Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 20
NEYDARBAUJUR MED SJALFVIRKUM Sæmundur Guðvinsson blaöamaður 20 VÍKINGUR RÁÐUNEYTID FYRIRSKIPADI VIÐURKENNINGU FRÁ SÍMANUM Póstur og sími hafa loksins, samkvæmt fyrir- mælum samgönguráðu- neytisins, gefið út bráða- birgðaviðurkenningu fyrir neyðarbaujur með staðsetningarbúnaði. Þessi bráðabirgðaviður- kenning gildir fyrir allar gerðir neyðarbauja sem hafa hlotið slíka viður- kenningu í Evrópu. Þetta brýna öryggismál sjó- manna hefur verið til um- fjöllunar hjá Pósti og síma í liðlega tvö ár og voru samtök sjómanna og björgunaraðila orðin langeyg eftir afgreiðslu stofnunarinnar. Hér er um aö ræöa neyðar- bauju meö sjálfvirkum búnaði sem sendir upplýsingar upp í gervihnött um staösetningu og frá gervihnetti berast boöin til jarðstöðvar. í þeim boöum sem baujan sendir frá sér eru auk staðsetningar upplýsingar um nafn viðkomandi skips. Reynt hefur veriö að reka á eftir afgreiöslu málsins, en lengi vel bar þaö lítinn árangur. Á 34. þingi FFSÍ, sem haldið var í nóvember á síðasta ári, var samþykkt samhljóöa að skora á samgönguráðherra að þá þegar yrði hafist handa við að lögskipa radíóbaujur, sem senda frá sér neyðarmerki á tíðnunum 406 MHz og 121,5 MHz um borð í öll íslensk skip af hvaða stærð sem er. í grein- argerð með samþykktinni segir að móttaka fyrir radíóbaujur á þessum tíðnum sé í gervihnatt- arkerfinu COSPAS - SARSAT. Radíóbauja á tíðninni 406 MHz gefi miklu meiri nákvæmni f staðsetningu og einnig þurfi gervihnettir ekki að vera í sjón- máli við jarðstöðina þegar þeir miði út neyðarmerkið, því gervihnettir geymi neyðar- merkið í minni þar til þeir koma í sjónmál við jarðstöðina. Þegar sjö COSPAS -SARSAT gervi- hnettir verði komnir á loft, verði meðaltími á gervihnetti yfir l's- landi 13 - 14 mínútur. Jarð- stöðvar fyrir gervihnattakerfið séu í Noregi, Englandi, Frakk- landi og Kanada. Einnig var samþykkt ályktun á ráðstefnu um öryggismál sjó- manna, sem haldin var í sept- ember á þessu ári. Þar var því beint til samgönguráðuneytis- ins og Póst- og símamálastofn- unar að hið fyrsta verði lokið athugunum á neyðarbaujum fyrir skip á 406 MHz og síðan settar reglur um að slíkar bauj- ur skuli haföar um borð í skip- um og bátum. Guðjón A. Kristjánsson, for- seti FFSÍ, sagði í samtali við Víking, að þessar neyðarbauj- ur væru gjarnan festar ofan á þak stýrishúss skipa eða á annan stað sem stæði hátt og væri laus við önnur tæki. Ef baujan kæmist í sjó losnaði hún sjálfkrafa og flyti upp. Hún byrj- aði þá að senda til gervihnattar staðsetningu og númer skips- ins. Það væri ekki nema spurn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.