Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 5
ARGREIM Þjóðarsátt hefur verið endurnýjuð og framundan er betri tíð með blóm í haga og drýpur smjör af flestum stráum — að minnsta kosti sumum. Og því er ekki að leyna að skuldugum launþegum bregð- ur nokkuð í brún þegar þeir greiða af- borgun af skuldabréfinu sínu og sjá að skuldin hefur í raun lækkað við afborg- unina. Fæstir hinna yngri hafa áður séð slík fyrirbæri. Þrátt fyrir það heyrast æ oftar og víðar spurningar sem þessar: Hverjir gerðu þjóðarsátt, til hvers og fyrir hverja? Þrátt fyrir að lánin lækki við af- borgun hefur kaupmáttur launapna rýrnað; það vita allir, hvað sem vísitölur segja. Afkoma heimilanna er lakari. Hverjir hagnast þá á þjóðarsátt? Því hefur verið haldið fram að öll lög sem sett eru samfélögum, séu til þess gerð að verja eigur þeirra sem eiga, fyrir hinum sem ekkert eiga. Því hefur líka verið haldið fram að aldrei verði svo frá hnútum gengið að fjáraflamenn finni ekki leið til að hagnast. Og þjóðarsáttin okkar virðist staðfesta nokkuð vel þess- ar fullyrðingar. Innkaupastjórar heimil- anna gera sér fulla grein fyrir því að vöruverð hefur hækkað meira en vísitöl- ur og rauð strik viðurkenna. Ríkið lætur sem því komi ekki þjóðarsátt við og for- ráðamenn þar á bæ haga sér líkast því að þjóðin og hennar bardús sé af allt öðru sauðahúsi en þeir og hækka verð á þjónustu ríkisins og skattana, rétt eins og hér sé óðaverðbólga. Bankarnir eru hörðustu fjáraflastofnanirnar. Vextirnir eru að vísu takmarkaðir, en þeir hafa ótal aðrar leiðir til að bæta sér það upp. Þeir stofna fjárfestingafyrirtæki til að annast hluta af eðlilegri lánafyrir- greiðslu, til þess að ná þannig hærri vöxtum, þeir reka verðbréfamarkaði og greiðslukortafyrirtæki sem þeir raka saman milljörðum króna á, og menn ættu að kynna sér gjaldskrá þessara stofnana. Við, sem vinnum við útgáfu Víkingsins verðum þess daglega vör að allur tilkostnaður við útgáfuna hefur hækkað um 20—25% á einu ári, allt nema launin. Við höfum samt, í nafni þjóðarsáttar, haldið óbreyttu útsölu- verði, en því er ekki að leyna að við vildum gjarnan komast í aðstöðu til að verðleggja okkar útgáfu eins og bank- arnir sína. Ef Víkingurinn væri verðlagð- ur eins og tékkhefti, ætti venjulegt tölu- blað að kosta um kr. 3.200,oo. Þrátt fyrir að miklar brotalamir séu á þessari margnefndu þjóðarsátt, verður að telja að hún sé mjög til bóta frá því sem var. Hinn almenni þegn þjóðarinnar vill láta hana takast og hann hefur lagt talsvert á sig til þess að svo megi verða. En hann getur líka misst þolinmæðina, og gerir það, ef fjáraflamenn virða ekki sáttina, en nýta hana til að mata sinn krók, og skiptir þá ekki máli hvort þeir vinna undir merkjum ríkisins eða við- skipta. Alþingismenn þessarar þjóðar bæta nú hverri silkihúfunni ofan á aðra. Eftir frammistöðu sína við setningu kvótalag- anna í vor, sem varð þeim til háborinnar skammar, eins og fjallað hefur verið um hér á þessum vettvangi fyrr, bæta þeir nú gráu ofan á svart með því að hafa þjóðarsáttina að fíflskaparmálum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn lýsir því óhikað yfir að hann muni eyðileggja þjóðarsáttina, fái hann færi á því. Stjórn- arherrarnir eru engu skárri, þeir svara fullum hálsi af sama ábyrgðarleysi og hóta alls konar loddaraskap til að klekkja á stjórnarandstöðunni. Þjóðin og hagur hennar virðist vera algjört auka- atriði fyrir mönnunum við Austurvöll. Það er orðið fyllilega tímabært fyrir þá að átta sig á að Alþingishúsið er ekki leikskóli fyrir sýndarmenni. Sigurjón Valdimarsson ritstjóri Þjóðar- sátt, til hvers? VÍKINGUR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.