Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 18
FELAGSMAL Benedikt Valsson Framkvæmdastjóri FFSí 18 VÍKINGUR RÁÐSTEFNA FISKIMANNA- DEILDAR ITF. Fiskimannadeild Alþjóðasam- bands flutningaverkamanna (ITF) hélt ráðstefnu í London dagana 13.-14. júní s.l. Ráð- stefnuna sóttu fulltrúar frá 11 löndum og þar á meðal tók full- trúi frá Sovétríkjunum í fyrsta sinn þátt í slíkri ráðstefnu á veg- um ITF. Fulltrúar frá íslandi voru þrír, þeir Guðjón A. Krist- jánsson og Benedikt Valsson frá Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands og Óskar Vigfússon frá Sjómannasam- bandi íslands. Dagskrá ráðstefnunnar var nokkuð umfangsmikil, en þar ber helst að nefna eftirfarandi liði: ‘Skýrsla um starfsemi fiski- mannadeildar ITF. *Helstu niðurstöður í könn- un á kjörum fiskimanna í ýmsum löndum. *Drög að sjávarútvegsstefnu ITF, sem lögð verðurfram á 36. þingi ITF í ágúst næst- komandi. ‘Yfirlýsing ITF um hvalveiðar fyrir næsta ársfund Al- þjóðahvalveiðiráðsins, IWC. ‘Málefni um heilsu, öryggi og umhverfi. *Málefni sem snerta Alþjóða- siglingamálastofnunina, IMO. *Málefni sem snerta Alþjóða- vinnumálastofnunina, ILO. Hvað er ITF? Áður en fjallað verður nánar um ráðstefnuna, er ekki úr vegi að kynna ITF í stuttu máli. - ITF var stofnað árið 1896 af evrópskum stéttarfélögum hafnarverkamanna og sjó- manna á farskipum. Nú eru meðlimir ITF yfir 4 milljónir í 422 stéttarfélögum í 92 lönd- um. ITF skiptist í8 starfsgreina- deildir, þ.e. starfsmanna við: ‘járnbrautir, ‘vegaflutninga, ‘strand- og skipaskurða- flutninga, ‘millilandaflutninga á sjó, ‘hafnarvinnu, *fiskveiðar, ‘flughafnir, ‘ferðamannaþjónustu. Helstu stefnumið ITF sam- kvæmt lögum sambandsins eru: a)að stuðla að almennri viður- kenningu á félaga- og samn- ingsfrelsi,

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.