Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 17
Hcp Oé nú WlgW / AL VÖRU TALAÐ SAM- EINADIR STÖNDUM VID Samningar sjómanna eru lausir síöan á ára- mótum eins og allir vita. Þaö hefur veriö gagnrýnt af mörgum aö samtök sjó- manna skuli enn ekki hafa lokið samningsgerð. Annaðhvort í friði eöa ófriöi. Hik samtakanna kemur auðvitaö til af tvennu: Einhverskonar þjóðarsátt er í gildi og erfitt er fyrir menn að fylgja fram miklum launakröf- um innan þess ramma sem hún markar. Hinsvegar er erfitt að ná sjómönnum saman til andófs. Ástæða þess er m.a. mikill fjöldi smákónga sem hafa ekki eöa vilja ekki hafa skilning á því að sjómenn allir standi saman að sameiginlegum lausnum þegar um er að ræða kjaramál stéttarinnar. Hjá sum- um þessara smákónga sitja pólitískir hagsmunir í fyrirrúmi. Einstöku menn hafa svo þau frómu markmið að kroppa til sín á kostnað annarra innan skipt- anna í stað þess að taka þátt í sameiginlegri baráttu fyrir rétt- lætiskröfum. Það erfróðlegt að skoða kjör og kjarabaráttu sjó- manna til samanburðar við samtök á borð við BHMR. Þetta eru samtök sem standa saman fram í rauðan dauðann og ná árangri langt umfram aðrar stéttir. Ef samningar sjómanna eru bornir saman við samninga annarra launamanna þá kemur í Ijós að sjómaðurinn situr eftir meðan aðrir hópar hafa náð fram kröfum sem flokkast undir sjálfsögð mannréttindi. Þar má nefna atriði eins og orlofsprós- entu, kauptryggingartímabil, veikindarétt, fjarvistarálag, áhættuþóknun og kauptrygg- ingarupphæð, svo eitthvað sé nefnt. Það er vandséð hvaða rök liggja fyrir mánaðarkaupi uppá 70 - 90 þúsund á mánuði þegar vinnuskyldan er 26 dag- araf 30. Þettaeru háðuleg laun til þeirra manna sem búa við meira mannfall hlutfallslega en Bandaríkjaher á tímum Víet- namstríðsins og á hátíðisdög- um eru nefndir hetjur hafsins. Sjómaðurinn hefur þá sérstöðu að eiga sáralítið heimilislíf og þurfa að dvelja langdvölum að heiman vegna atvinnu sinnar við misjafnar aðstæður. Af þessu leiðir að þær byrðar sem hjón sameiginlega bera þegar um er að ræða fólk sem starfar í landi, lenda á sjómannskon- unni einni. Það er öllum Ijóst að kona með börn hefur ekki tök á því að vinna úti frá heimilinu, þar af leiðandi eru laun sjó- mannsins oftast eini tekjustofn- inn að heimilinu og þess vegna áríðandi að hann standi vörð um kjör sín og láti ekki enda- iaust keyra yfir sig. Það er í mínum huga alveg skýrt að án samstöðu nást eng- ar raunhæfar kjarabætur fram. Þess vegna er áríðandi að menn noti sumarið til að móta alvörukröfur sem fært geti sjó- menn í átttil sanngjarnra launa. Ég lít þannig á að ef ekki verður gerður samningur á mjúkum nótum á næstu 2-3 mánuðum, og þá að frumkvæði útgerðar- manna, verði samtök sjó- manna að setja fram sam- stæða kröfugerð sem fylgt verði eftir af hörku á haustmán- uðum. Þar komi fram krafa um afnám olíuverðstengingarinn- ar, af þeirri einföldu ástæðu að um hana ríkir ekki lengur sú sátt sem í upphafi var. FFSÍ þarf að leiða þetta starf af þeirri einföldu ástæðu að undirmenn ná ekki saman til aðgerða vegna þess að þeir eru tvístr- aðir út um allt. Týndir og tröllum gefnir, sumir innan blandaðra verkalýðsfélaga sem mörg hver hafa allt önnur markmið en að efla hag sjómanna. Skip- stjórnarmennirnir eru aftur á móti sameinaðir innan FFS( ásamt hluta vélstjórastéttarinn- ar. Það mun því augljóslega hvíla á herðum forystumanna innan FFSÍ að leióa þessa samninga. Reynir Traustason stýrimaður VÍKINGUR 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.