Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 76

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 76
FYRSTI DAGUR MINN árið 1932. Á meðan menn voru í bátunum voru um borð stýri- maður, kokkur og vélstjórarnir. Það hafði talsvert að segja að stýrimaðurinn væri laginn við að leggja að bátunum, bæði þegar búmmað var og eins þegar síld var í nótinni. Bassinn gaf sér lítinn tíma til að matast, þótt hann teldi sig vita að ekki væri von á síldarvöðu fyrr en kl. 2-3 í eftirmiðdaginn. Sumir kusu að borða úti á dekki. Skýli hafði verið reist á afturdekkinu til þess að matast í, var það trégrind sem segldúkur var strengdur á og langborð eftir skýlinu miðju og langbekkir beggja vegna borösins. 76 VÍKINGUR 200 tunnu kast Eftir að farið var aö lóna eftir matinn voru menn á vappi hér og hvar, sumir í brúnni, aðrir fóru jafnvel upp í bassaskýli, en bassaskýlið var hlífðarhús án þaks, fyrir bassann til að vera í og gá að síldarvöðum. Það var búið til á sama hátt og borðsal- urinn, það var trégrind klædd með segldúk og náði upp að öxlum á meðalmanni. Um kaffileytið var kallað mik- illi röddu: Klárir í bátana! Og var nú snarast í bátana og höfðu menn fengið góða æfingu um morguninn, svo þetta gekk ein og vel smurð vél. Gekk nú allt betur en fyrir hádegið og sögðu menn fljótlega eftir að byrjað var að draga nótina og sáu hvað hún lagðist að nú væru að minnsta kosti 200 tunnur inni. Þegar búið var að draga nótina og komið að pokanum, lagði skipið að, þá var bundin upp nótin með þeim böndum sem fyrr er lýst og síðan þurrkað betur svo að síldin var farin að leggjast flöt, þá var byrjað að háfa. Þeirsemforvitnastirvoru, stungu ár niður í nótina til að sjá hvað djúpt væri í henni þegar búið var að þurrka svona vel upp og eftir því sem árin fór meira í kaf var meira í nótinni. Giskuðu menn á að í þessu kasti væru að minnsta kosti 200 tunnur. Sólbrunni Eins og áður segir var glaða sólskin og logn þennan um- rædda dag. Til þess að nótin rynni ekki út aftur stóðu menn í röð við borðstokkinn og einn hafði það með höndum að stjórna háfnum ofan í nótina. Háfurinn tók allt að 8 tunnum þegar hann var vel fullur en það lak ansi hressilega úr honum á uppleiðinni. Á hvorri hlið háfs- ins voru bönd sem höfð voru til að halda háfnum frá skipshlið- inni á leiðinni upp, en í botni háfsins voru hringir sem dregn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.