Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Side 22
Gunnar Guðmundsson hefur stundað sjóinn í Bandaríkjunum í þrjátíu og fiinm ár eða allt írá því að hann var í vitlausu veðri á Halanum og heyrði af því að það vantaði sjómenn í Ameríku. Hann hefur stundað farmennsku og fiskirí, gert út sín eigin skip og unnið hjá öðrum. Hér rekur hann sjómannsævi sína. knaði í kaífi aði í Ameríku „Ég var á Agli Skallagrímssyni í vitlausu vetrarveðri á Halanum. Eina vaktina vaknaði ég og fór fram til að ná í kaffi. Þar heyri ég Þórhall skipsfélaga minn tala um frœnda sinn sem vanti menn til að fara á sjó í Ameríku. Eg sá fyrir mér pálmana í Flórída og endalausa sól. Eitt- hvað annað en kuldann og brælurnar á Halanum. Þegar túrnum lauk labbaði ég upp á bryggju og hitti frœndann, Guðmund Guðmundsson á Dettifossi. Hann segir að þeir séu að fara til New York um kvöldið og hvort ég sé ekki til. Éghéltþað nú ogfór, “segir Gunnar Guðmundsson sem hefur verið sjómaður í Ameríku síðan eða í 35 ár. Eiginkonan, Gerður Lúðvígsdóttir, og synirnir tveir, Guðmundur og Lúð- víg, þá 10 og 11 ára, urðu eftir heima og fóru vestur þremur árum síðar þegar Gunnar var búinn að koma sér fyrir. Þrátt fyrir þessa löngu útivist heldur hann íslenskunni undravel og ekki annað hægt en dást að því. Gunnar vill samt lítið gera úr því og finnst aðdáun blaðamanns á íslenskukunnáttunni frekar undarleg. „Maður þarf ekki að tapa málinu þótt maður flytji til útlanda,“ segir hann hneykslaður. Gunnar er 65 ára að aldri, fæddur og uppalinn í Vesturbænum í Reykjavík. Hann hefur sjómannsblóð í æðum því pabbi hans var togarasjómaður allt sitt líf, afarnir báðir voru sjómenn og móð- urbróðir hans, Guðmundur Thor- lacius, var á sjó í áratugi og er nýhættur að vinna eftir sjötíu ára starf á sjó og í landi. Guðmundur byrjaði á skútu tíu ára þegar faðir hans dó. Það vildi eng- „Skipstjórinn var norskur og hann benti okkur á að fara norður aftur þvíþar vœru veiðarnar líkar því sern við þekktum. Pað var frá litlu að hverfa því við fiskuðum varla fyrir bjár. “ inn á sveitina svo það var lítið annað að gera en koma sér í plássið í stað föður- ins. Á ENDANUM VAR KOMIÐ SNARVITLAUST VEDUR „Ég var fjórtán ára þegar ég fór fyrst á sjó. Ég á tvo bræður en hvorugur þeirra lagði sjómennskuna fyrir sig. Reyndar sýndi annar þeirra, Þorgeir, burði í þá átt og var alltaf að suða í mér að fá að fara með. Þegar hann var tíu ára átti ég bát sem ég gerði út á snurvoð. Til að losna við helvítis nuddið í honum leyfði ég honum einu sinni að koma með. Við fórum út í fínasta veðri en á heimleiðin- ni bætti smám saman í og á endanum var komið snarvitlaust veður. Ég veit ekki enn hvort báturinn fór hring eða hvað, en allt í einu stóð ég í sjó upp undir hendur í stýrishúsinu. Allt lauslegt var farið fyrir borð en Iitli bróðir hélst inni og minntist ekki á sjóferð aftur. “ Gunnar byrjaði sjómennskuferilinn sem hjálparkokkur á Belganum gamla með Aðalsteini Pálssyni skipstjóra. Kokkur var Halldór Kærnested, faðir Guðmundar skipherra. „Þá byrjaði maður klukkan sex á morgnana að eltast við mýsnar sem voru um allt. Eldhúsið var uppi á dekki aftast í keisnum en tveir borðsalir niðri í káetu. Við endann á stiganum niðri var búr og þar þvoði ég upp. Enginn var vaskurinn heldur var þvegið upp úr einni skolpfötu 22 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.