Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 16
Rannsóknar- og starfsáætlun Hafrannsóknarstofnunar til 2001 Vona rænu fjármagna - segir Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar „Það liggur kannski ekki al- veg fyrir í smáatriðum hvernig staðið verður að fjármögnun starfsáætlunar okkar til ársins 2001. En við bara treystum því að menn líti á þetta sem mjög mikilvægar rannsóknir og ís- lendingar hafi rænu á að standa að þeim. Ég er í sjálfu sér ekki svartsýnn á að fjár- magn fáist. Miðað við aðrar rannsóknarstofnanir höfum við bjargað okkur furðu vel,“ sagði Jakob Jakobsson forstjóri Haf- rannsóknarstofnunar í samtali við blaðið. í Rannsóknar- og starfsá- ætlun stofnunarinnar 1997- 2001 er vikið að kostnaði og fjármögnun. Rekstrarkostnað- ur Hafrannsóknarstofnunar var 802 milljónir króna árið 1995 á verðlagi þess árs. Rikisframlag var þá 629 milljónir króna. Vakin er athygli á, að l'slend- ingar verja 0,5-1 % af verð- mæti útfluttra sjávarafurða til haf- og fiskirannsókna, en sjávarafurðir hafi undanfarin ár verið á bilinu 70-80% af vöru- útflutningi okkar. Árið 1992 voru verðmæti landaðs sjávar- afla fslendinga um 48 milljarð- ar króna. Til hafrannsókna var þá varið um 650 milljónum, eða um 1,5% og hlutfallið lítið breyst síðan. Til samanburðar vörðu Norðmenn, sem oft er talið eðlilegt að miða við í þessu sambandi, um 4,1 % (2,3 milljarða íslenskra króna) af verðmæti landaðs afla til systurstofnunar Hafrannsókn- arstofnunar árið 1992, um 3,5% ef rannsóknir tengdar fiskeldi eru ekki taldar með. Bent er á að starfsemi Haf- rannsóknarstofnunar er og verður fyrst og fremst miðuð við þarfir sjávarútvegsins í heild. Því sé nauðsynlegt að samtök hans styðji rannsókn- arstarfsemina með beinum fjárframlögum í rannsóknar- sjóð ætluðum til haf- og fiski- rannsókna. Með því móti gæti atvinnugreinin stutt eða kostað að meira eða minna leyti þau verkefni hafrannsókna sem sjávarútvegurinn teldi nauð- synleg og áhugaverð. - Áttu von á myndarlegu framlagi til Hafrannsóknunar- stofnun beint frá útgerðinni í landinu? „Ég hef ekki heyrt um það síðustu mánuðina. Þetta var mjög í umræðunni fyrir tæpu ári. Útgerðarmenn samþykktu þá að leggja fram rúman millj- arð í nýja rannsóknarskipið og það virtist slá eitthvað á um- ræðuna um veiðileyfagjald. Við erum að gæla við þá hugmynd að nýja skipið komi árið 1999. Þá verður Bjarna eða Árna lagt í staðinn," sagði Jakob Jak- obsson. Við verkefnaval fram til árs- ins 2001 verður sem fyrr lögð áhersla á að sinna rannsókn- um sem tengjast veiðiráðgjöf með beinum eða óbeinum hætti. Þá er átt við stofnmæl- ingar ýmis konar, nýliðunar- rannsóknir, veiðitilraunir og rannsóknir á umhverfisað- stæðum, en einnig rannsóknir á afmörkuðum vistkerfum á ís- landsmiðum, sem sérstakt gildi hafa fyrir íslenskt haf- svæði. Með tilkomu nýs og öflugs rannsóknarskips gerbreytist öll aðstaða Hafrannsóknarstofn- unar til djúphafs- og úthafs- rannsókna. I Ijósi þess verður nýrri verkefnisstjórn falið að undirbúa sérstakt rannsóknar- átak um Suðurdjúpsrannsókn- ir. Markmið þeirra verður að afla sem víðtækastrar þekk- ingar um lífríki hafsvæðisins djúpt suður af landinu og á Reykjaneshrygg. Lögð verður áhersla á alþjóðlega samvinnu um þessar rannsóknir. Einnig er ætlunin að auka allar rann- sóknir utan lögsögu á stofnum sem kunna að þola umtals- verðar veiðar í framtíðinni, svo sem karfastofnum, norsk-ís- lenskri síld, smokkfiski og öðr- um tegundum. ■ 16 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.