Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 5
RITSTJÓRMARGREIIi „Blaðið er bara að verða trúarbragðarit hjá þér, “ sagði einn þingfiokksformann- anna á Alþingi við mig um daginn, þegar hann var að skoða síðasta Víking. Hann vísaði þar til talsverðrar gagnrýni á fisk- veiðistefnu okkar íslendinga, sem fram hefur komið í seinni tíð á síðum blaðsins, ásamt frásögnum af fjölstofnarannsókn- um, sem sumir hérlendir fræðimenn hafa kallað trúarbrögð. Á vissan hátt get ég verið þingmannin- um sammála, blaðið fjallarum trúmál. Það berstgegn trúboði um óskeikulleika kenn- inga þeirra sem farið er eftir við stjórn fiskveiða á íslandsmiðum. Ég ætla mér ekki þá dul að fullyrða að kenningar Hafró séu rangar, en ég fullyrði hinsvegar að á þeim sé gagnrýnisverð oftrú -nauðsyn- legt sé í Ijósi reynslunnar að endurskoða þær frá grunni. Fyrsta dæmi: „Það er hægt að geyma fisk í sjónum, “ hefur forstjóri Hafró og Al- þjóða hafrannsóknaráðsins fullyrt á prenti. Þetta er ósannað og margt bendir til að það sé rangt. Á öllum norðlægum fiskislóðum hefur fiskveiði verið stjórnað eftir þeirri sömu formúlu um árabil og á þeim öllum hefur orðið samdráttur í þorsk- veiði á stjórnunartímabilinu. Stórt klak hef- ur aldrei skilað því sem kenningarnar sögðu að það mundi gera. Stærsta sönn- unin um alvarlega bresti í þessari kenn- ingu er hrunið í Barentshafi, sem nánast að segja hefur lagt sjávarútveg Norð- manna í rúst. Ekki skorti þó fögur fyrirheit um bjarta framtíð fyrir tveim til fjórum ár- um, þegar mokafla var spáð í Barentshafi árið 1990. Norðmenn þola þennan skell vegna þess hve lítið af þjóðartekjum þeirra kemur frá sjávarútvegi, en hvað verður um íslendinga ef stofnar okkar hrynja á svipaðan hátt og þar varð? Annað dæmi: Við höfum stundað of- veiði á þorskstofninum og þess vegna verðum við nú að horfast íaugu við minnk- andi þorskafla á næstu árum, meðan við ölum upp ungþorsk í hafinu. Þessa trúark- enningu hafa menn oft heyrt á liðnum mánuðum og jafnvel árum og tekur þar hver eftir öðrum. Efspurt er um rök, reka menn upp stór augu og segja; þetta vita allir, og; hvernig detturmanninum íhug að spyrja svona? Lítum á tölur úr opinberum veiðiskýrsl- um. Á átta ára tímabili, 1981 til 1988, bæði árin meðtalin, var meðalveiði þorsks við ísland 363.159 tonn, langmest fyrsta árið, 469.101 tonn en minnst 1984, 283.866 tonn. Næstu átta ár á undan var meða- Iveiðin 368.195 tonn. Á átta ára tímabili árin 1928 til 1935 var meðal þorskveiðin 448.618 tonn, mestár- ið 1933, 518.275 tonn en minnstárið 1928, 364.271 tonn. Á öðru átta ára tímabili, árin 1953 til 1960 var meðalveiðin á þorski 495.400 tonn á ári, minnst 453.036 tonn árið 1957og mest 546.252 tonn árið 1954. Er nema von að spurt sé: Hvenær var þessi ofveiði á þorski, sem við erum nú að súpa seyðið af? Varhún fyrir35 árum, eða ef til vill fyrir 60 árum ? Tæplega hefur hún verið á síðustu tveim áratugum, þegar veiðin var miklu minni en á tveim fyrr- nefndu tímabilunum. Er ekki nær sanni að við íslendingar höfum — að ráði Hafrannsóknastofnunar — með veiði undanfarinna ára raskað líf- keðjunni í hafinu verulega, án þess að gera okkur grein fyrir afleiðingunum? Er ekki tímabært að leggja af trúarbrögð á gamlar kenningar og fara að dæmi Norð- manna, sem hafa lærtafbiturri reynslu, og leggja alla áherslu á fjölstofnarannsóknir, ef vera kynni að í þeim felist ráð gegn hættunni á að eins fari á íslandsmiðum og fór í Barentshafi? Við höfum einfaldlega ekki efni á að missa loðnuveiðina alveg og þorskaflann niðurí eftil vill 100.000 tonn á ári um einhverra ára bil. Sigurjón Valdimarsson ritstjóri Trúmál og tæmd fiskimið VÍKINGUR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.