Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 11
SJAVARUTVEGSSYNINGIN HVAD FANNST ÞEIM? S.V. skrifaði 1. Hvernig þótti þér sjávarútvegssýningin í Laugardal takast? 2. Hvað þótti þér athyglisverðast af því sem þú sást þar? 3. Hefur sýning sem þessi mikið gildi fyrir sjávarútveg og sjómenn? 4. Hefur sjávarútvegssýning haft bein áhrif á val þitt á tækjum í skipið? 5. Telur þú að minni aðsókn að sýningunni nú en áður sé merki um dvínandi áhuga á sjávarútvegssýningum og vísbending um að þær eigi ekki langa framtíð fyrir sér? Guðjón A. Kristjánsson, for- seti FFSf og skipstjóri á Páli Pálssyni Mér þótti sýningin ágæt og athyglisvert að sjá þær nýjung- ar sem þar komu fram. Það sem mér þótti athyglisverðast var í fyrsta lagi slægingarvél sem getur, ef vel reynist, gert mönnum kleift með vinnuspar- andi aðgerðum að hirða bæði hrogn og lifur og þar með ættu tekjur, bæöi sjómanna og út- gerðar, að geta aukist. í öðru lagi þótti mér athyglis- verður nýr dýptarmælir frá Fur- uno samsteypunni, sem gefur möguleika á að sjá fisk til hliðar við skipið, en ekki aðeins beint niður, eins og verið hefur. Hann ætti að geta aukið nýtingu tím- ans á sjó og þar með það sem fiskveiðar gefa af sér. Mér fannst líka athyglisverð íslensk línubeitingarvél, sem verið er að þróa. Ef hún reynist eins og vonir standa til er þar um byltingu að ræða. Sýningin hefur mikið gildi. Menn sjá hvað stendur til boða frá öðrum löndum og einnig eitt og annað sem getur komið til nota í framtíðinni, jafnvel þótt mönnum lítist ekki á það við fyrstu sýn. Ég hef ekki áhyggjur af að sýningin hafi verið eitthvað minna sótt af gestum. Ég held aftur á móti að þeir sem komu sér til gagns hafi komið oftar og áttað sig betur á því sem þar stóð til boða. Þessi sýning beinist fyrst og fremst að þeim mönnum sem að sjávarútvegi starfa og þar tekst þeim að fá yfirsýn yfir fjölbreytta fram- leiðslu, sem ekki tekst öðruvísi, nema á löngum tima og með heimsóknum til fjölda fyrir- tækja. Þarna hittast líka starfs- bræður og geta borið saman bækur sínar og oftast er það svo að einn sér það sem annar hefur ekki komið auga á. Þann- ig er þetta ekki eingöngu sýn- ing, heldur einnig ráðstefna um allt sem þar er sýnt. VÍKINGUR 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.