Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Síða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Síða 44
VÍKINGUR mennsku og öryggi þeirra sem vinna um borð í skipum. „ Eru sjómenn skyldaðir til að sækja námskeið hjá Slysavarnaskólanum? „Það fer að skella á innan skamms að sjómenn verði skyldaðir til að klára námskeið til að fá lögskráningu. Það var ákveðið með lögum um skólann frá 1991 og þau taka gildi um áramót. Þaðan í frá verða allir skipstjórnar- menn að hafa lokið námskeiði til að hljóta lögskráningu á skipin. Aðrir sjómenn fá lengri frest en þeir verða að hafa lokið námskeiðum fyrir lok ársins 1996. Það að skylda sé komin á er ekki nóg. Skólinn hefur starfað í tíu ár og þeir sjómenn sem komu einu sinni á námskeið fyrir tíu árum eru náttúru- lega fyrir löngu orðnir ryðgaðir í fræðunum. Það er þess vegna skoðun mín að gera eigi kröfu um endur- menntun sjómanna, ekki sjaldnar en á fimm ára fresti. Ef við ætlum að vinna að auknu öryggi sjómanna þá verður að gera það með þessum hætti. Eitt námskeið dugar mönnum ekki fyrir lífstíð, það er af og frá, því tæki, tækni og aðferðir eru síbreytilegar frá ári til árs.“ Eru haldin próf við lok hvers nám- skeiðs? „Það eru engin próf, við gerum bara kröfu um fulla mætingu, öðruvísi fá menn ekki skírteini, og eins er reynt að tryggja að menn fylgist með. En haldi rnenn að þetta sé á léttu nótunum hjá okkur þá er það mikill misskiln- ingur. Við höfum, sem betur fer, ekki lent í því að neita mönnum um skír- teini. Margir sjómenn líta svo á að skóli hljóti að hafa próf og hugsanlega hefur það orðið til þess að einhverjir hafa verið ragir við að koma á nám- skeið. Þeir búast líklega við að þurfa að lesa þessi ósköp. Kennslan byggist að stærstum hluta á fyrirlestrum og verklegum æfingum þar sem hver og einn stjórnar sinni eigin getu. Treysti menn sér t.d. ekki í einhvern hluta æfinganna þá eru þeir bara látnir fylgjast með.“ Geturðu nefnt mér dœmi um þœr æfingar sem menn fara í gegnum um borð í Sæbjörgu ? „Það eru reykköfunaræfingar, slökkviæfingar og almennar sjóæfing- ar. Menn eru látnir fara í sjóinn í flot- búningum, líka í gúmmíbjörgunarbáta og þeim síðan hvolft. Hlutverk sjó- mannanna er svo að reyna að rétta þá við á nýjan leik. Við erum einnig með þyrluæfingar enda eigum við hjá Slysavarnafélag- inu gott samstarf við Landhelgisgæsl- una. Hún spilar stóran þátt í nám- skeiðum okkar, sér í lagi þyrlan hennar. Þyrlubjörgunaræfingar eru ekki gerðar öðruvísi en að fá þyrlu á svæðið.“ Hversu margir hafa lokið námskeiði í skólanum frá stofiiun hans fyrir tíu árum ? „Það eru yfir tíu þúsund manns sem hafa lokið námskeiði frá upphafi. Að meðaltali sækja um þúsund sjómenn námskeið á ári. Við þetta er þó það að athuga að margir hafa lokið fleiru en einu námskeiði og dæmi eru um aðila sem komið hafa oftar en tvisvar eða þrisvar á námskeið. Við höfum heyrt það frá sjómönnum sem hingað hafa komið nokkrum sinnum að þeir séu alltaf að læra eitthvað nýtt. Þess vegna vil ég árétta nauðsyn þess að menn láti ekki lengri tíma en fimm ár líða á milli námskeiða. Það er algjört há- mark. Talið er að það séu um sex jtúsund og fimm hundruð sjómenn á Islandi. Það er mín tilfinning að enn séu um fimmtán hundruð til tvö þúsund sjó- menn sem ekki hafa komið á nám- skeið. Úr því þarf að bæta en með til- komu skyldunámskeiða þarf að bæta aðstöðu hér og auka mannafla, því eins og staðan er í dag ráðum við ekki við að taka við fleiri nemendum.“ Það er þá ekki svo að skóli sem þessi geti orðið óþarfur, að hann hafi ekki neitt nýtt fram að fœra og ekki fleiri nemendum að kenna? „Detti mönnum það virkilega í hug að svona skóli geti orðið óþarfur þá verð ég bara að spyrja hvernig standi á öllum þessum sjóslysum? Það slasast að meðaltali tíu sjómenn í hverri einustu viku, það segir alla söguna. A 44

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.