Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 42
3 Gámur skrifar 42 VÍKINGUR „EG SKIPTI" -spjallaö í talstööina Nú er allt útlit fyrir að Danir og Spánverjar muni kæra íslendinga fyrir yfirstjórn Evrópubandalags- ins vegna þeirra útflutningstakmarkana sem sett- ar hafa verið á flattan ferskan fisk frá íslandi. Danir kalla þetta duldar viðskiptaþvinganir. Kær- an getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir okkur þegar viðræðurnar um sérstööu íslands í EB/ EFTA viðræðunum hefjast. Það eru þeir sem keyptu flatta ferska fiskinn frá íslandi sem standa fyrir þessum kærumálum. Nú loks hefur Hafrannsóknastofnun viður- kennt að Grænlandsþorskur sé genginn á ís- landsmið. í allan vetur hafa sjómenn sagt frá því að Grænlandsþorskur væri kominn á miðin en Hafró hefur þrætt fyrir að svo geti verið. Fiski- fræðingarnir sögðu að gangan kæmi ekki fyrr en næsta vetur. Því er haldið fram að með því að viðurkenna nú að Grænlandsgangan sé komin, sé Hafrannsóknastofnun að undirbúa að mæla með stærri þorskkvóta næsta ár en hún hefur gert undanfarin ár. Það kæmi sér ekki heldur illa fyrir rikisstjórnina aö geta leyft meiri þorskveiðar á næsta ári, sem er kosningaár, með samþykki Hafrannsókna- stofnunar. Og með fullri virðingu fyrir Hafrann- sóknastofnun og ríkisstjórninni er hætt við að víða liggi leyniþræðir. Illa gengur að fá „Kratasamningana," sam- þykkta á Vestfjörðum. Sum félögin hafa fellt þá en önnur neitað að taka þá til umhugsunar. Sigurður Ólafsson sjómannaforingi á ísafirði situr því held- ur illa í því eftir allt sem hann hefur baslað í mál- inu. Annars er það dálítið broslegt hversu illa hann brást við smá klausu hér í Gámi á dögunum. Hann hefur nú skrifað frægt bréf og birt í BB fréttablaðinu á ísafirði. Það er orðið langt síðan menn hafa séð annan eins fúkyrðaflaum og í þeim skrifum. Einkum er það í fyrri hluta bréfsins sem foringinn fer á kostum. Það er eins og dragi úr honum allan mátt þegar á líður. En Ijóst er að gamall húsgangur á vel við um viðbrögð Sigurð- ar: Eftir gráan gjörning sinn, glappaskotin uppúr standa. Kratasamnings keisarinn kveinkar sér til munns og handa. Nú berast fréttir af verðhækkun á fiski á Banda- ríkjamarkaði og það umtalsverðar. Síðan um ára- mót hefur fiskverð hækkað um meira en 30% á ferskfiskmörkuðum á Bretlandi og í Þýskalandi. Enda er það svo að bæði veiðar og vinnsla hafa sjaldan gert það eins gott og um þessar mundir. Það er einkar athyglisvert að í vetur og vor hafa engir kveinstafir heyrst frá þessum aðilum. Þeim mun furðulegri er sú afstaða útgerðarmanna að neita að leiðrétta þann smánarblett sem olíu- kostnaðarhlutdeildin er á sjómannasamningun- um. Smánarblettur sem settur var á samningana með handafli ríkisstjórnar á sínum tíma. Oft hefur verið minnst á Hafrannsóknastofnun í þessum pistlum. Nú blasa nokkrir erfiðleikar við stofnuninni. Ástæðan er sú að Hafrannsókna- stofnun var látin semja við skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts á Akranesi um endurbætur og viðgerð á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Nú þegar er skipasmíðastöðin orðin langt á eftir með verkið og ekki fyrirsjáanlegt að hún nái að vinna töfina upp. Það var þessi sama skipsmíða- stöð sem smíðaði bílaferjuna Baldur fyrir þá Breiðfirðinga og taföist smíði þess skips um nærri því heilt ár. Og talandi um þessa nýju bílferju yfir Breiða- fjörð. Af einhverjum ástæðum var stöðugleiki skipsins ekki réttur og varð að láta nokkrar lestir af steypu sem kjölfestu skömmu eftir að það var farið að sigla. Þaö varð afturtil þess að skipið ristir mun dýpra en ætlaö var og verður því að sigla aðra leið en gamli Baldur og er lítið fljótari í ferðum yfir Breiðafjörð en gamli Baldur var. Það er margt að varast í þessu lífi. Enn er hin mjög svo umdeilda Aflamiðlun til húsa hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna og að mestu undir stjórn þess. Þegar Aflamiðlun var stofnuð og flutti í hús LÍÚ var sagt að það væri aöeins til bráðabirgða. Síðar ætti stofnunin að flytja í annað húsnæði og starfa sjálfstætt. En það er eins og stendur í góðri bók: „Það er ekki laust sem skrattinn heldur."

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.