Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 72
Gámur skrifar 72 VÍKINGUR „EQ SKIPTI" -spjallað í talslöðina Eitt dæmið um hve hið umdeilda kvótakerfi er flókið sannaðist nýlega þegar upp komst um menn sem ganga um og bjóðast til að kaupa trillur á því verði sem hún kostar sem slík og greiða út í hönd. Það er eftilvill skiljanlegt að menn standist ekki slíkt boð, enda hafa menn gengið að þessum tilboðum. Þeir hafa aftur á móti ekki athugað að um næstu áramót fær hver trilla í landinu ákveð- inn aflakvóta. Og trillan sem kostar í dag 2 mill- jónir króna á trúlega 50 lestir um næstu áramót og kílóið af kvóta sem seldur er með slíku skipi kost- ar 125 krónur. Trillan sem fór á 2 milljónir ætti því að kosta 6 til 7 milljónir. Heildsalinn sem keypti á dögunum tvær trillur á smánarverði þarf nú senni- lega að fara í mál, vegna þess að þeir sem seldu honum trillurnar og vissu ekki af kvótanum hafa rift sölusamningunum. Það svar sem fjölmiðlar fengu hjá Hafrann- sóknastofnun á dögunum þegar spurt var hvað dveldi grálúðuna var að stofninn hefði verið of- veiddur í nokkur ár og sennilega værum við að súpa seiðið af því. Svo kom smá skot af grálúðu og þá töldu menn hana fundna. Svo hvarf hún aftur. Sannleikurinn er sá að Hafrannsóknastofn- un hefur svo lítið látið rannsaka grálúðustofninn að menn vita næstum ekki neitt um hann. Samt er grálúðan að verða með dýrmætasta sjávarfangi okkar. Það hefur komið í Ijós og raunar fengist viðurkennt hjá Hafrannsóknastofnun að tveir af nytjastofnunum hafa alltof lítið verið rannsakaðir. Þetta var viðurkennt í fyrra haust þegar loðnan lét ekki sjá sig og nú þegar grálúðan kemur ekki. Hvað næst spyrja menn. Og meira um „Hafró.“ Eftir togararallið íveturog aðrar rannsóknir var því lýst yfir að engan þorsk væri að finna á svæðinu fyrir NorðAusturlandi. Sjór væri svo kaldur að fiskurinn hefði sennilega flúið af svæðinu undan kuldanum. Og menn lýstu yfir miklum áhyggjum. Nú bregður hinsvegar svo við, að svæðið og þá sérstaklega inná fjörðum er fullt af fiski og bátar mokveiða á slóðinni. Eins og alltaf áður gekk mikið á í Alþingishúsinu þegar verið var að ræða og síðan samþykkja kvótafrumvarpið á síðustu dögum þingsins. Skúli Alexandersson, Alþýðubandalagi, lenti í heiftar- legum deilum við flokksbræður sína á þinginu. Skúli ásakaði þá fyrir að hafa svikið stefnu flokks- ins í kvótamálinu. Þegar kom að Eldhúsdagsum- ræðunum var ákveðið að ráðherrarnir og Margrét Frímansdóttir, formaður þingflokks töluðu í um- ræðunum. Þá brá Skúli við og heimtaði að fá að tala. Það var samþykkt gegn því loforði að hann skammaði ekki þingflokkinn vegna kvótamálsins. Því neitaði Skúli enda var það einmitt ætlun hans að gera það. Þá var ekki tekið í mál að hann yrði ræðumaður. En eftir að búið var að samþykkja að Skúli talaði gegn því að skammast ekki, reiddist Margrét svo að hún strunsaði burt og mætti ekki til þings á eldhúsdegi. Og þær urðu fleiri uppákomurnar við kvótaum- ræðuna. Guðmundur Ágústsson, Borgaraflokki, lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja frumvarpið í efri deild. Það hefði þýtt að frumvarpiö hefði verið fellt. Nú voru góð ráð dýr. Eftir að Steingrím- ur Hermannsson hafði rætt við Guðmund lengi dags, var orðalagsbreyting, sem engu máli skipti gerða á einum lið frumvarpsins. Það var hálmstrá sem Guðmundur gat haldið í þegar hann lýsti því yfir að eftir orðalagsbreytinguna styddi hann frumvarpið. Sannleikurinn var sá, að til stóð að salta hið fræga frumvarp um umhverfismálaráðu- neyti handa Júlíusi Sólnes. Guðmundur náði að pína það fram að frumvarpið yrði tekið fyrir og samþykkt. Það var þó ekki fyrr en allar fjaðrir var búið að reyta af því, eða eins og einn þingmaður sagði. „Það er ekkert eftir til að stjórna hjá Júlíusi nema jeppinn." Og þá varð þessi vísa tií: Er til vinnu fólinn fer, fjandi er þjóðin heppin, því til að stjórna ekkert er eftir, nema jeppinn. Margir sjómenn kalla hina nýju sjómannasamn- inga á Vestfjörðum,,, Kratasamningana.“ Því er haldið fram að þeir Sigurður Ólafsson og Pétur Sigurðsson hafi fengið línuna frá Alþýðuflokkn- um. Þeir áttu að semja, það yrðu fordæmissamn- ingar til þess að koma í veg fyrir átök á sjómanna- markaðnum. Hvort sem það er rétt eða ekki, þá halda margir því fram að Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hafi skipt sér af þessu máli bak við tjöldin, til þess að bjarga „Núlllausnarsamkomu- laginu." Nokkuð hefur verið rætt um þá þróun sem er að eiga sér stað hjá Eimskipafélaginu að skrá skip sín undir fána Panama eða Líbýu eða annarra slíkra ríkja þar sem mannréttindi sjómanna eru fótum troðin. Á einu slíku skipi Eimskipafélagsins eru undirmenn allir frá þriðja heims ríkjum og hafa rúmar 16 þúsund krónur á mánuði í laun. „Óska- barnið" er farið að haga sér einkennilega og sennilega hafa frumherjarnir ekki ætlast til svona vinnubragða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.