Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 37
NXJUNGAR ^KTÆKNI pp«» SFOC NOx o 0 i :i% g/kwh Influence of enpine size (i. e. engine speed) on NOx and SFOC Mynd nr. 4 legum katli sem notar hliöstætt eldsneyti. Ekki er óeölilegt aö álíta aö skip komi brátt meira inn í þessa umræöu þar sem hér er um hlutfallslega stóran notanda aö ræða sem nýtir þar að auki óhreint eldsneyti. Mörg lönd hafa sett takmörk á brennisteinsinnihald í elds- neytisolíu sem notuö er í við- komandi landi og er þaö vegna súra regnsins. Mér er ekki kunnugt um aö neinar slíkar reglur hafi verið settar varöandi skip sem sigla á úthöfum. Kol- tvísýringurinn er óhjákvæmi- legur fylgifiskur brunans og hafa menn haft áhyggjur af aukningu hans í andrúmsloft- inu því álitið er aö hann auki hin svokölluöu gróðurhúsaáhrif. Betri eldsneytisnýting véla ætti því að vera hagstæð hvað þetta varðar. Komið hefur í Ijós aö meö auknum brunaþrýstingi og brunahita í dísilvélum mynd- ast eitruð köfnunarefnissam- bönd, aöallega N02 sem er sama efniö og guli reykurinn sem kom á sínum tíma frá Áburöarverksmiöjunni í Gufu- nesi. Mynd nr. 4 sýnir niðurstöður rannsókna frá MaK þar sem sýnt er annarsvegar hvernig eldsneytishagkvæmnin vex með stærö vélarinnar en hins- vegar hvernig aukning eitraðra köfnunarefnissambanda vex meö vélarstærðinni. Unniö er nú aö því hjá framleiðendum dísilvéla að þróa aðferðir til aö gera þessi köfnunarefnissam- bönd óskaöleg. Niðurlag íslenskt máltæki segir: „Sá veldur miklu sem upphafinu veldur" en sennilega hefur Ru- dolf Diesel ekki gert sér grein fyrir í upphafi hve miklum straumhvörfum uppfinning hans átti eftir aö valda á þess- ari öld í þá veru aö minnka erf- iði, auka þægindi og lífskjör um heim allan. íslendingar hafa jafnan verið fljótir til þegar nýj- ungar eru annars vegar og tóku því snemma dísilvélina í þjón- ustu sína þar sem hún var meg- in driffjöðrin í sambandi viö vél- væöinu fiskiskipaflotans. Þessi vélvæðing geröi kröfu um vél- gæslumenn og var vélfræði- deild stofnuö viö Stýrimanna- skólann 1911 og námskeið hjá Fiskifélagi íslands um meðferð bátamótora hófust 1915. Á komandi hausti mun Vél- skóli íslands halda upp á 75 ára afmæli sitt. í upphafi hefur kennslan í Vélskólanum snúist mikiö um eimvélar og hin ýmsu kerfi þeirra en í dag er kennsla um dísilvélar mjög veigamikill þáttur í starfsemi skólans. Útgerðarmenn - Skipstjórar FYRIRLIGGJANDI: SNURPUVÍR TOGVÍR frá lOmm uppí 28mm. Hágæðavara á hagstæðu verði. Jónsson & Júlíusson Ægisgötu 10 - Sími 25430. VÍKINGUR 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.