Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 14
LIFEYRISSJOÐIR ... við erum bara hörð í ávöxtunar- málum. Við geymum ekki peninga í banka og erum mjög gagnrýnd fyrir það af bönkunum. 14 VÍKINGUR óbreytt lög. Stjórn sjóösins ger- ir sér grein fyrir þessum vanda og hefur nú í rúmt ár látið end- urskoða lög og rekstur sjóðsins í þeim tilgangi að bæta stöð- una. Það sem kemur til greina er annars vegar að auka tekj- urnar og hins vegar að draga úr útgjöldum. Of langt mál er að fara í smáatriðum út í það sem komið hefur til tals að breyta, en nefna má þrennt, sem skipt- ir miklu máli. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að sama viðmiðun sé notuð hvað varðar útgjöldin, þ.e. bæt- urnar, og tekjur sjóðsins. Eins og reglureru nútakagrundvall- arlaun mið af almennum launa- hækkunum, en fé sjóðsins er ávaxtað í skuldabréfum, sem að langstærstum hluta miöast við lánskjaravísitölu. Undanfar- in 12-15 ár að allra síöustu ár- um undanskildum hafa launa- hækkanir verið meiri en hækk- un lánskjaravísitölu, þannig að raunávöxtun upp á 6-10% mið- að við lánskjaravísitölu er sára- lítil eða jafnvel neikvæð ávöxt- un miðað við hækkun grund- vallarlauna. Þessu er nauðsynlegt að breyta. Geta má þess, að í frumvarpi til laga um starfsemi lífeyrissjóða, sem nýlega var lagt fram á Alþingi, er gert ráð fyrir að hækkun bóta miðist við hækkun lánskjara- vísitölu. Annað atriði sem stjórn sjóðsins er sammála um að þurfi að breyta er núgildandi regla um að heimilt sé að hefja töku ellilífeyris frá 60, 61 og 62 ára aldri miðað við að sjóðfé- lagi hafi stundað sjómennsku í 25, 20 eða 15 ár. Útgjöld sjóðs- ins vegna þessarar reglu eru mjög mikil og sjóðurinn hefur engar tekjur til þess að standa undir þessum útgjaldaauka sem settur var í lög 1981. Stór Gísli Marteinsson hluti sjómanna sem nýtir sér þennan möguleika er enn starf- andi til sjós. Breytingu á reglu þessari verður að gera sem fyrst í samráöi við stéttarfélög sjómanna. í þriðja lagi má nefna að stefnt er að því að breyta regl- um um örorkulífeyri á þann veg að fyrstu 5 árin eftir að sjóðfé- lagi verður óvinnufær skal ör- orkumat eingöngu miðast við vanhæfni til að gegna sjó- mannsstarfi, en eftir það skal örorkumatið vera almennt mat. Samkvæmt núgildandi lögum miðast örorkumat sjóðfélaga ávallt við það hvort hann er hæfur til þess að gegna starfi því sem greitt hefur verið af til sjóðsins vegna hans. Er þetta umtalsverð breyting og myndi spara sjóðnum veruleg útgjöld. Aðrar breytingar en þær sem hér hafa verið nefndar koma að sjálfsögðu til greina og stjórn sjóðsins mun á næstunni leita allra leiða sem til greina koma til þess að bæta stöðu sjóðsins. Þá er Ijóst að ef frumvarp til laga um starfsemi lífeyrissjóða verður að lögum breytist staða sjóðsins eins og annarra líf- eyrissjóða verulega. Þrátt fyrir hávært tal um slæma stöðu lífeyrissjóðanna og fyrirsjánlegt þrot hjá mörg- um þeirra eru til sjóðir sem hafa styrkt stöðu sína verulega á síðustu árum. Einn af þeim er Lífeyrissjóður Austurlands en hrein eign sjóðsins hefurfimm- faldast á örfáum árum. Ávöxt- un sjóðsins hefur verið mjög góð og á sama tíma hefur rekstrarkostnaður farið lækk- anndi. Við höfðum samband við Gísla Marteinsson fram- kvæmdastjóra sjóðsins og spurðumst fyrir um ástæður þessarar velgengni. „Við fórum í tryggingafræði- lega úttekt fyrir árið I988 og þá kemur í Ijós aö sjóðurinn á fyrir rúmlega 81% af skuldbinding- um sínum sem þykir mjög gott. Það er miðað við að ávöxtun á sjóðnum sé 3% og reksturs- kostnaður 7,5%. En ávöxtun á sjóðnum undanfarin ár hefur verið frá 12,5% og til 11,5% á síðasta ári. Þá er ég að tala um raunávöxtun umfram verð- bólgu. Við erum alla vega búin að ávaxta sjóðinn á tveim árum sem nemur fjórum árum fyrir hvert ár,“ sagði Gísli Marteins- son. Getum unnið upp tapið Hann var spurður hvort sjóð- urinn ætti ekki við mikinn vanda að stríða frá fyrri árum áður en verðtrygging kom til sögunnar. „Þessi svokallaði fortíðar- vandi er algjörlega óþekkt stærð. Við álítum að okkur tak- ist að ná einhverju af því sem brann upp í verðbólgunni hér áður. Hjá okkur er aldursdreif- ing sjóðfélaga mjög hagstæð, ávöxtun mjög góð og í þriðja lagi er reksturskostnaðurinn ekki 7,5% heldur er hann rúm 5% og fer lækkandi. Ég ætla mér að fara með þennan kostn- að niður í 3-4%. Hann er á hraðri leið niður í þetta og það skal takast. Miðað við forsend- urnar sem gefnar voru fyrir því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.