Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 12
OKKUR SJOMONNUM FINNST Svar við grein Jónasar Haraldssonar frá Félagi áhugamanna um öryggismál sjómanna í Vestmannaeyjum. 12 VÍKINGUR ÞETTA TALSVERÐUR ÁRANGUR í síðasta tölublaði Víkingsins er grein sem kallast „Hvaðan þau koma“. Greinin er svargrein Jónasar Haraldssonar við gagnrýni okkar í Félagi áhugamanna í Vestmannaeyjum um öryggismál sjómanna á ræðu hans á síðasta þingi F.F.S.Í. Þessi grein Jónasar er að mestu útúrsnúningar eins og við var að búast. Því erfitt er að verja fyrrnefnda ræðu, og hann svarar ekki einu sinni öllum spurningum, sem að honum var beint í fyrri grein okkar. Það eru takmörk fyrir hvað hægt er að svara þessum útúrsnúningum. Reyndar ætti Víkingurinn að birta ræðu Jónasar og þá geta sjómenn metið hug hans til þeirra. Við komumst samt ekki hjá að gera nokkrar athugasemdir og svara þeim spurningum sem hann beinir til okkar. Jón- as segir að við misskiljum eftir- farandi í ræðu hans: „Ég held, að í dag séu menn yfirleitt sam- mála um það, að það sé ekki skortur á björgunar- og örygg- isbúnaði um borð í fiskiskipum sem sé vandamálið, þegar fjall- að er um slys á sjómönnum. Þvert á móti hafi nóg verið gert í þessum efnum, þótt alltaf megi gera betur og aldrei verði látið staðar numið“. Hvernig ber að skilja þetta? í öðru orðinu segir Jónas aö ekki sé skortur á björgunar- og ör- yggisbúnaði í fiskiskipum og nóg hafi verið gert í þessum efnum, en snýr svo blaðinu við og segir að alltaf sé hægt að gera betur og aldrei verði látið staðar numið. Dæmi sá er les. Síðan segir Jónas: „Þrátt fyrir þennan aukna björgunar- og öryggis- búnaö þá er það staðreynd, þótt menn gjarnan kysu annað, að slysum á sjó fækkar ekki að neinu marki, þrátt fyrir þetta. Því rniður." Þar sem Jónas er í Siglinga- málaráði ætti hann að vita bet- ur, eða veit hann ekki um eftir- farandi árangur í slysavörnum sjómanna?: Dauðaslys á íslenskum fiski- skipum voru 82 árin 1971 - 1974,59 á árunum 1975 -1979, 58 1980 - 1984 og 37 1985- 1989. Ef miðað er við 10 þúsund ársverk urðu 40,6 dauðaslys á skipum áfyrstatímabilinu en 12 á því síðasta. Er þetta ekki tals- verður árangur? Okkur sjó- mönnum finnst það. Um mannleg mistök ( svargrein Jónasar segir hann um mannlegu mistökin m.a.: „í erindi mínu segi ég m.a. um þetta atriði að margir sjó- menn hafi áður fyrr á árum tek- ið það óstinnt upp, ef því var haldið fram, að slys mætti rekja til gáleysis eða kæruleysis við- komandi sjómanna. Þá væri það óumflýjanleg staðreynd að um 80 til 90% slysa á sjó mætti rekja til mannlegra mistaka á sama hátt og hjá öðrum starfs- stéttum. Þessa tölu 80 til 90% notaði ég, en ekki 90%-95% eins og margir hverjir aðilar, innlendir sem erlendir, hafa notað. Það breytir engu, þar sem áhugamennirnir telja þessar tölur mínar tóma vit- leysu, hvort sem er.“ Síðan spyr Jónas: „Hverjum er gerður greiði með því að viðurkenna ekki staðreyndir? Fyrir hverjum eru áhugamennirnir að reyna að gera sig góða? Fyrir sjó- mönnum.“ Eins og sést af þessum orð- um hans, er hann sjálfur búinn að sanna, að þetta með mann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.