Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 39
þótti skipverjum vænt um þau. Þegar skip komu í höfn var dyttað að stafnslíkaninu sem stundum hafði látiö á sjá eftir átökin við vinda og saltar Ránardætur. Fyrirmyndir að stafnslíkönum voru sóttar í ýms- ar áttir. Einu sinni var til skip sem dró nafn sitt af indjánanum Hiawatha sem er fræg hetja úr kvæði eftir skáldið Longfellow. En i stafni þessa skips var ekki líkan af hetjunni góðu heldur trónaði þar þrifleg indjánastúlka í fjaðurskreyttri skikkju og með friðarpípu í hönd. Goðsagnaverur nutu vinsælda, einkum grískar og rómverskar gyðjur á borð við Zenobíu og Amp- hitrite, oftar en ekki naktar. Sumir útgerðarmenn notuðu tækifærið sem stafnslíkönin gáfu þeim til að lýsa pólitískri afstöðu sinni. Þannig má finna í breskum söfnum stafnslíkön af Gladstone og Disraeli, Garibalda og Abraham Lincoln. Nokkuð skondið líkan er til af Florence Nightingale þar sem fróm ásjóna þessa holdgervings kristilegrar fórnarlundar er sett ofan á íturvaxinn kropp sem styður hendi á mjöðm og gefur ýmislegt í skyn. Sum líkön eru jafnvel af nánustu ættingjum skipstjórans eða útgerðarmannsins. Á skipi frá norðausturströnd Bandaríkjanna var til dæmis líkan af tvíburadætrum skipstjórans. Á öðru skipi er líkan af ráðskonu sem ber heitið Old Goody og veit nú enginn hverjum þessi góða kona þjónaði né hvernig hún verðskuldaði að komast á stefni 174 tonna barkskips frá Sandwich. En hand- bragðiö ber þess vitni að einhverjum hefur þótt vænt um hana. Óþekktir höfundar Stafnslíkönin skreyttu um langan aldur að heita má öll skip, hversu lítilfjörleg sem þau voru. Á átjándu og nítjándu öld blómstraði þessi listgrein og reyndist sú gullöld jafnframt vera svanasöng- urinn. Þegar vélskip úr stáli ýttu seglskipunum til hliðar hurfu stafnslíkönin með þeim. En eins og þessi líkön voru útbreidd þá er lítið sem ekkert vitað um höfunda þeirra. Þeir voru lítt þekktir og greinilegt að það þótti ekki virðulegt né merkilegt starf. Flestir þessara óþekktu lista- manna voru förusveinar sem flökkuðu milli hafn- arborga með hnífa sína og pensla. Margir þeirra höfðu fleiri járn í eldinum. Þeirskáru út og skreyttu ýmsar fígúrur fyrir skemmtigarða, td. hesta í hringekjur, skreyttu kirkjur og vínstúkur. Þessi fjölhæfni hefur sennilega orðið þeim til bjargar jáegar stafnslíkönin lögðust af. Það má gera sér í hugarlund að göngutúr um hafnir evrópskra stórborga fyrir rúmri öld hafi ekki verið ósvipað því að skoða listasafn. Hvarvetna gat að líta margskonar stafnslíkön, siðprúðar smámeyjar í bland við ögrandi og hálfnaktar hisp- ursmeyjar, fræga menn og fínar drottningar, gyðj- ur og gyllta erni. Nú verða menn að fara á sjóm- injasöfn til að kynnast þessari listgrein sem er liðin undir lok-. ÞH endursagði Fyrirmyndir voru sóttar í ýmsar áttir. Þessi sirk- ustrúður skreytti stafn- inn á breska skipinu Harlequin sem hljóp af stokkunum árið 1836. VÍKINGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.