiskur, þótt hausaður væri, hlyti ekki aö vera betra hráefni en 18 daga gamall óhausaður ísfisk- ur, og svari nú hver fyrir sig. Hætt er við að Halldór sé ekki búinn að bíta úr nálinni meö þetta. Fastlega er búist við að Jón Baldvin rjúfi einokun SÍF og leyfi þeim er vilja og geta að flytja út saltfisk. Aftur á móti er því spáö aö þótt rannsóknir sýni að ekkert sé aö því aö leyfa útflutning á nýjum flöttum eöa hausuðum fiski muni Halldór Ásgrímsson ekki aflétta banninu. Kjarasamningar sjómanna, bæði SÍ og FFSÍ virðast vera komnir í strand. Kristján Ragnars- son, formaöur LÍÚ skýtur sér á bakviö Vinnuveit- endasambandiö og bendir á núll-lausnarsamn- inga, enda þótt olíuhlutdeildarkostnaðurinn komi þeim ekkert við. Taliö er víst aö ef sjómenn beita samtakamætti sínum í þessari kjaradeilu muni VSÍ og LÍÚ óska þess aö ríkisstjórnin setji lög sem banni allar kjarabætur umfram prósentuhækkan- ir í núlllausnarsamningunum. Þótt fiskifræðingar hafi lýst því yfir 1984 að VP greiningin, sem notuð var um áratugaskeiö til að ákvarða stofnstærö fiska hafi verið vafasöm ef ekki ónothæf og að nú skyldi tekið upp togararall, sem væri góö og marktæk aðferð, efast margir Snæfellingar um aö eitthvað sé að marka togara- rallið. Á vertíð fyrir fáum árum var því líkt fiskirí í netin í Breiöafiröi að enda þótt bátar fækkuöu trossum komu þeir drekk hlaðnir aö landi. Á sama tíma var togari úr rallinu sendur til aö toga inn á Breiðafirði. Hann fékk auðvitað ekki neitt og skýrslan hljóðaði uppá þaö aö enginn fiskur væri í Breiðafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.