Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Blaðsíða 34
Sigrún B. Ólafsdóttir Lrfeyrismál sjómanna Margt hefur verið rætt og ritað um lífeyrismál sjómanna undanfarin ár og mikið af því verið af hinu góða, hins vegar tel ég að það sé löngu tíma- bært að taka lífeyrismálin til endurskoðunar. Það er því miður alltof algengt að sjómenn hafi enga hugmynd um hvernig lífeyrismál þeirra standa og halda að allt sé í bara í fínasta lagi, en því miður er ekki alltaf svo. Eins og ailir sjómenn vita eru þeir skyldug- ir til þess að greiða í Lífeyrissjóð sjómanna, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þar á bæ ríkir svokaiiað stigakerfi, þar sem launamenn safna stigum og fer lífeyrisgreiðslan í eilinni eftir því hversu mörgum stigum viðkomandi hefur safnað. Á árinu 1995 þurfti Iaunamað- ur að greiða 58.418 krónur til að öðlast eitt stig og fyrir þetta stig fékk hann 839 krónur greiddar í ellilífeyri á mánuði. Hafa ber margt í huga þegar ellilífeyrir er annars vegar. Það þarf að hugsa um hvað verður um eiginkonu og börn ef viðkomandi fellur frá, hvort fjölskyldan geti lifað á þeim ellilífeyri sem henni er ætlaður og svo fram- vegis. f velflestum tilvikum þegar um sjó- menn er að ræða eru eiginkonur þeirra heimavinnandi og greiða þar af leiðandi ekki í neinn lífeyrissjóð og eru algjörlega upp á eiginmennina komnar hvað peninga varðar. Eflaust hafa margir velt því fyrir sér hversu mikið þeir fá til baka afþví sem greitt er í líf- eyrissjóði, enda ekki skrítið þegar horft er til þess hversu mikla peninga lífeyrissjóðirnir bruðla með á ári hverju. Það hlýtur að segja sig sjálft, að þegar lífeyrissjóður getur lánað flugfélagi 90 milljónir króna eins og ekkert sé, þá er eitthvað mikið að. Sjómenn geta farið á ellilífeyri þegar þeir eru orðnir 65 ára skv. lögum um Lífeyrissjóð sjómanna, en þekkir þú, lesandi góður, marga sjómenn sem hafa haft heilsu til að stunda þessa vinnu í svo mörg ár? Að undan- skildum skipstjórum og kokkum þekki ég tæplega nokkurn að frátöldum nokkrum mönnum sem hafa verið ráðnir sem messar á stærri frystitogarana. Ég get ekki ímyndað mér að sú tilhugsun lokki marga. Ekki er tek- ið tillit til þess að sjómenn hafa í fæstum til- vikum heilsu til að stunda sjóinn fram að þessum aldri. Það er ekki hægt að miða sjó- menn við skrifstofufólk hvað þetta varðar; það verður að taka tilllit til þess hvernig vinna viðkomandi leikur líkamann. Til að sjómenn fái betri innsýn í lífeyris- málin ætla ég að leggja fyrir ykkur tvö dæmi, annars vegar um sjómann sem greiðir í Líf- eyrissjóð sjómanna og hins vegar um sjó- mann sem greiðir sömu fjárhæð í svokallaðan eftirlaunasjóð. í báðum dæmum er tekið mið af þrítugum manni sem greiðir í sjóðina þar til hann nær 65 ára aldri. Árstekjur eru þrjár og hálf milljón fyrir skatta og gjöld. Útreikn- ingar eru miðaðir við þær forsendur sem nú eru í gildi. Lífeyrissjóður sjómanna: Heildargreiðslur sjómannsins á þessum árum, að meðtöldu mótframlagi atvinnurek- enda, eru 12.250.000 krónur, en það sam- svarar 209,70 stigum. Þessi stig veita 175.938,30 krónur í ellilífeyri á mánuði þar til hann deyr. Fram að 70 ára aldri greiðir hann tekjuskatt af allri fjárhæðinni, 73.770,93 krónur, en þá á eftir að draga af persónuafsláttinn, 24.544 krónur, og fær hann því útborgaðar 126.711,37 krónur á mánuði. Eftir 70 ára aldur greiðir hann hins vegar tekjuskatt af 85% af lífeyrisgreiðslun- um, en þá lítur dæmið svona út; grunnlífeyr- irinn breytist ekkert og verður því áfram 175.938,30 krónur, af því eru 15% skatt- frjáls, eða 26.390.75. Af mismuninum, 149.547.55, greiðist svo tekjuskattur 41,93%, eða 62.705,29 krónur, svo dregst persónuafslátturinn frá eða 24.544. Alls fær hann því útborgað eftir skatta 164.167.76 krónur á mánuði. 34 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.