Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 16
VELSKOLIISLANDS Nanna Dröfn Sigurdórsdóttir blaðamaður M.E. Jessen var skóla- stjóri frá upphafi til árs- ins 1955, samtals í 40 ár, og þó vel þaó, því hann stjórnaöi vélstjóranám- inu í þrjú ár áður, meðan það var enn deild úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík. 16 VÍKINGUR Vélskóli íslands á 75 ára afmæli á þessu ári. Skól- inn var formlega stofnaður 1915, en aðdragandinn var nokkuð langur. Þótt fyrsti vélbáturinn hafi farið á flot árið 1902, og fyrsti íslenski togarinn hafið veiðar 1905 var það ekki fyrr en árið 1911 að íslensk stjórnvöld ákváðu að koma á fót vélstjórnarfræðslu. Það var síðan árið 1912 að fyrstu lög um vélstjórnarfræðslu tóku gildi. Eftir það má segja að þróunin hafi verið nokkuð hröð. En þótt fræðslunni hafi ekki verið komið á fyrr, höfðu ís- lenskir sjómenn kynnst vél- stjórnun löngu fyrr. Fyrstu ís- lensku vélstjórarnir kynntust starfinu í hvalveiðistöðvum Norðmanna sem hófu hval- veiðar hér við land upp úr 1880. Það var þó varla hægt að tala um innlenda vélstjórastétt fyrr en upp úr aldamótum, eða þegar vélvæðing í sjávarútvegi hófst fyrir alvöru. Þá varð þörfin fyrir vel menntaða vélstjóra mikil, sérstaklega með tilkomu stærri og aflmeiri togskipa og ekki síst eftir stofnun Eimskipafélags íslands, þegar íslendingar eignuðust eigin skip. Eftir að stjórnvöld höfðu tek- ið ákvörðun um að vélstjórnar- fræðslu skyldi komiö á, var hún starfrækt fyrst sem deild innan Stýrimannaskólans í Reykjavík 1912-1914. Það var danski vél- stjórinn M.E. Jessen sem var fenginn til að koma deildinni af stað og veita henni forstöðu. Vélstjóraskólinn í Reykjavík var svo stofnaður, sem fyrr segir, árið 1915 og var tveggja vetra skóli. Jessen var skólastjóri Vélskólans allt til ársins 1955, en þá tók við af honum Gunnar Bjarnason. Um og eftir fyrri heimsstyrj- öldina fór raftækjabúnaður skipa mjög að aukast. Um það leyti opnaðist einnig nýr starfs- vettvangur fyrir vélstjóra þegar virkjun fallvatna hófst hér á landi. Árið 1930 voru samþykkt lög á Alþingi um að stofnuð skyldi rafmagnsdeild fyrir vél- stjóra og rafvirkja, en það var þó ekki fyrr en 1935 að þeirri deild var komið á laggirnar við skólann. Við þessa breytingu lengdist námið um eitt ár og nafni skólans var breytt í Vél- skólinn í Reykjavík. Lengst framan af var skólinn í mikilli húsnæðiseklu og háði það náttúrlega starfsemi hans. Frá 19151930 var einungis kennt í tveimur kennslustofum sem teknar voru á leigu í gamla iðnskólanum við Lækjargötu. Næstu fimmtán árin var hann starfræktur í sambýli við Stýri- mannaskólann í gamla skóla- húsinu við Öldugötu, en árið 1945 fékkst loks almennilegt húsnæði þegar Sjómannaskól- inn á Rauðarárholti var tekinn í notkun. Fyrstu starfsár skólans voru eingöngu kennd bókleg fög, en verkleg kennsla hófst 1952 þegar vélasalur skólans var tekinn í notkun. Sem fyrr segir tók Gunnar Bjarnason við skólastjórastar- finu af M.E. Jessen. Gunnar var skólastjóri frá 1955 til ársins 1971, en þá tók Andrés Guð- jónsson við starfi skólameist- ara. Andrés hefur þó verið við- loðandi skólann mun lengur, því sjálfur lærði hann til vél- stjóra í skólanum og kenndi þar frá 1955. Hann segir mjög mikl- ar breytingar hafa orðið í skól- anum, bæði hvað varðar námsefni og starfshætti skól- ans. Róttækar breytingar hafi orðið á starfseminni árið 1966 þegar mótornámskeið Fiskifé- lags íslands voru sameinuð skólanum, ásamt hluta af iðn- námi vélvirkja. Þá tók námið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.