Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 10
HNIGNUN TOGARAUTGERÐAR Veigamikil ástæda fyrir vanda togaraút- geröarinnar var lágt fiskverö innanlands. 10 VÍKINGUR verulega dregið úr líkum á að útgerðarmenn gætu að eigin frumkvæði lagt fram nauðsyn- legt fjármagn til endurnýjunar skipanna. Og þrátt fyrir veru- lega aflaaukningu 1963 má segja að hagur útgerðar í þessu sambandi hafi ekki vænkast almennilega fyrr en 1967, þegar meðalaflinn á hvert skip jókst frá fyrra ári um góð 1200 tonn. 4. Þróunin í meðalafla togar- anna skýrir að verulegu leyti hvers vegna skuttogaravæð- ingin hérlendis hófst jafnseint og raun bar vitni. Ef taka á saman ákv. atriði sem skýra þennan mikla sam- drátt í afla togaranna, þá vegur missir mikilvægra miða vegna útfærslu landhelginnar hvað þyngst þar á metunum. Afla- samdráttur á fjarlægari miðum á næstu árum hafði síðan orðið til að auka þar á vandann. Ann- að atriði ekki síður mikilvægt var minnkun þorskstofnsins á árunum 1955-1965. í þriðja lagi dró úr sóknarmætti íslenskra togara á 7. áratugnum vegna samþættra áhrifa mikillar fækk- unar þeirra og erfiðra rekstrar- skilyrða og að síðustu mætti nefna hina hörðu samkeppni við erlenda togara á miðunum, allt fram yfir 1970. Á tímabilinu 1950-1974 veiddu erlend fiski- skip að meðaltali um 360.000 tonn af botnlægum tegundum á (slandsmiðum á ári. Það var fleira en aflabrestur sem veikti rekstrargrundvöll togaraútgerðarinnar. Togara- flotinn var orðinn of gamall og úreltur til að hægt væri að reka hann á hagkvæman hátt. Á meðan ekki kom nýtt fjármagn til endurnýjunar skipanna gengu þau smám saman úr sér. íslensk togaraútgerð var að veslast upp. Togararnir uppfylltu ekki nútímakröfur til fyrsta flokks togskipa, voru mannfrekir og dýrir í rekstri. Á sama tíma hlýddu margar aðr- ar fiskveiðiþjóðir kalli tímans og komu sér upp nýtísku togara- flota. 5. 1969 skrifaði Henrý A. Hálf- dánarson grein í Víking um stöðunaísjávarútveginum. Þar sagði hann að fáir hefðu trúað á togaraútgerð á meðan buslu- gangurinn var sem mestur í síldinni. Þorskverð hafi lengi vel verið svo lágt á innan- landsmarkaði að engin leið hafi verið að láta botnvörpuskip bera sig með eðlilegum hætti. Gamalreyndir togaraskipstjór- ar hafi aldrei kynnst yfirburðum skuttogaranna og útgerðar- menn hafi bæði skort vilja og fjármagn til að eignast þá. Veigamikil ástæða fyrir vanda togaraútgerðarinnar var lágt fiskverð innanlands. Á tímabilinu 1951-1958 bjuggu togarasjómenn við mikið mis- rétti í gjaldeyrismálum, saman- borið við bátaútveginn. Á þess- um árum var við lýði uppbóta- og bátagjaldeyriskerfi, sem leiddi það af sér að lægra verð var greitt fyrir togarafisk en bátafisk. Sum árin var greitt allt að 30% lægra verð fyrir togara- fiskinn. Það gerðist á meðan sama verð var á afurðunum á erlendum mörkuðum. Þetta var einnig á þeim tíma þegar tiltölu- lega mikil og góð veiði var hjá togurunum og áhrif þess á pyngju útgerðarmannsins voru því meiri en ella. Ef litið er á tímabilið í heild (1951-1958) er áætlað að mismunurinn hafi numið að meðaltali um 700 þús. kr. á hvern togara á ári, eða 5,6 millj. kr. á hvert skip á þessum 8 árum. Það er álitið að togaraflotinn í heild hafi tapað á milli 240 og 245 millj. kr. á með- an uppbóta- og bátagjaldeyris- kerfið var við lýði. Kaupverð flestra þeirra togara sem lentu í þessari mismunun var um 3 millj. kr. Nálega tvöfalt kaup- verð togara var því tekið af út- gerðarmönnum á þessum ár- um. Kunnur útgerðarmaður og skipstjóri hafði það á orði vegna þessara bágbornu rekstrarskilyrða togaranna að nýsköpunartogurunum hafi verið ætlað það hlutverk „að standa undir öllu öðru [ þjóðar- búinu en sjálfum sér“. Það virð- ast hafa verið orð að sönnu. 6. Árið 1956 voru sett ný vöku- lög átogurum, ergerðu ráðfyrir 12 tíma lágmarkshvíld áhafnar. Vegna þeirra þurfti 31 mann á hvern íslenskan togara. Eftir að afli fór að tregast fóru vökulögin að valda útgerðinni erfiðleik- um, þar sem sífellt erfiðara varð að manna skipin. Til sam- anburðar má geta þess að á þýsku togurunum voru 24 menn í áhöfn, en 20 á þeim bresku. Hér var um lögþvingun um vinnutíma að ræða að mati út- gerðarmanna, sem ekki sam- rýmdist breyttum aðstæðum þegar afli minnkaði. í grein í Ægi 1964 kvartaði formaður F.Í.B. sárlega undan þessu og benti á nauðsyn þess að koma á 8 stunda lágmarkshvíld í stað 12. Reglur um áhafnarstærð komu verulega illa við togara- útgerðina á síldarárunum, f.o.f. vegna þess að á síldinni var hægt að hafa miklu meiri tekjur en á togurunum. Manneklan varð því verulegt vandamál. Tryggvi Ófeigsson, fyrrum út- gerðarmaður og skipstjóri, sagði þetta mikla hörmungar- sögu og „þjóðarskömm hvernig þessi stórfelldu atvinnutæki... fengust ekki mannaðir góöu

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.