Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 38
NEYÐARASTAND Skemmtilegasti fundur ferðarinnar var þegar ís- lensku strákarnir í Sjáv- arútvegsháskólanum í Tromsö tóku á móti okk- ur og siógu upp hring- borðsumræðu. 38 VÍKINGUR Feröin hófst með hringingu vekjaraklukkunnar eldsnemma á mánudagsmorgni, 26. 3., og svo meö flugi sem ekki var á eftir áætlun og lenti um hádegi á Fornebu-flugvelli við Osló. Þar tók á móti okkur Margit Tveiten, löglæröur fulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Hún var síðan forsjá okkar og verndar- engill alla ferðina og yfirgaf okkur ekki fyrr en við stigum um borð í flugvél til Keflavíkur síð- degis á laugardag. Tæpum klukkutíma eftir lendingu vorum við fjórmenn- ingarnir mætt í lítinn fundarsal í Stortinget, til þess að hlýða á boðskap sjóflutninga- og fisk- veiðinefndar þingsins, og við fengum líka fund með Svein Munkejord sjávarútvegsráö- herra áður en ferðinni var hald- ið áfram til Þrándheims. Þrándheimur Fiskimannasamband Nor- egs (Norges fiskarlag), sem hefur innan sinna vébanda bæði sjómenn og útgerðar- menn, enda oft erfitt að greina þar á milli, var heimsótt fyrst á þriöjudagsmorguninn. Þar á eftir kynnti Félag norskra fisk- eldismanna (Norske Fiskeopp- dretteres Forening) okkur starfsemi sína og þar á eftir var litið inn hjá Sölusamtökum fisk- eldismanna (Fiskeoppdrett- ernes Salgslag). Síðast á dag- skránni þann daginn var heim- sókn til Rannsóknaráðs fiskveiðanna (Norges Fiskeri- forskningsrád), sem er eins konar peningastofnun sem fær til ráðstöfunar hlut af framlög- um ríkisins til sjávarútvegs- rannsókna og deilir svo út til ákveöinna verkefna rannsókn- astofnananna, eftir því sem það vill leggja mesta áherslu á í hvert sinn. Tromsö Flug til Tromsö var fyrsta verkefni miðvikudagsins og þar á eftir var Upplýsinga- og rann- sóknastofnun sjávarútvegsins (Fiskeriteknologisk Forskn- ingsinstitutt (FTFI)) heimsótt. Síðar um daginn var okkur sýnd rannsóknastöð, sem FTFI er að Ijúka við að byggja á Ringvassöy, til rannsókna fyrir fiskeldið, sem í Noregi heyrir undir sjávarútvegsráðuneytið. Það var geysimikið ævintýri að skoða þessa stöð, sem að hluta var komin í notkun, og sjá þar laxfiska og steinbít, sem verið var að gera fóðurtilraunir og ýmsar aðrar tilraunir á. Seinna á að bæta við a.m.k. þorski og lúðu. Eftir heimsóknina á Ringvas- söy var tveggja tíma hlé, sem viö notuðum vel til að rabba við íslenska nemendur við sjávar- útvegsháskólann í Tromsö, en þeir eru eitthvað á þriðja tug núna. Sautján þeirra komu til fundar við okkur, og engu er logið um aö það var skemmti- legasti fundurinn í ferðinni. Fyrst á fimmtudaginn var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.