Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 42
nviuiiGAR TÆKNI Björgvin Þór Jóhannsson Benedikt H. Alfonsson 42 VÍKINGUR Notkun vélarrúmshermisins í Vélskóla íslands í Reykjavík Almennt um vélarrúmsherma Ef reynt er aö skilgreina hvaö átt er við með orðinu hermir (samlíkir) þá er það kennslu- og þjálfunartæki þar sem reynt er að líkja sem best eftir þeim raunverulegu aðstæðum sem nemandinn á að starfa við, eða getur staðið frammi fyrir, að námi loknu. Það gildir það sama um herma eins og svo margar tækninýjungar að þeir eiga uppruna sinn í flugvélatækn- inni en þar koma einmitt mjög skýrt fram kostir þeirra sem kennslu- og þjálfunartækja. Kostirnir liggja fyrst og fremst í því að hægt er að kalla fram allskonar hættuástand, og þjálfa menn í viðbrögðum við þeim. Ástand sem ekki væri verjandi að kalla fram í flugvél við raunverulegar aðstæður. Hér má líka nefna að hermar hafa þótt ómissandi við kennslu og þjálfun manna sem starfa við kjarnorkuver, á bor- pöllum eða á stórum olíuflutn- ingaskipum. Röng viðbrögð starfsmanna á slíkum vinnu- stöðum geta leitt af sér stórslys og náttúruspjöll. Við stýrimanna- og skip- stjórnarfræðslu hafa hermar verið notaöir um árabil og mun lengur en við vélstjórnar- fræðslu. Sjálfsagt má þakka flughermunum hve snemma hermiskennsla var tekin upp við skipstjórnarfræðslu enda starfið líkt að sumu leyti. Hins- vegar eru ekki mörg ár síöan vélarrúmshermar litu dagsins Ijós og eftir því sem ég best veit eru aðeins tvö fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í gerð slíks búnaðar en það er enskt fyrir- tæki og svo norska fyrirtækið „Norcontrol11 í Horten sem hefur nánast verið einrátt á þessu sviði síðastliðin ár en vélar- rúmshermir Vélskólans og hinn nýi hermir Stýrimannaskólans eru einmitt frá því fyrirtæki. Kosturinn við að nota vélar- rúmshermi fram yfir raunveru- legan búnað, t.d. skólaskip, liggur í því að auðveldara er að fella kennsluna að venjulegu hefðbundnu skólanámi, hægt er að hraða ýmsum ferlum sem í eðli sínu eru hægfara, og á þann hátt að herða á atburða- rásinni og sparatíma. Auk þess sem hér hefur verið talið upp er stofn- og rekstrarkostnaður mun minni en á skólaskipi. Einnig má nefna að hægt er að kalla fram allskyns ástand sem erfitt getur verið aö kalla fram í raunverulegu kerfi og gæti jafn- vel í sumum tilvikum orsakað skemmdir á vélbúnaði. Hins- vegar hljóta gæði kennslunnar að ráðast að miklu leyti af því hve vel er hægt að líkja eftir raunveruleikanum í herminum og hve vel hefur tekist til við gerð kennsluverkefna. Vélarrúmshermir Vélskólans í Reykjavík Þegar ákvörðun lá fyrir um kaup á vélarrúmshermi til Vél- skólans frá norska fyrirtækinu „Norcontrol" stóðum við frammi fyrir eftirfarandi valkostum: 1) Hermir með stjórnborði og rafmagnstöflu (pult og panel- er). Þessi útfærsla hefur þann kost að vera nánast eftirlíking af nútíma stjórnklefa í skipi. 2) Hermir með litgrafískum búnaði. Þessi útfærsla notast við litgrafíska skjái (myndsjái) og venjuleg tölvulyklaborð og er áþekk ýmsum nýtísku stjórn- stöðvum eins og t.d. hjá Hita- veitu Reykjavíkur og Lands- virkjun. Þessi útfærsla gerir ráð fyrir þrem nemendastöðvum og gefur því möguleika á að kenna allt að 9 mönnum í einu. 3) Hermir þar sem bæði yröi notast við búnað samanber punktana 1 og 2. Vegna kostnaðar var strax horfið frá 3. valkostinum en hinsvegar þeim möguleika haldið opnum að stækkun gæti átt sér stað síðar og valkosti 3 því haldið inni sem langtíma- markmiði. Fyrsta valkostinum var hafnað á þeirri forsendu að hann gæti aðeins starfað sem ein nemendastöð (hámark 3 nemendur í einu) auk þess sem hann er ekki eins sveigjanlegur gagnvart breyttum eða nýjum kennsluforritum, sem þýðir að séu viðaukar settir inn í kennsluforritið þarf að bæta við mælitækjum og stjórnhand- föngum í fyrrnefndar töflur. Auk þess var talið að notkun á lit- grafískum búnaði í stjórnstöðv- um mundi aukast á komandi tímum og því gott fyrir vélstjóra og vélfræðinga að kynnast slík- um búnaði í skólanum. Enn fremur er vélasalur Vélskólans í Reykjavík búinn ágætri raf- magnstöflu og stjórnborði sem mynda stjórnstöð fyrir tvær dís- ilrafstöðvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.