Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Blaðsíða 43
vikum. Það var því ekkert annað fyrir mig að gera en að selja þetta litla sem ég hafði í kvóta og ég fékk 5 tonn í uppbót vegna skerðingar- innar. Reglurnar voru gerðar afturvirkar um þrjú ár, sem þýddi að kvótaúthlutun var byggð á veiðireynslu yfir þann tíma. Fyrsta árið af þessum þremur var minn bátur ekki til og hann fór seint á öðru ári á flot, en þá var ég að byrja og kunni ekki neitt. Eg fór út í þessa útgerð af því ég átti, eftir upplýsingum og fullyrðingum embættismanna sjávarút- vegsins að dæma, að vera öruggur um að fá að halda þessum 100 tonnum. Það var eldei talað um að ég þyrfti að afla mér veiðireynslu, hefði ég vitað það þá hefði ég náttúrulega ráðið til mín vanan mann til að sópa reynslu inn á bátinn. Eg fór hins vegar út í þessa útgerð í góðri trú, ætlaði að læra á bátinn og veiðiskapinn í rólegheitum, en það hefði ég auðveldlega getað gert á einu ári. Ég var bara skorinn á háls og tapaði alei- gunni. Ríkið tók kvótann, vinnuna og lífsviðurværið en það tók ekki skuldirnar. Mér þótti það skrýtið að litla pennastrikið frá ráðuneytinu gæti ekki dugað á skuldirnar líka. Ég reyndi að klóra í bakkann, skrifaði ráðuneytinu margsinnis og sömuleiðis umboðsmanni Alþingis. Eftir tveggja ára bið eftir svörum frá umboðsmanni fékk ég 13 vélritaðar blaðsíður frá honum sem lauk með „Áður en þetta varð höfðu þeir fengið hringingar frá vissum aðilum í bænum þar sem hótað var að þessi bátur yrði látinn hverfa á einhvern hátt. Ég hafði upp- lýsingar um þessar hringingar og lög- reglan staðfesti það. En það dugði ekki til þess að viðkomandi yrðu teknir til yfirheyrslu og spurðir spj örunum úr.“ þeim orðum að það væri ekki í verkahring umboðsmanns að skipta sér af störfum Alþingis. Og ég sem í barnaskap hélt að það væri eina starfþessa embættis að skipta sér af störfum Alþingis! Þetta bréf staðfesti það sem þeir höfðu sagt mér hjá Landssambandi smábátaeigenda að umboðsmaðurinn væri ekkert annað en strengjabrúða.“ Fengu að vera áfram á krókaleyfi „Á sama tíma og ég lenti í mínum vand- ræðum vissi ég um tvo báta sem voru alveg nákvæmlega eins og minn þannig að hefði ég límt yfir nafnið á þeim hefði enginn í ráðu- neytinu getað greint minn bát frá þeirra. Þessir tveir bátar fengu að vera áfram á króka- leyfi og eru það enn. Ég spurði ráðuneytis- menn hvernig stæði á þessari mismunun og fékk þetta svar: „Fyrirgefðu, þetta voru mis- tök.“ Ég mátti ekki fiska meira á minn bát en ég mátti smíða tíu nýja báta eins og ég var á eða eins marga og ég vildi, bara ef ég minnkaði lúkarinn um einn metra og dekkið um einn. Þá eru þeir orðnir svo hættulegir til sjósóknar að ég veit um nokkur dæmi þess að svona bátar hafa sokkið. Það virðist vera stefna stjórnvalda í dag að drekkja nógu mörgum sjómönnum. Maður getur ekki skilið þetta öðruvísi. Auðvitað er maður bitur, því þegar þetta var var ég tæplega þrítugur maður og vildi gera eitthvað gott. Halldór Asgrímsson var sjávarútvegsráð- herra á þessum tíma. Hann lét breyta regl- unum árið 1990 og Þorsteinn Pálsson hélt sömu stefnu áfram eftir að hann gerðist sjávarútvegsráðherra. Ég hef alltaf verið hægrimaður en ég er ekki samþykkur þeirri stefnu sem þeir hafa mótað gagnvart smá- bátaeigendum. Þorsteinn Pálsson sagði eitt sinn þá frægu setningu í sjónvarpsviðtali að smábátaveiðar væru afturhvarf til miðalda. A SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.