Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 14
Skipstjórar og stýrimenn á farskipum sameinast í eitt félag Mun skynsamlegar fyrir okkur að starfa saman - segir Kristján Sveinsson formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags íslands „Það er búið að vera nokkuð lengi á döfinni að sameina fé- lögin og ein 12 ársíðan fyrst var farið að ræða sameiningu. Það var þó ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem það komst skriður á málið. Þá var sam- þykkt í báðum félögunum að reyna þetta og af formlegri sameiningu varð þann 31. maí síðast liðinn," sagði Kristján Sveinsson formaður Skip- stjóra- og stýrimannafélags ís- lands í samtali við blaðið. Það þótti tíðindum sæta þegar tvö gömul og rótgróin stéttarfélög sjómanna voru sameinuð í eitt með samein- ingu Stýrimannafélags íslands og Skipstjórafélags íslands. Hartnær 80 ár voru þá liðin frá stofnun Stýrimannafélagsins og liðlega 60 ár frá því Skipstjóra- félagið var stofnað. Kristján segir einfalda ástæðu liggja að baki sameiningarinn- ar: „Það hefur orðið svo mikil fækkun í far- mannastéttinni að það er mun skynsamlega fyrir skipstjóra og stýrimenn að starfa saman í einu félagi. Héðan voru gerð út um 60 kaupskip og varðskip fyrr á árum en þau eru ekki nema um 20 í dag. Auk þess hefur fækkað í áhöfn. Áður voru flest skip með þrjá stýrimenn um borð en núna bara með tvo. Þessar stéttir eiga mjög margt sameiginlegt en það er ekkert sem stíar þeim í sundur. Á öðr- um Norðurlöndum sameinuð- ust þessi félög fyrir nokkuð mörgum árum. Við vorum því orðnir á eftir tímanum og sam- einingin var samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta í báðum félögunum," sagði Kristján. Skrifstofa Skipstjórar- og stýrimannafélagsins er að Borgartúni 18 þar sem félögin voru áður með skrifstofur. Starfsmenn félagsins eru Guð- laugur Gíslason, sem var fram- kvæmdastjóri Stýrimannafé- lagsins og Helga Jakobsdóttir sem fór fyrir skrifstofu Skip- stjórafélagsins. Efnt hefur verið til samkeppni um gerð merkis fyrir Skipstjóra- og stýrimannafélagið. Við sameininguna voru félagsmenn beggja fé- laganna samtals 316 talsins. Af þeim eru hins vegar ekki starfandi nema 136 skipstjórar og stýrimenn á kaupskip- um, ferjum og varðskip- um, að sögn Kristjáns. „Hið sameiginlega fé- lag mun áfram vinna að hags- munum sinna manna. Kjara- baráttan tekur engan enda hjá okkur frekar en öðrum,“ sagði Kristján Sveinsson formaður. Hann starfaði lengi sem skip- stjóri, síðast á björgunarskipinu Goðanum. ■ Fulltrúar á stofnfundi HINS NÝJA FÉLAGS 14 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.