Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 59
í Fuglafirði. einkum um það bil sem þjóðir færðu út land- helgina á sjötta og sjöunda áratugnum. Nýjar reglur á mhdunum í upphafi sjöunda áratugarins gengu veiði- takmarkanir á okkar eigin fiskimiðum í gildi smám saman. Hinir nýju ftskveiðikótar voru vísbending um það sem koma skyldi á þeim miðum sem við sjálfir höfðum sótt á. Þróun þessara mála leiddi til þess að færeyskir út- gerðarmenn tóku að beina sjónum sínum í vaxandi mæli að heimamiðum okkar sjálfra og niðurstaðan varð sú að það væri ómaksins vert fyrir Færeyinga sjálfa að veiða á heima- miðum ekki síður en skoskir sjómenn sem lögðu það á sig að sigla alla leið frá Aberdeen á miðin. I framhaldi af þessum hugleiðingum voru pantaðir tveir togarar, líkir þeim Aber- deentogurum sem veiddu á Færeyjamiðum. Arangur þeirra varð þó ekki í samræmi við það sem vænst var. Það kom nefnilega í ljós að Færeyingar sem höfðu veitt vel á fjarlæg- um miðum, miðum annarra þjóða, voru reynslulausir þegar kom að veiðum á heima- miðum. Þetta reyndist því miður staðreynd og niðurstaðan varð sú að ráða gamalreynda skoska skipstjóra í því skyni að þjálfa fær- eyska skipstjóra. Samtímis því var sóknin aukin. Um leið var dregið úr sókn á fjarlæg mið meðan skipstjórnarmenn okkar voru þjálfaðir upp í að verða jafngóðir þeim skosku. Síðan þetta var höfum við stöðugt aukið sóknina á færeysk heimamið og aukin sókn á miðin almennt séð er af völdum heimatog- araflotans og aftur og aftur kemur upp sú spurning hvort og hve mikil skaðleg áhrif togveiðarnar hafa á viðgang fiskistofna um- fram önnur og smávirkari veiðarfæri, svo sem línu og handfæri. BREYTTAR AÐSTÆÐUR - NÝ VIÐHORF 200 mílna efnahagslögsaga varð raunveru- leiki á N-Atlantshafssvæðinu 1. janúar 1977 og þar með neyddist færeyski fiskiðnaðurinn til þess að aðlaga sig að nýjum tímum. Fyrir okkur þýddi þetta að við urðum að hafa eins fáa sjómenn um borð í hverju skipi og unnt var. f stað þess að vinna aflann um borð sem krafðist fjölmennrar áhafnar, varð að landa aflanum til vinnslu strax. Þetta varð til þess að í stað þess að áður höfðu verið um 25 manns í áhöfn varð algengast að áhöfnin taldi aðeins 9 menn. Þeir sem áður höfðu verið á sjó fóru að vinna í fiskvinnslustöðvum og nutu þess nú að vera í samvistum við fjöl- skyldur sínar á hverju kvöldi að vinnudegi loknum í stað þes að vera burtu frá heimilinu mánuðum saman og á mettíma voru byggðar tuttugu fiskvinnslustöðvar í Færeyjum og togaraflotinn óx í 80 togara. Takmarkaðar auðlindir Færeyja Ef menn vilja skilja á hverju tilvera Færey- inga byggist, er ráðlegt að líta á landakort. Ef við berum saman Færeyjar við ísland eða N- Noreg svo dæmi sé tekið þá er ljóst að Fær- eyjar eru ekki nema smáklessa á kortinu sam- anborið við höfin sem umlykja eyjarnar. ís- land og N-Noregur eru hins vegar eins og meginlönd samanborið við Færeyjar í hinu gríðarstóra úthafi. Þessi samanburður gefur þó vel að merkja ákveðinn vitnisburð um lífs- skilyrði Færeyinga. Auðlindir Færinga eru mun viðkvæmari en auðlindir Norðmanna og íslendinga og þarf ekki annað en að bera saman ástand botnfiskistofna á Færeyjamiðum og á miðum íslendinga og Norðmanna til að átta sig á hvar upptaka kreppu Færeyinga er að Ieita. Ástand botnfiskistofna sem að hluta má rekja til ástands í náttúrufari er ástæðan fyrir þeirri kreppu sem færeyskt þjóðfélag hefur þurft að ganga í gegn um. Verri náttúruaðstæður eru höfuðástæður þeirrar kreppu sem Færeyingar ásamt íslendingum og Norðmönnum hafa gengið í gegn um síðan 1990, þegar botn- fiskafli, ekki síst þorskur, dróst saman um 100 þúsund tonn á Noregs- og íslandsmið- um en þorskurinn hafði verið uppistaða sjáv- araflans lengst af. Nú eru allt aðrar aðstæður í Færeyjum en áður og ufsi er uppstaðan í afla Færeyinga en þorskur er í öðru sæti, gagnstætt því sem áður var. Nú eru þorskur og ýsa aðeins þriðjungur botnfiskafla umhverfis Færeyjar. Þetta þýðir verulega breytingu frá því sem var áður. Þorskur og ýsa eru nú dýrar tegundir og verð á þeim er tiltölulega stöðugt á heimsmarkaði. Ufsi er hins vegar verðminni og keppir við ódýrari tegundir frá Alaska eins og lang- munna og ufsa sem veiddur er i S-Atlants- hafi. Þorskurinn dularfulli Misjöfn afkoma þorskstofnsins er dæmi um hversu erfitt það er fyrir þjóðfélag að vera V| ^25 'S' SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.