Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 19
FELAGSMAL b) aö styöja starfsemi Samein- uöu þjóöanna, stofnana þeirra og annarra milliríkjastofnana og samtaka óháöa ríkisstjórn- um á því sviði til eflingar friöi á grundvelli félagslegs réttlætis og efnahagslegra framfara, c) að aöstoöa sambandsfélög við að vernda og efla á alþjóöa- sviði efnahags-, félags-, starfs- ,menntunar- og menningar- hagsmuni meölima sinna, d) að aöstoöa sambandsfélög viö aö efla rannsóknastörf varðandi vandamál og stefnur, sem hafa áhrif á meðlimi þeirra, starfsskilyröi, vinnu- málalöggjöf, verkalýðsfélög, sameiginlega samninga og önnur mál er tengjast því að stefnumiðum ITF verði náð. Þessum stefnumiðum hefur ITF reynt að ná með eflingu samskipta milli sambandsfé- laga í hinum ýmsu löndum. ITF hefur einnig verið sameiginleg- ur málsvari framangreindra starfsgreina á ýmsum vett- vangi, t.d. í ILO. Aðalstöðvar ITF eru í London. Skýrsla um starfsemi fiskimannadeildar ITF. Fiskimannadeildin er ein af 8 starfsgreinadeildum, sem ITF nær utan um. Gerð var grein fyrir því helsta í starfsemi deild- arinnar frá síðustu ráðstefnu, sem haldin var í apríl 1988 í Vi- go á Spáni, en hana sóttu þeir Guðjón A. Kristjánsson og Óskar Vigfússon. Það sem vekur athygli í þessari skýrslu er að ITF hefur lagt nokkra áherslu á að fylgjast með fram- vindu sjávarútvegsmála innan Evrópubandalagsins í Ijósi ráð- gerðs innri markaðar banda- lagsins árið 1993. ITF hefur ekki mótaða stefnu í sjávarút- vegsmálum Evrópubandalags- ins. Einnig var fjallað um þátttöku fulltrúa ITF í ýmsum ráðstefn- um og fundum. En þar ber hæst ráðstefnur á vegum IMO og ILO, sem nánarverður vikið að hér síðar. Könnun á kjörum fiskimanna í ýmsum löndum ITF hefur nýlega tekið að sér að framkvæma könnun á kjör- um fiskimanna í þeim löndum, sem eiga aðild að sambandinu. Hugmyndin er að framkvæma slíka könnun með reglulegu millibili í framtíðinni, þannig að niðurstöður koma til með að veita mikilsverðar upplýsingar um samanburð og þróun kjara fiskimanna í ýmsum löndum. Þau efnisatriði, sem könnunin nær yfir, eru meðal annars eft- irfarandi: 'Uppbygging stéttarfélaga fiskimanna. ‘Fyrirkomulag kjara- samninga. *Launakjör. ‘Slysa-, veikinda- og lífeyris- réttindi. ‘Heilsu- og öryggismál. *Fiskverð og afli. ‘Ríkisstyrkir til sjávarútvegs. Þátttakendur á ráðstefnunni gerðu stuttlega grein fyrir svör- um sínum við þessari könnun ITF. Góðurrómurvargerðurað þessum svörum þátttakend- Guðjón A. Kristjánsson VÍKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.