Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 12
LIFEYRISSJOÐIR Því meira sem greitt er til sjóðsins, þeim mun hærri lífeyrir er greiddur út úr sjóðnum. 12 VÍKINGUR Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs sjómanna: SJÓDURINN ÓFÆR UM AD STANDA VID SKULDBINDINGAR SÍNAR - MIÐAÐ VIÐ ÓBREYTT LÖG Guömundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóös sjómanna, fékk í hendur þær spurningar sem fram komu í samtali blaösins við Bjarna Sveinsson skipstjóra og greint var frá hér að framan. Svör Guömundar fara hér á eftir: 1. Tryggingafræðileg úttekt hefur ekki fariö fram á Lífeyris- sjóði sjómanna síðan gerð var úttekt á stööu hans í árslok 1986. Það er því ekkert hægt að fullyrða um stöðu sjóðsins nú, en þó verður að reikna með að hún hafi batnað, þar sem hækkun lánskjaravísitölu á þeim þremur árum sem liðin eru frá síðustu úttekt hefur verið miklu meiri en hækkun viðmiðunarlauna varðandi greiðslu lífeyris (77% á móti 52% tímabilið janúar 1987 til janúar 1990), sem er mjög hag- stætt fyrir lífeyrissjóði. Byggist það á því að fé sjóðsins er áva- xtað í skuldabréfum sem taka mið af lánskjaravísitölu, en bæturnar miöast við hækkun launa. Þá hefur ávöxtun sjóðs- ins verið mjög góð undanfarin ár. Einnig má nefna að eftir að unnt var að verðtryggja allt fé sjóðsins og ávaxta betur en áður hófu bátasjómenn að greiða miklu hærri iðgjöld til sjóðsins en verið hafði fram að því, og ætti það einnig að hafa styrkt stöðuna. Ástæður slæmrar stöðu má fyrst og fremst rekja til tveggja atriða; rýrnunar eigna áöur en verð- tryggingin kom til sögunnar og þess að 10% iðgjald stendur ekki undir þeim réttindum sem lög sjóðsins gera ráð fyrir að hann veiti. 2. Þó að eignir og tekjur sjóðsins séu miklar en út- greiðslur lágar í dag, eru skuldbindingar fram í tímann mjög miklar. Lífeyrissjóður sjó- manna er ekki eingöngu ellilíf- eyrissjóður heldur er hann einnig trygging sjóðfélaga við ýmis áföll. Til dæmis voru greiðslur sjóðsins í desember I989 sem hér segir: Ellilífeyrir 9,9 milljónir, örorkulífeyrir 6 milljónir, makalífeyrir 3 milljónir Guömundur Ásgeirsson og barnalífeyrir 1,4 milljónir, þannig að aðeins 50% af greiðslum fara í ellilífeyri sjóð- félaga. Ástæður fyrir örum vexti sjóðsins síðustu ár eru mjög mikil hækkun á iðgjalda- greiðslum, vegna þess að bátasjómenn hófu að greiða af öllum launum, og þessi aukn- ing er enn ekki farin aö skila sér í auknum lífeyrisgreiðslum til sjóðfélaga. Þá má nefna mun betri ávöxtun á fé sjóðsins en áður. 3. a) Lífeyrissjóður sjó- manna er svokallaður stiga- sjóður og fyrir hverja innborgun iðgjalda ávinna sjóðfélagar sér réttindi sem reiknuð eru í stig- um. Allir sjómenn greiða til sjóðsins 10% af heildarlaunum, þannig að um verulega háar ið- gjaldagreiðslur er að ræða hjá mörgum sjóðfélögum. Því meira sem greitt er til sjóðsins þeim mun hærri lífeyrir er greiddur út úr sjóðnum. Sjálfsagt eru mismunandi skoðanir á því hversu hár lífeyr- ir þarf að vera til þess að teljast „skammlaus". b) Líkurnar á því að sjóðfé- lagi njóti lífeyris í 10 ár fara eftir því hversu gamall hann er þegar taka lífeyris hefst. Miðað við meðallífslíkur íslenskra karlmanna ætti sjóðfélagi sem hefur töku ellilífeyris 60 ára gamall að njóta lífeyris í 19,6 ár. Sá sem hefur töku 65 ára ætti að njóta lífeyris f 15,9 ár og sá sem hefur töku lífeyris 70 ára gamall ætti að njóta hans í 12,5 ár. Samkvæmt meðallífslíkum íslenskra kvenna ættu sjóðfé- lagar (karlmenn) sem falla frá í flestum tilvikum að eiga maka sem njóta myndi þá makalífeyr- is eftir fráfall sjóðfélagans. 4. Samkvæmt upplýsingum tryggingafræðings er útilokað að spá svo langt fram í tímann, að unnt sé að sjá hvenær sjóð- urinn greiðir bætur jafnháar tekjum. 5. Þegar meta á hag laun- þega af því að greiða í einn til- tekinn lífeyrissjóð í stað þess að tryggja sér lífeyri með öðr- um hætti eru mjög margir þætt- ir sem þarf að athuga. Réttindi í lífeyrissjóðum eru mjög ólík, í einum sjóði ávinna menn sér réttindi sem ekki þekkjast í öðr- um sjóði, mismunandi reglur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.