Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 39
Vísnaþáttur skáldmæltur í betra lagi. Þessi vísa er eftir hann: Dauöinn notar daggarð sinn — dreyrir úr sporaslóðum — heggur vinahópinn minn. Hann er að minnka óðum. Magnús er nokkuð fornyrtur, orðið daggarður sem hann not- ar þarna er gamalt orð yfir rýt- ing. En ekki er yrkisefni Magn- úsar alltaf svona dapurt eins og sést á næstu vísu: Þó ég margan þrautaskell þoli af dómum manna — Guð veit að ég glaður fell í gryfju freistinganna. En allt getur þó gengið of langt: Kætti mig að kynnast þér — kannske í meira lagi. Ástin djöflast inni í mér eins og naut í flagi. Magnúsi sárnar aö sjá unga fólkið lesa lélegan skáldskap og jafnar því við að borða hundakjöt: Æskan fetar margs á mis, menn oft setur hljóða — hún er að éta helvítis hundaketið Ijóða. Þessi vísa Magnúsar ætti að veröa okkur mörgum huggun- arrík: Þó mig kalli sumir sauð — sem ég verð að játa — /' Paradís þarf andans auð ekki neinn að láta. Eitthvað hefur samkomulag- ið verið brösótt í Flatey á Breiðafirði þegar Hermann Jónsson skipstjóri orti þessa: Hvar mun finnast heims um lönd hölda eining minni? Hér er einatt önnur hönd uþp á móti hinni. Margar af gömlu vísunum sem hvert barn kunni, hús- göngunum svokölluðu, eru nú í þann veginn að gleymast. Það væri þó vissulega illa farið ef svo tækist til. Ég held að við ættum að hafa einn eða tvo gamla húsganga í vísnaþáttun- um okkar framvegis. Hér er einn: Gleði hefur af glampanum, gleymir körgu sinni. Ljós í nefi á lampanum lýsir Björgu minni. Þetta er skemmtilega gerð visa. Það heita þríliðir þegar þrjú atkvæði ríma saman eins og í lampanum og glampanum. Takið líka eftir innríminu. Og hér er annar gamall húsgang- ur, ef til vill ortur í háði, en sýnir þó inn í harða lífsbaráttu: Drengurinn í dvölinni dugir ekki að róla. Honum var gefið í hörpuskel á hátíðinni jóla. Það væri gaman aö fá vísur frá ykkur, lesendur góðir, bæði gamlar og nýjar væru vel þegn- ar. Ég óska ykkur góðs gengis þangað til. VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.