Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 8
Ég vil byrja á aðflytja Farmanna- ogfiskimannasambandi íslands hamingjuóskir á merk- um tímamótum. 160 ár hefur sambandið staðið vaktina og látið sigflest varða er snýr að íslenskum sjávarútvegi og hagsmunum félagsmanna sinna. Það er þannig í okkar þjóðfélagi að samráð um stórt og smáttþykir vera mjög af hinu góða, þóttþrýstingur hagsmunahópa, eins ogþað stundum er kallað hafi á sér neikvœðan blœ. Það er því vandratað meðalhófið. Ég lít svo á aðþað séu forréttindi sjávarútvegsráðherra að geta ráðgast við öflug samtök í sjávarútvegi um starfiumhverfi atvinnugreinarinnar. A byrg fiskveiðistjórnun oggóð umgengni við nytjastofna sjávar er lykilatriði varðandi nýt- ingar fiskveiðiauðlindarinnar. Varðandi hvort tveggja bera stjórnendur fiskiskipa mikla ábyrgð. Þrír fjórðu hlutar allra farmflutninga okkar með skipum munu raunar vera sjávar- afurðir, þannigað sú starfiemi er einnig með óbeinum hœtti veigamikillþátttakandi í nýt- ingu sjávarauðlindanna. Ollum sem leiða hugann að hlutverki skipstjórnarmanna verður að vera Ijóst aðþeir stýra undirstöðueiningu í efnahagskerfi okkar og tilþeirra eru gerðar miklar kröfur. Sú reynsla og þekking sem skipstjórnarmenn búayfir er því ómetanleg. Það vita þo allir sem fýlgst hafa með málum að Farmanna— ogfiskimannasambandið og sjávarútvegsráðherra hafa ekki alltafverið sammála, en alls ekki alltaf ósammála heldur. Þau samskipti hafa verið hreinskiptin, vinsamleg og uppbyggileg. Égá mér þá von áþessum tímamótum að svo megi áfram verða og árna samtökunum heilla á þessum tímamótum með óskum um fiekari vöxt og viðgang. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.