Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 41
ALÞJÓÐLEGAR FRÉTTIR ÚR PACIFIC FISHING í SOVÉTRÍKIN Umbreytingarnar sem orðið hafa í Sovétríkjunum að undanförnu hafa nú náð til sjávarútvegsins. í lok síðasta árs tók gildi ný áætl- un fyrir allar stofnanir þessarar atvinnugreinar og er helsta markmið hennar að gera þær að arð- bærum fyrirtækjum. Hún hefur í för með sér að tíu stofnanir sem tilheyra æðstu stjórn ríkisins á fisk- veiðum verða lagðar niður. 52 smærri fyrirtæki verða ýmist lögð niður eða sameinuð, ýtt verður undir myndun nýrra samvinnufyrirtækja, komið á fót öflugum flutningafyrirtækjum og samningar við verktaka á ýmsum sviðum sjávarútvegs verða gerðir í auknum mæli. í kjölfar endurskipulagn- ingar sovésks sjávarútvegs verður lögð áhersla á samvinnu við erlend ríki og fyrirtæki. Erlend sam- vinna á þessu sviði er þegar orðin umtalsverð. Sovétríkin hafa gert rúmlega 70 samstarfssamn- inga við yfirvöld í 43 löndum. Markmiðið með alþjóðasamstarfi verður að efla fiskeldi, tækni- væða veiðar og vinnslu og auka gæði sjávar- fangs. ÍRLAND írsk stjórnvöld hafa samþykkt ákvörðun bresku stjórnarinnar um að leyfa þremur fyrir- tækjum að losa 49.000 tonn af efnaúrgangi í Norðursjó. Þetta er gert þrátt fyrir mótmæli hags- munaaðila í sjávarútvegi fimm ríkja sem lönd eiga að Norðursjó og þrátt fyrir að alþjóðlegt bann við losun efnaúrgangs í sjó hafi tekið gildi um síðustu áramót. Sérf ræðingar í öðrum löndum hafa varað eindregið við losuninni. Norskir sérfræðingar segja í mótmælabréfi til bresku stjórnarinnar að mengunarvaldar í úrganginum verði,, miklu meiri en hægt er að fallast á“. í mótmælum Dana er kvartað um að litlar tilraunir hafi verið gerðar til að sannreyna áhrif losunarinnar á lífríkið, auk þess sem eftirlit með mengun er mjög af skornum skammti. Hollendingar segja að bresk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að úrgangurinn valdi ekki tjóni á fiskistofnum og Svíar segja að eiturinnihald úrgangsins verði mun meira en bresk stjórnvöld haldi fram, auk þess sem hægt hafi verið að urða efnin á landi. Bretar og írar hafa látið þessi mótmæli sem vind um eyrun þjóta og talsmaður írsku stjórnarinnar sagði að ástæðan fyrir því að hún mótmælti los- uninni ekki væri sú að ákvörðun bresku stjórnar- innar væri tekin „samkvæmt ráðleggingum sér- fræðinga". FILIPPSEYJAR Landbúnaðarráðuneyti Filipps- eyja hefur hvatt bændur til þess að taka að nýju upp þann hátt að stunda fiskeldi á hrísgrjónaökr- um sínum. Eins og flestum er kunnugt eru hrís- grjón ræktuð undir vatni sem tekur manni í kálfa og áður fyrr var það útbreiddur siður að rækta fisk meðfram grjónunum og drýgja með því tekjurnar. Ráðuneytið hefur hvatt bændur til að endurvekja þennan sið og heldur því fram að þótt ekki sé gert ráð fyrir meiri afrakstri en 150 kílóum af fiski á hektara verði það veruleg búbót fyrir bændur. BANDARÍKIN Tuttugu fiskeldisfyrirtæki, flest á austurströnd Bandaríkjanna, hafa kært Norð- menn fyrir Alþjóða viðskiptaráðinu. Norðmenn eru bornir þeim sökum að setja á markaö eldislax og selja hann undir framleiðslukostnaði. Því er haldið fram að norska ríkisstjórnin niðurgreiði lax- inn og geri þannig bandarískum fiskeldisfyrirtækj- um erfitt fyrir. Norðmenn hafa svarað þessu með auglýsingaherferð fyrir norskan lax sem beinist að veitingastöðum og stórverslunum í Banda- ríkjunum. Bjóðast Norðmenn til að taka þátt í kostnaði þessara fyrirtækja við að auglýsa norsk- an lax. Norðmenn hafa einnig lýst stuðningi við almenna auglýsingaherferð sem myndi gagnast öllum eldislaxi, hvaðan sem hann er. Hugmyndin er sú að hvert ríki greiði fyrir herferðina í hlutfalli við markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. Ljóst er að Normenn yrðu stærstu greiðendurnir því þeir hafa 45% hlutdeild í markaðinum fyrir eldis- lax í Bandaríkjunum. Kanadamenn koma næstir með 40% hlutdeild. Norðmenn hafa hins vegar sagt að meðan áðurnefnd kæra sé óafgreidd treysti þeir sér ekki til að taka þátt í kostnaði við almennar auglýsingar fyrir eldislax. Þetta hefur orðið til þess að mörg fiskeldisfyrirtæki, einkum á vesturströnd Bandaríkjanna, hafa dregið til baka stuðning sinn við kæruna. Er úrskurðar Alþjóða viðskiptaráðsins beðið með óþreyju því Ijóst er að ekkert verður úr auglýsingaherferðinni áh þátt- töku Norðmanna. BANDARÍKIN ígulker eru víða veidd og þykja herramannsmatur. Við strendur Kaliforníu hefur ásóknin í ígulker verið meiri en góðu hófi gegndi og því reyndist nauðsynlegt að herða reglur um veiðarnar. Rætt er um aö auka lágmarksstærð ígulkerjanna úr 7,5 sentimetrum í þvermál í tæp- lega 9 sm. Einnig er lagt til að yfir sumartímann verði einungis leyft að veiða 4 daga í viku og að í júlíverði algertveiðibann. Þessartillögureru sett- ar fram í Ijósi þess að veiðar á ígulkerjum drógust saman um 20% á sóknareiningu milli áranna 1988 og 1989. Stór hluti af ígulkerjunum er fluttur út til Japans þar sem þau eru eftirsótt. Japanir veiða sjálfir tæplega helming þeirra ígulkerja sem seld eru þar í landi en hitt er flutt inn frá Banda- ríkjunum, Kanada og Suður-Kóreu.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.