Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 40
ats\á MIKILVÆGAR MARKAÐSFRETTIR VÍKINGUR HORFURNAR Jæja, þá er hún komin Græn- landsgangan sem menn hafa beðið spenntir eftir hvort léti sjá sig. Allt frá því mikinn fjölda þorsk- seiða rak til Grænlands árið 1984 hafa menn velt því fyrir sér hvort þau myndu skila sér aftur á íslandsmið þegar þau ná kynþroskaaldri. Græn- lendingar hafa einnig litið þessa búbót hýru auga og eru búnir að selja breskum og þýskum skipum veiðileyfi á þorski. Hafa íslenskir fiskifræðingar miklar áhyggjur af því að verulega gangi á stofn- inn áður en hann skilar sér á Islandsmið. En um miðjan júní fann rannsóknaskipið Dröfn fyrstu gestina frá Grænlandi úti fyrir Reykjanesi. Þar var á ferð sex ára gamall þorskur og leyndi sér ekki uppruninn. Fiskurinn var talsvert smærri en jafn- aldrar hans sem vaxið hafa upp í hlýrri sjó hér við land og auk þess var hann laus við hringorm en það er einmitt einkenni á grænlenskum þorski. Fiskifræðingar urðu að vonum glaðir því þeir voru búnir að spá verulegum samdrætti í þorskveiðum hér við land ef sá grænlenski skilaöi sér ekki. Þótt fyrsti fiskurinn hafi látið sjá sig er ekki von á megingöngunni fyrr en næsta ár og þarnæsta. Fiskifræðingar sögðu þegar þeir settu fram tillög- ur sínar um veiðar þessa árs og næsta að ef gangan kæmi mætti auka veiðarnar um 50 þús- und tonn á ári án þess að það kæmi niður á hrygningarstofninum. Og nú eru útgerðarmenn þegar byrjaðir að þrýsta á um að bætt verði við kvótann. Svo var á talsmanni LÍÚ að skilja að þar á bæ teldu menn eðlilegt að auka kvótann upp í 400.000 tonn af þorski á næsta ári. Ekki virðast allir á því að fara að ráðum útgerðarmanna. Hall- dór Ásgrímsson brást við fréttunum af Græn- landsgöngunni með því að segja að nú væri rétt tíminn til að stækka hrygningarstofninn við land- ið. Rangt væri að hleyþa allri viðbótinni inn í kvót- ann heldur bæri að leggja sem mest inn á höfuð- stólinn í því augnamiði að uppskera betur í fram- tíðinni. Um þetta verður vafalaust karþað næstu vikurnar og mánuðina. Forvitnilegt verður svo að sjá tillögur Hafrannsóknastofnunar sem væntan- lega verða lagðar fram þegar líður á sumarið. Það er hins vegar Ijóst þegar litiö er á markað- ina fyrir íslenskan ísfisk að sú gósentíð sem þar hefur ríkt, bæði hér heima og erlendis, viröist vera á enda. Verðið fer lækkandi á öllum mörkuöum og á öllum tegundum. Kannski er það bara árs- tíminn, það dregur alltaf úr eftirspurn eftir fiski á sumrin. Við skulum vona að svo sé. ÞORSKUR Eins og kunnugt er úr fréttum urðu harðar deilur um útflutning á gámafiski til Bret- lands og Þýskalands í síðasta mánuði en þá fóru nokkrir aðilar í Vestmannaeyjum talsvert framyfir þær heimildir sem þeir höfðu til að flytja út fisk. Ljóst er að sölur á íslenskum þorski voru verulega miklu meiri í maí en apríl, 2.868 tonn á móti 2.114 tonnum, en hins vegar minni en í mars þegar flutt voru út 3.302 tonn af þorski til breskra hafna. Verðið í maí er líka töluvert lægra en í apríl, 1,17 pund eða 117,17 krónur fyrir kílóið að meðaltali á móti 127 krónum í apríl. Framboðið jókst einnig á íslensku mörkuöunum úr 3.460 tonnum í apríl í 4.340 tonn í maí. Verðið lækkaði líka úr 75,77 kr. fyrir kílóið að meðaltali í 63,43 kr. Hæsta meðal- verðið fékkst á Faxamarkaði, 68,43 kr., í Hafnar- firði fengust 66,72 kr. og á Fiskmarkaði Suður- nesja fengust 60,70 kr. fyrir kílóið að meðaltali. ÝSA Sömu sögu er að segja um ýsuna og þorsk- inn, það var flutt út töluvert meira af henni í maí en apríl, 2.777 tonn á móti 1.912 tonnum í apríl og hafði magnið þá tvöfaldast frá því í mars. Verðfall- ið er líka meira, það hrynur úr 1,44 pundum í 1,18 pund (118,52 kr.) fyrir kílóið að meðaltali. Fram- boðið á íslensku mörkuðunum tvöfaldaðist í maí en þar var landað 2.405 tonnum. Meðalverðið lækkaði líka snarlega, fór úr 89,85 kr. fyrir kílóið í 68,97 kr. KARFI Framboð á íslenskum karfa í þýskum höfnum var helmingi minna í maí en apríl eða 1.317 tonn. Verðið heldur samt áfram að lækka en í maímánuði fengust 2,54 mörk fyrir kílóið að meðaltali eða 91,64 kr. Hefur verðið lækkað um hálft mark frá því í mars en þá fengust 108,56 kr. fyrir kílóið að meðaltali. Framboð dróst einnig saman á íslensku mörkuðunum og var 575 tonn í maí á móti 743 tonnum í apríl. Meðalverðið lækk- aði líka úr 35,71 kr. í 29,35 kr. fyrir kílóið. UFSI Framboðið á íslenskum ufsa í Þýskalandi dróst einnig saman úr 407 tonnum í apríl í 274 tonn í maí. Veröið lækkaði örlítið, fór úr 2,30 mörk- um fyrir kílóið að meðaltali í 2,26 mörk eða 80,95 kr. Framboðið á íslensku mörkuðunum breyttist lítið og var 948 tonn í maímánuði. Meðalverðið lækkaði örlítið, úr 35,29 kr. fyrir kílóið í 34,09 kr. GRÁLÚÐA Alls var landað liðlega 800 tonnum af grálúðu í breskum og þýskum höfnum í maímán- uði, 597 tonnum í Þýskalandi og 206 tonnum í Bretlandi. Meðalverðið í Þýskalandi reyndist vera 2,69 mörk eða 96,80 kr. fyrir kílóið. ívið lægra verð fékkst í breskum höfnum, 96 pens eða 96,66 kr. Á íslensku mörkuöunum þremur var aðeins landað 303 tonnum af grálúðu og fengust að meðaltali 61,33 kr. fyrir kílóið af henni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.