Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 44
nyjuNGAR TÆKNI 44 VÍKINGUR Mynd nr. 3 breyting, stöðubreyting eða breyting á stafrænu gildi. Mynd nr. 3 sýnir annað dæmi um kerfismynd þ.e. MD 19 en þar sjást stjórntök aðalvélar og má framkvæma gangskipting- ar beint á myndskjánum með hjálp tilheyrandi lyklaborðs en einnigmáfram kvæma þetta f rá textaskjá eins og lýst verður hér á eftir. Við hliðina á myndskjánum er textaskjár með tilheyrandi lyklaborði og má nota hann á sama hátt og myndskjáinn þannig að leita má ýmissa upp- lýsinga og framkvæma að- gerðir. Upplýsingar eru hér gefnar með texta og á stafræn- an hátt en einnig má fá fram upplýsingar í línuritsformi á skjáinn. Með þessum búnaði eru höfð bein samskipti við að- altölvuna og ganga þau því hraðar fyrir sig en þegar unnið er á myndskjánum. Hægt er aö prenta út einstakar síður af textaskjánum og sömuleiðis tímaföll af einhverjum völdum stærðum. Einn af textaskján- um má velja sem viðvörunar- kerfi og er hægt að tengja prentarann við það þannig að útskrift fáist á öllum viðvörun- um og mögulegt er að láta hann prenta út allar aðgerðir sem nemendur framkvæma. Enn fremur má láta prentarann skrifa út dregnar ritmyndir (díagrömm) af einstökum strokkum og eru þá prentaðar inn á línuritin helstu stærðir svo sem þjapp-, bruna- og meðal- þrýstingur. Á sérstöku hjólaborði er komið fyrir sírita sem getur ritað samtímis sex stærðir og má velja hvaða stærðir úr vélar- rúminu sem vera vill. Á þessu sama borði er komið fyrir raf- einda PID-stilli (reglir) og getur hann tekið við hlutverki hvaða stillis sem er í herminum. Flest- ir stillar hermisins eru PID-still- ar og má innstilla P, I og D þættina hvern fyrir sig en auk þess er mögulegt að breyta tímastuðlum mælitækja, stöðu- gjafa og stillitaka og einnig má víða breyta dátíma (straumbið) kerfisins og hriftregðu (hyster- esi) framkvæmdarliða (t.d. loka). Með þessum búnaði gefst tækifæri til að aðhæfa stillana hinum ýmsu kerfum og rannsaka þau áhrif sem breyt- ing á mismunandi tímaþáttum veldur í stillikerfum. Á kennaraborðinu er skjár og lyklaborð sem gefur ýmsa möguleika fram yfir það sem nemendur hafa. Héðan má t.d. ráða því hvort stjórnun vélar- rúmsins fer fram á einfaldan hátt með beinum fjarstýringum frá stjórnstöðinni eða að sjáf- virknin sé áþekk og gerist í vaktfríum vélarrúmum. Hægt er að velja um notkun á snar- vendri aðalvél með fastri skrúfustigningu, fastan snún- ingshraða með skiptiskrúfu og ásrafala, eða samhæfingu milli snúningshraða aðalvélar og skrúfustigningar. Einnig má ráða vindhraða og þar með sjógangi og hitastigi lofts og sjávar. Hægt er að hafa áhrif á stærðir tanka og á þann hátt að stytta þann tíma sem þeir eru að tæmast og fyllast. Hægt er að einangra vissa kerfishluta í vélarrúminu þannig að nem- endahópur getur unnið óáreitt- ur við hann þrátt fyrir að aðrar ytri aðstæður hefðu hindrað það, t.d. er hægt að láta afga- sketilinn framleiða gufu þótt aðalvél sé ekki í gangi. Hægt er að vista þær aðstæður sem eru fyrir hendi í lok kennslustundar inn á tölvudisk og hlaða þeim síðan inn aftur í byrjun næstu kennslustundar. Út frá grunn- forriti hermisins getur kenna- rinn unnið verkefnisforrit sem er sniðið að ákveðnu verkefni. Með vélsíma er hægt að gefa skiþanir frá kennaraborði að nemendaborðum og þjálfa á þann hátt nemendur í gang-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.