Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Qupperneq 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Qupperneq 49
urstöðu að helsta ástæðan fyrir slæmri stöðu sjóðsins sé þessi lági ellilífeyrisaldur. Ororku- lífeyrisgreiðslur voru hins vegar mjög þungar á sjóðnum og eru enn. En það voru líka gerð- ar verulegar breytingar á örorkulífeyrisá- kvæðunum og því ekki aðeins verið að rýra réttindi ellilífeyrisþega þótt það væri hluti af dæminu. Það eru hins vegar til ýmsar leiðir til að laga stöðu lífeyrissjóða. Það er hægt að hækka iðgjöld eða skerða réttindi. Oftast er skerðingarleið farin í svona tilvikum, enda 10% iðgjald orðið nokkuð fast í almenna líf- eyrissjóðakerfinu. Lífeyrissjóður sem á ekki fyrir skuldbindingum má ekki borga út svo mikið að gengið sé á réttindi þeirra sem síðar koma. Ef sjóðurinn hefði haldið áfram að greiða óskertan ellilífeyri hefðu yngri menn í sjóðnum orðið að taka skellinn síðar og það hefði orðið mun stærri skellur. Það hefur komið í ljós í úttektum sem hafa verið gerðar eftir þessar breytingar, að sjóðurinn stendur nokkuð jafnt að vígi hvort sem sjóðfélagi byrjar að taka ellilífeyri 60 eða 65 ára. Þessi skerðing sem sett var á greiðslur fyrir 65 ára aldur hefur því náð til- ætluðum árangri. Þótt sjóðurinn eigi í dag ekki að fullu fyrir sínum skuldbindingum þá er ástandið gjörbreytt frá því sem var í ársbyrjun 1992.“ Þetta er allstór hópur sem aldursskerðingin nar til? „Það voru 180 menn sem fengu fullan ellilíf- eyri sextugir með því að sýna fram á ákveðinn siglingatíma. Flestir úr þessum 180 manna hópi voru í einhverri vinnu og skerðingin var mjög mismikil. Það voru reiknaðir út mánuðirnir sem þeir áttu eftir í 65 ára aldur og 0,4% skerðing fyrir hvern mánuð. Það var því lítil skerðing hjá þeim sem átti mánuð eftir í 65 ára afmælið, en sá sem var nýorðinn sextugur varð fyrir nær 24% skerðingu, ef hann vildi ekki hætta töku lífeyris til 65 ára aldurs. Nokkrir tóku þann kost og það voru gjarnan menn sem voru í góðri vinnu. Sumir höfðu væntanlega farið í land beinlínis vegna þess að þeir áttu þennan rétt í sjóðnum og því kom þetta vita- skuld misjafnlega niður á mönnum." En vœri það ekki hið besta mál að sjómenn gœtu farið í land sextugir með trygga afkomu eftir áratuga volk? „Vissulega væri það hið besta mál og eng- inn hefur á móti því. En það er ekki hægt að láta mönnum í té slík réttindi án þess að út- vega peninga til að standa undir slíkur greiðslum. Lífeyrissjóðurinn getur borgað ákveðin réttindi miðað við tryggingafræði- legar úttektir. Ef bjóða á meiri og betri ellilíf- eyrisrétt verður að taka það af öðrum greiðsl- um. Arið 1981 voru sett lög þar sem ellilífeyris- aldur sjómanna í almannatryggingakerfmu og í Lífeyrissjóði sjómanna var lækkaður í 60 ár. Á þeim tíma fengu menn þennan grunn- lífeyri almannatrygginga ef þeir gátu sýnt fram á 25 ára sjómennsku, óháð tekjum. Það var reyndar líka hjá okkur. Menn gátu verið í fullu starfi á sjó eða í landi en fengið samt fullar ellilífeyrisgreiðslur. Fyrir allmörgum árum fór ríkið hins vegar að tekjutengja þennan grunnlífeyri og tók þar með til baka þessi réttindi af stórum hópi sjómanna. Það voru því nánast aðeins þeir tekjulausu sem fengu þennan ellilífeyri frá Tryggingarstofn- un frá 60 ára aldri. Hinir urðu fyrir skerð- ingu, en ég man ekki eftir neinum hávaða eða málaferlum við þá breytingu." Hvað mega lífeyrissjóðir gera? Hvað gerist ef Hœstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms? „Ég á nú eftir að sjá það gerast. Menn hér eru mjög ósammála dómi undirréttar og sannfærðir um að hann sé rangur. En verði dómurinn staðfestur þarf að taka upp mál þeirra 180 manna sem hér um ræðir og reik- na réttindi þeirra upp á nýtt. Miðað við hvað þeir hefðu fengið án nokkurar skerðingar og greiða það ásamt dráttarvöxtum. Þar inní geta komið menn sem ákváðu að fresta töku lífeyris til 65 ára aldurs, en vilja nú fá sitt óskert. Þetta getur eflaust kostað sjóðinn tugi milljóna króna. I Héraðsdómi var sjóðurinn dæmdur ásamt ríkinu og verði niðurstaðan sama í Hæstarétti verður ríkið að borga þetta á móti okkur. Ef Hæstiréttur staðfestir dóminn og telur um brot á jafnræðisreglu að ræða hljóta menn að setjast niður og spyrja hvað lífeyris- sjóðir sem ekki eiga fyrir skuidbindingum megi almennt gera til að ná endum saman. Og hvað með þá lífeyrissjóði sem hafa verið auka réttindi vissra hópa? Til dæmis hækkað bara ellilífeyri, en ekki örorku- eða makalíf- eyri. Er það þá ekki líka brot á jafnræðisreglu? Ef sjóður á svona mikla peninga hlýtur hann að hækka greiðslur til allra lífeyrisþega sinna. Jafnræðisreglan getur ekki gilt bara í aðra átt- ina,“ sagði Arni Guðmundsson. ■ Lífeyrissjóður sjómanna er til húsa að Þverholti 14 í Reykjavík. Sjómannablaðið Víkingur 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.