Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 20
AD FALSA LÍNURIT Einar Júlíusson eðlisfræðingur 20 VÍKINGUR I næstsíðasta tölu- blaði Sjómannablaðs- ins Víkings skrifa J.K. og S.V. grein undir nafninu Falsaða línu- ritið. Þeir vísa þar til línurits yfir fiskveiði- flota íslendinga og (heildar)- þorskafla á Islandsmiðum. Það lín- urit (Mbl. 1/6 89) sýnir hvernig afraksturs- geta þorskstofnsins hefur minnkað frá 1950, en fiskveiðifloti íslendinga vaxið. Það sýnir gagnslausa fjár- festingu í fiskiskipum, og þá grundvallarreglu að þó að ofveiði geti verið stundargróði þá minnkar hún til lang- frama afrakstursgetu stofnsins. J.K. og S.V. breyta því hinsvegar á þann hátt að setja sem aflatölur fiskveiðar ís- lendinga eingöngu og fá út allt annað línurit. Það sem J.K. og S.V. kalla fasaða Ifnurltlð. Aðalatriöið er aö þorskstofn- inn og afrakstursgeta hans hef- ur farið minnkandi með vax- andi sókn í hann og ef afrakst- ursgeta stofnsins er til umræðu, þá er út í hött að teikna afla íslendinga einna, eða t.d. afla frystitogara einna. Ef þeir J.K. og S.V. telja sig þurfa að breyta einhverju til betra samræmis, þá hefði það a.m.k. fremur átt að vera sókn- arferillinn. Hann sýnir ekki ná- kvæmlega heildarsóknina í þorskstofninn, heldur aðeins fiskveiðiflota íslendinga í rúm- lestum talið. Ekkert tillit er tekið til sóknaraukningar á rúmlest, sóknartakmarkana ráðuneytis- ins, fiskveiða útlendinga, afla sem ekki er fluttur að landi og hlutdeildar þorsksins í heildar- sókninni. Þetta eru illa þekktar stærðir, en það er vissulega fyllsta ástæða til að líta nánar á sóknina í þorskstofninn. Það má kallast smáfölsun hjá J.K. og S.V. að 1. Klippa neðstu línuna frá upphaflega línuritinu. 2. Breyta ekki heiti línuritsins. 3. Segja að það sýni veiði fiskveiðiflotans (sem er auðvitað ekki allur á þorskveið- um). Línurit þeirraerþóígrund- vallaratriðum í samræmi við staðreyndir. Menn mega vissu- lega teikna línurit af hverju sem þeim sýnist, t.d. heildarafla frystitogaranna og stærð frysti- togaraflotans svo einfalt dæmi sétekið. Ef þeirhinsvegartúlka þaö línurit svo að afli frystitog- ara hafi alltaf fylgt stærð þess flota og leiðin til að auka þorskaflann sé því einfaldlega að fjölga frystitogurunum, þá er það rangtúlkun eða fölsun. Eins og J.K. og S.V. teikna línuritið sýnir það í sjálfu sér ekki annað en það að íslend- ingar juku sínar veiðar (um leið og útlendingar minnkuðu sfn- ar). Það segir lítið um ástand þorskstofnsins og það er ekki lengur auðvelt að lesa úr því afrakstursgetu hans. Það sýnir ekkert betur en upphaflega línuritið hver sóknin í stofninn hefur raunverulega verið. Það sýnir að sjálfsögðu ekki að þorskstofninn hafi svarað auk- inni sókn með auknum af- Línurit sem sýnir stærð íslenska fiskveiðiflotans og veiði hans. FISKVEIÐIFLOTI ISLENDINGAOG ? FIO,i ÞORSKAFLI Á ÍSLANDSMIÐUM Þus. / / / Afli Þús. Tonn 400 1950-1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.