Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 15
FRETTA SKYRING ári. Skýrsla Hafrannsókna- stofnunar er væntanleg með haustinu og þar fellur stóri dómur í því hvað stofnunin leggur til að veitt verði. Ef þessi ályktun mín er röng, þá er mér óskiljanlegt hvers vegna Jakob lagði ekki til að leggja inní bankann. Að geyma fisk í sjónum Eins og allir vita er það ekki ný hugmynd að takmarka veið- ar og ætla að geyma fisk í sjón- um. Kanadamenn hafa reynt þetta, en þar mistókst það hrapallega. Þetta var einnig reynt í Barentshafi með þeim afleiðingum sem nú blasa við, algeru hruni þorskstofnsins þar. Ég veit að sumir fiskifræð- ingar Hafrannsóknastofnunar halda því fram að þorksbank- inn hafi ekki hrunið hjá Kanadamönnum. Þeir halda því fram að ýmsar ytri aðstæð- ur hafi valdið því að markmið fiskifræðinga í Kanada að tak- marka veiðar með það fyrir augum að ná stofninum upp á nokkrumárum.tókstekki. Hug- myndin um þorskbanka sé góð og gild. Aftur á móti virðist málið flóknara í Barentshafi. Norskir og íslenskir fiskifræðingar, það er að segja þeir sem ferðinni ráða, hafa verið nokkuð sam- mála um friðun með takmörk- uðum veiðum til að ná stofnin- um upp. Það var gert í Barents- hafi en samt sem áður hrundi hann og eru á lofti ýmsar kenn- ingar um ástæðuna. Þar um ætla ég ekkert að segja enda er það fyrst og fremst mál sérfæð- inga að skýra það hvað þarna gerðist. Hitt undrar mig, og mun ég sjálfsagt ekki vera einn um þá undrun, hvað fiskifræðinga, menn með sömu menntun í fræðunum, getur greint á um það atriði að geyma fisk í sjón- Það er breitt bil á milli Jakobs Jakobssonar og Jóns Kristjáns- sonar. Er engin leið að brúa það? um, halda úti þorskbanka. Get- ur það verið að fiskifræðin sé svo stutt á veg komin sem vís- indagrein að menn viti ekki meira um hana en íslensku- fræðingar um hverjir skrifuðu fornbókmenntir okkar, eða hvort þær eru skáldsögur elleg- ar sagnfræði. Enga fræðigrein veit ég styttra á veg komna en þá. Mér býður í grun að fiski- fræðin sé mjög stutt á veg kom- in, það er að segja að f iskifræð- ingar viti svo lítið, um fiskinn í sjónum og allt sem að honum snýr, að það sé með fiskifræð- inga eins og hagfræöina; út- koman verði eftir því hvaða forsendur menn gefa sér og að forsendurnar séu oftast í mikilli óvissu. Það kom í Ijós þegar loðnan lét ekki sjá sig síðastliðið haust að fiskifræðingar vissu mjög lít- ið og játuðu það hreinlega. Þeir vita líka mjög lítið um grálúðu- stofninn. Þeir játuðu það þegar grálúðan lét varla sjá sig i vor. Þeir vita líka ósköp lítið um rækjustofninn, það hefur komið fram í grein í jsessu blaði fyrir nokkru síðan. Hvernig má það vera að hinir ágætu fiskifræðingar Hafrann- sóknastofnunar, flestir að minnsta kosti, halda því fram að hægt sé að geyma fisk í sjónum með það fyrir augum að ala upp stofninn til stækkun- ar, á meðan jafnmenntar þeirra, Jón Kristjánsson, Tumi Tómasson og Jón Gunnar Ótt- ósson, sem að vísu er ekki fiskifræðingur, en líffræðingur eigi að síður, halda því fram að þetta sé ekki hægt. Jón Kristj- ánsson kallar það meira að segja „Tröllheimsku" að ætla að reyna þetta. Fyrir okkur leik- menn lítur þetta vægt sagt furðulega út. Það er enginn ágreiningur um grysjunarkenninguna svo nefndu í vötnum. Þar er viður- kennt að verði stofninn of stór, aféti hver annan og það endi með hruni stofnsins og alla vega að fiskurinn verði minni og horaðri. Jakob Jakobsson hefur sagt við mig að þessi kenning eigi ekki við um höfin. Ég veit að sumir fiskifræðingar Hafrannsókna- stofnunar halda því fram að þorskbankinn hafi ekki hrunið hjá Kanadamönnum. VÍKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.