Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 25
VÍKINGUR minnsta kosti varð ég aldrei vör við það. Auðvitað var eitthvað um að menn væru að smygla einhverju smávegis, svona til þess að drýgja tekjurnar enda ekki hátt kaupið á þes- sum skipum. Veistu hvað ég fékk útborgað í grunnlaun fyrir febrúar á þessu ári? Fjörutíu og átta þúsund krónur. Jú, þetta er alveg dagsatt! Svo bætist náttúrlega yfirtíðin ofan á, það munar langmest um hana.“ Valdís á erfitt með að gera upp á milli skipanna sem hún hefur verið á. Samt talar hún með einkennilegum söknuði um Eyrarfoss, þar sem hún var á árunum 1980 til 1988. Einkennilegum söknuði, já, því Eyrarfoss var víst algjör korktappi. Eftir fyrsta túrinn var ég öll lemstruð á olnbogunum „Já, hann valt alltaf, jafnvel í dauð- um sjó. Og þegar eitlhvað var að veðri var hann kominn í 49 gráðu halla á stundinni. Eftir fyrsta túrinn var ég öll lemstruð á olnbogunum af því ég þurfti að beita þeim til að halda jafn- vægi þegar ég var að þjóna í öllum veltingnum. Og þegar við komum í höfn sögðu strákarnir: Jæja, ætlarðu ekki að hætta núna, Valdís? Ég varð alveg steinhissa. Þá sögðu þeir mér að engin þerna hefði enst nema einn túr. Nei, veistu að ég er alveg sátt við að koma í land. Maðurinn minn heitinn var sjóveikur alla sína tíð en ég slaþþ alveg. Ég hélt nú ekki að ég ætlaði að gefast upp. Og ég var í átta ár og kunni bara ljómandi vel við mig.“ Ég veit ekki hvað sjóveiki er En varstu þá aldrei sjóveik? „Aldrei. Maðurinn minn heitinn var sjóveikur alla sína tíð en ég slapp alveg. Ég veit ekki hvað sjóveiki er. Hinsvegar kann ég ágæt ráð við sjóveiki, sjáðu til. Þegar nýir strákar byrja þá reyni ég alltaf að hjálpa þeim ef þeir eru lasnir. Þá segi ég þeim að borða hafragraut á morgnana. Já, ég lét líka krakkana mína gera þetta þegar þau komu með mér í túra. Svo er líka mjög gott að borða ristað brauð á morgnana og drekka te með.“ Ég er alveg sátt við að koma í land Þá vitum við það. Valdís gekk frá borði í apríl. Saknar hún sjávarins? „Nei, veistu að ég er alveg sátt við að koma í land. Þetta er orðinn langur tími, 30 ár, og ég orðin sjötug. Ég á níu barnabörn og tvö barnabarnabörn. Það er kominn tími til að ég fari að haga mér eins og venjuleg amma og langamma!“ En svo eins og laumar langamman út úr sér: „En ég fæ nú að fara túr og túr...“ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.