Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 11
VEÐUR, Ó VEÐUR 1? X rostharkan fýldi menn og gott ef orðið draug- fúll er ekki upphaflega komið þaðan sem menn pökkuðu saman og sigldu til Vesturheims. Sá skrítni vísnafugl Kristján Níels Jónsson var einn þeirra sem fluttust úr norðri til vesturs. Einungis átján vetra var hann floginn og átti ekki aftur- kvæmt til íslands. Káinn, eins og hann kallaði sig æ síðan, var kraftaskáld og fór einatt mikinn í strákslegum kveðskap sínum, sérstaklega ef veður átti í hlut: Ég vil bíta og berja fast, brjóta allt og mölva; þetta vítis kuldakast kom mér til aö bölva. Önnur staka Káins er ekki síðari vitnisburður um graman huga vetrarbarns: Mér er hvíldin kærust hér; kæti Skuld mér duldi; ég er fýldur, af því er úti súld og kuldi. Og þar með var Káinn farinn af landi fyrir fullt og fast eins og hundruð nærsveitarmanna. Og þeir urðu fleiri; Stephan G. vandar íslenskri veðráttu ekki kveðjur sínar í þessum vísuorðum: Fúl og hvimleið þykir þér þokan okkar fósturlands — veistu ei, maður, að hún er efasemdir skaparans? Hann er þá sem þú að leita þess hvað veðrið eigi að heita, báða reiti ragur við: rigninguna og sólskinið. Jtr að kemur vissulega ekki á óvart ofan í allt annað að veður setja sterkan svip á islenska Ijóðagerð og hefur svo alltaf verið. Eins og sagði í upphafsorðum þessara skrifa syngur í íslensku veðri, sem er svo ákaft á stundum að jafnað verður til tilkomumestu tónsmíða er þekkjast. Þetta þekkist vitaskuld víðar en á íslandi; veður eru umfjöllunarefni Ijóða um heim allan. En óvíða eru veður samt jafn afgerandi þáttur í þeirri fléttu sem gerir orð að kvæðum og hér meðal íslenskra skálda. Útlendingum bregður einatt við að lesa þann ham sem birtist í hérlenskum kveðskap, en þar bregður svo við að veðrin lýsa tilfinningum. t eður eru persónugerð með einkar sjálfsögð- um hætti hérlendis. Lækir vitna um léttleika, skyggni um hugans stemmningu, ofankoma seg- ir af einsemd, vindur af ótta. Menn eiga jafnvel orðastað við öldur eins og Kristján frá Djúpalæk í kvæði sínu MORGUNBÓL: Ég gekk mig til sjávar og sagði við sjóinn: Hæ, góðan daginn, hvernig hefurðu það? Sæmilegt veður, sólskin. Svafstu vel, eða hvað? En sjórinn leit upp og sagði syfjuðum rómi: Daginn, geispaði súr á svip, ég er með hamrandi hausverk, var rétt að velta út af, þá vakti mig skip. c W^jálfsagt myndu útlendingar ætla skáldið við skál, ef þeir kæmust í þennan kveðskap. íslend- ingum finnst þetta aftur á móti eðlilegt, vita sem er að hugur skáldsins rímar við upplifun landans, sem gengur um á meðal landslags og veðra eins og hvorttveggja væru förunautar, gamlir vinir. Við þekkjum veðrin — og það er vart að nokkuð komi okkur þar lengur á óvart. Næsta kvæði, sem gæti reynst útlendingum næsta torrætt ef ekki beinlínis gaga, er eins og hver annar húsgangur hérlendis. Þetta er ÓLAG Gríms Thomsen: Eigi er ein báran stök. Yfir Landeyjasand dynja brimgarða blök búa sjómönnum grand búa sjómönnum grand, magnast ólaga afl — einn fer kuggur á land. VÍKINGUR 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.