Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Síða 7
við Sjómannaskólann. Saga skólans ogþeirra sem þar hafa lœrt og numið er einnig hluti afsögu FFSI. ískólastjóratíð minni, síðan 1981, hefi ég œtíð fund- iðþann ómetanlega stuðning sem Farmanna- og fiskimannasamband Islands hefur veitt Stýrimanna- skólanum, beint og óbeint. Bestfann égþennan stuðningá 100 ára afhiíeli Stýrimannaskólans árið 1991, þegar firamlag Far- manna- ogfiskimannasambandsins og aðildarfélaga sambandsins gerði Stýrimannaskólanum kleift að minnastþeirra tímamóta í sógu sjómannamenntun- ar á íslandi með þeirri reisn sem skylt var.Far- manna- ogfiskimannasambandið hefur ekki aðeins haldið vöku sinni í menntunarmálum sjómanna, heldur einnig stutt við bakið á öllum framfaramál- um í sjávarútvegi og siglingum. Um þetta vitna margar ágœtar greinar í Sjómannablaðinu Víkingi, málgagni FFSÍ, um öryggis- mál, tœkninýjungar og annað sem snýr að siglingum og sjó- mennsku. Mér er t.d. ífersku minni þegar FFSl'gekk fratn fyrir skjöldu árið 1968 ogstofnaði almenningshlutafélagið Uthaftilþess að smíða og reka fullkominn verksmiðjuskuttogara tilfiskveiða í út- hafinu. Takmarkið var endurreisn togaraflotans, sem var orðinn gamall og úreltur, með nýtísku skuttogurum, sem allar fiskveiði- þjóðir við Atlantshaf höfðu þá fengið. Hugmyndin var að íslend- ingar gætu stundað fiskveiðar sem víðast um heimshöfin oghefðu þarforystu en þá voru íslendingar nœrri búnir að missa af lestinni með áratuga hefð og reynslu af togveiðum á djúpmiðum. Heilla- drjúgt hefði verið að afla íslendingum þá strax veiðireynslu og rétt- inda ájjarltegum miðum, en margarþessar hugmyndir hafa þó rast öllum til hagsœldar. Nú eins ogþá, er Farmanna ogfiskimannasamband íslands var stofhað, eru hvarvetna verkefhi til eflingar menntun sjómanna, út- vegi ogsiglingum IsLendinga. Hér má t.d. nefna endurheimt allra kaupskipa í eigu Islendinga, sem sigla undir erlendum þœgindafán- um aftur undir íslenskan fána, mannaðan íslenskum sjómönnum. Megi FFSl' verða íslenskum sjómönnum, iltvegi ogsiglingum brjóstvörn til nýrrar sóknar ogfiamfara á nœstu áratugum og nýrri öld. Það er enn í fullu gildi sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi borgarstjóri ogforsætisráðherra, sagði í tilvitnaðri rœðu: — Fisk- veiðar og siglingar urðu eigi aðeins grundvöllur að efhalegri hag- sældþjóðarinnar, heldur einnig afl og orkugjafi til nýrra dáða, framtaks og sjálfitrausts. — Égsendi Farmanna— ogfiskimannasambandi íslands og öllum aðildarfélögum sambandsins árnaðar- og heillaóskir í nafhi Stýri- mannaskólans í Reykjavík. Guðjón Ármann Eyjólfison skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík. SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.