Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 14
Skipstjórar og stýrimenn á farskipum sameinast í eitt félag Mun skynsamlegar fyrir okkur að starfa saman - segir Kristján Sveinsson formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags íslands „Það er búið að vera nokkuð lengi á döfinni að sameina fé- lögin og ein 12 ársíðan fyrst var farið að ræða sameiningu. Það var þó ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem það komst skriður á málið. Þá var sam- þykkt í báðum félögunum að reyna þetta og af formlegri sameiningu varð þann 31. maí síðast liðinn," sagði Kristján Sveinsson formaður Skip- stjóra- og stýrimannafélags ís- lands í samtali við blaðið. Það þótti tíðindum sæta þegar tvö gömul og rótgróin stéttarfélög sjómanna voru sameinuð í eitt með samein- ingu Stýrimannafélags íslands og Skipstjórafélags íslands. Hartnær 80 ár voru þá liðin frá stofnun Stýrimannafélagsins og liðlega 60 ár frá því Skipstjóra- félagið var stofnað. Kristján segir einfalda ástæðu liggja að baki sameiningarinn- ar: „Það hefur orðið svo mikil fækkun í far- mannastéttinni að það er mun skynsamlega fyrir skipstjóra og stýrimenn að starfa saman í einu félagi. Héðan voru gerð út um 60 kaupskip og varðskip fyrr á árum en þau eru ekki nema um 20 í dag. Auk þess hefur fækkað í áhöfn. Áður voru flest skip með þrjá stýrimenn um borð en núna bara með tvo. Þessar stéttir eiga mjög margt sameiginlegt en það er ekkert sem stíar þeim í sundur. Á öðr- um Norðurlöndum sameinuð- ust þessi félög fyrir nokkuð mörgum árum. Við vorum því orðnir á eftir tímanum og sam- einingin var samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta í báðum félögunum," sagði Kristján. Skrifstofa Skipstjórar- og stýrimannafélagsins er að Borgartúni 18 þar sem félögin voru áður með skrifstofur. Starfsmenn félagsins eru Guð- laugur Gíslason, sem var fram- kvæmdastjóri Stýrimannafé- lagsins og Helga Jakobsdóttir sem fór fyrir skrifstofu Skip- stjórafélagsins. Efnt hefur verið til samkeppni um gerð merkis fyrir Skipstjóra- og stýrimannafélagið. Við sameininguna voru félagsmenn beggja fé- laganna samtals 316 talsins. Af þeim eru hins vegar ekki starfandi nema 136 skipstjórar og stýrimenn á kaupskip- um, ferjum og varðskip- um, að sögn Kristjáns. „Hið sameiginlega fé- lag mun áfram vinna að hags- munum sinna manna. Kjara- baráttan tekur engan enda hjá okkur frekar en öðrum,“ sagði Kristján Sveinsson formaður. Hann starfaði lengi sem skip- stjóri, síðast á björgunarskipinu Goðanum. ■ Fulltrúar á stofnfundi HINS NÝJA FÉLAGS 14 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.