Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Side 15
Sigurður Rögnvaldsson er yfirvélstjóri á Akureyrinni. Hann á vélsleða og reynir að nota hann í fríum Ekki heppil Siguröur er ahugamaður um vélsleðaakstur og reynir að komast sem oftast á sleðann. sleða og á einn slíkan, Arctic Cat ext. Þetta er annar sleðinn sem Sigurður á. Hann segir sleðaáhugann ekki heppilegan fyrir fjölskyldur, en hefur hann reynt að fá fjölskylduna með? „Konan fer á sleða. Við byrj- uðum í þessu saman en það hefur dregið úr því eftir að börnin komu, það er erfiðara að fara með þau á sleða.“ Sigurður segist ekkert hafa farið á sleðann í vetur, hafi ekki hreyft hann síðan i júní í fyrra. „Það hefur ekki verið gott færi í styttri ferðir, en ég hef heyrt að það sé gott færi suður á há- lendinu. Þær ferðir eru hins vegar lengri og kosta meiri tíma. Ég hef farið nokkrar lang- ar ferðir á hálendið og jöklana og eins á Strandir. Þetta er mjög skemmtilegt." Það er ekki nóg að eiga sleða, það þarf líka jeppa og kerru. Sigurður á allt þetta og eins er hann með GPS á sleð- anum. Hann segir úthaldið allt kosta rétt um eina milljón. „Þegar börnin eru komin á þann aldur að þau geta keyrt sjálf - og ef til er fullt af pen- ingum til að setja sleða undir hvern rass - þá getur fjölskyld- an sameinast í þessu tóm- stundagamni. Ég er með það ung börn að það getur ekki orðið strax.“ Sigurður er ekki með fleiri bakteríur. „Ég hef látið vélsleð- ann duga. Kannski væri heppi- legra að hafa áhuga á golfi, þá væri hægt að skreppa dags- part! Það sem ég sækist eftir á sleðanum er að geta ferðast yfir stórt svæði í einu og komið á staði sem erfitt er að komast á öðruvísi. Það eru góð svæði í ná- grenni Akureyrar sem hentugt er að skjótast á og það er nokkuð um sjómenn hér sem eiga sleða. Það er gott að hafa hobbí og við sem erum með sleðadellu gerum fleira en að ferðast. Undirbúningurinn fyrir ferðir er mikill og hann er óneit- anlega hluti af þessu öllu.“ ■ „Ég er með sleðadellu, það er ekki hægt að segja annað. Þetta áhugamál hentar þó ekki vel fjölskyldulífi, passar ekki al- veg. Fjölskyldan getur ekki verið saman í þessu,“ sagði Sigurður Rögnvaldsson, en hann er áhugamaður um vél- Hjónakornin Ída Bergmann og Leif Halldórsson frá Patreksfirði mála bátinn á meðan þau bíða eftir smiðjukarlinum, en þau eru að gera klárt fyrir snurvoðina. SjÓMANNABLAÐIÐ VlKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.