Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Blaðsíða 60
Gámur skrifar „EG SKIPTI";aœ Óhætt mun að fullyrða að ekki hafi þeir sem nálægt sjávarútvegi koma orðið jafn hissa og þegar þau tíðindi spurðust að Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, hefði skipt um skoð- un í útflutningi á ferskum flöttum fiski á dögunum. Eða eins og Jón Ármann Héðinsson, fiskverkandi sagði í blaðaviðtali: „Þetta eru stór tíðindi sem koma mér á óvart enda ekki á hverjum degi að Halldór skipti um skoðun." Þeir sem gerst hafa fylgst með Halldóri í starfi sjávarútvegsráðherra segja að þetta sé í fyrsta sinn að hann skiptir um skoðun eftir að hafa tekið opinbera ákvörðun. En hvað olli því þá að Halldór skipti um skoðun? Ástæðan er sú að hann hljóp illilega á sig þegar hann bannaði útflutninginn og stóð frammi fyrir því að Jón Baldvin gæfi allan saltfiskútflutning frjálsan til mótvægis. Þeir SÍF menn vildu frekar að Halldór drægi í land í flatfiskmálinu en að allur saltfiskútflutningur verði frjáls. En það voru ein- mitt forráðamenn SÍF sem fengu Halldór til að setja bannið á. Það gustar um Halldór um þessar mundir víðar en í ferskfiskútflutningnum. Hann stendur nú í fyrsta sinn frammi fyrir því að vera ekki viss um þingmeirihluta fyrir kvótafrumvarpinu. Það var Halldóri mikið áfall að Geir Gunnarsson skyldi leggja það til að gildistöku nýju kvótalaganna verði frestað fram á haust 1991, svo tími gefist til að skoða frumvarpið betur en það telja ýmsir vera meingallað. Áfallið stafar af því að Geir Gunnars- son er einn virtasti þingmaður landsins um þess- ar mundir. Hann talar sjaldan opinberlega en þegar hann talar hlustar allur þingheimur. Og ef Geir segir að kvótafrumvarpið sé gallað, þá fara allir þingmenn að skoða það. jafnvel þingmenn sem hefðu látið það ógert ella. Eins og málin standa núna er talið víst að ekki sé þingmeirihluti fyrir kvótafrumvarpinu óbreyttu. Sjónarmið sjómannasamtakanna um að ekki skuli leyft að selja óveiddan fisk í sjónum, á vax- andi fylgi að fagna, bæði meðal minni útgerðar- manna og landverkafólks. Það er einnig vaxandi fylgi við það að binda kvóta með einhverjum hætti við byggðarlög. Nær víst er talið að viðamiklar breytingar verði gerðar á frumvarpinu í meðförum þingsins. Vegna hins háa verðs á fiskmörkuðum í Bret- landi og Þýskalandi undanfarna mánuði eykst jafnt og þétt þrýstingur þeirra sem vilja flytja út ísfisk. Aflamiðlun stendur enn gegn aukningu, en ekki er víst að henni takist það til lengdar. Nær allur fiskur sem Norðmenn veiða um þessar M/S BALDUR Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýjan BALDUR. Þeir völdu skilvindur frá oc ALFA-LAVAL og ræsi- loftsþjöppur frá JJtlasCopco • Sl 1 JHPI Landssmiðjan hf. Sölvhólsgötu 13,101 Reykjavík, sími 20680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.