Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 74

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 74
Sjóklæðagerðin styrkir ^ björgunarbátasjóð SVFÍ Þann 23. júlí s.l. var undirrit- aður sérstakur samstarfs- samningur milli Slysavarnafé- lags islands og Sjóklæðagerð- arinnar hf. í honum felst í stuttu máli að ákveðið hlutfall af sölu ákveðinni vöruflokka af sjó- og björgunarfatnaði, sem Sjóklæðagerðin framleiðir und- ir hinu þekkta merki 66°N, mun renna í björgunarbátasjóð Slysvarnafélags íslands. Sjóklæðagerðin hf. var stofnuð árið 1929, eða ári eftir stofnun Slysvarnafélagsins, og er fyrirtækið í fararbroddi í framleiðslu á sjó- og björgun- arfatnaði hér á landi. Fyrirtæk- ið hefur einnig á síðari árum haslað sér völl á erlendum markaði. Árangur Sjóklæðagerðarinn- ar í gegnum tíðina má að um- talsverðu leyti rekja til þess að fyrirtækið hefur alla tíð haft nána samvinnu við íslenska sjómenn. Þeir þekkja hvað dugar best á sjónum og reynsla sem þeir hafa miðlað hefur stuðlað að stöðugri og traustri þróun við að auka gæði fatnaðarins. Sama er uppi á teningnum hvað varðar björgunarsveitir í landinu og náið samband hefur lengi verið á milli Slysvarnafélagsins og Sjóklæðagerðarinnar í tengsl- um við björgunarfatnað. Forráðamönnum 66°N Sjó- klæðagerðarinnar finnst þeir að nokkru leyti eiga íslenskum sjómönnum og björgunar- sveitamönnum skuld að gjal- da. Það fer vel á því að þessi samstarfssamningur hefur ver- ið gerður milli Slysavarnafé- lagsins og fyrirtækisins. Björg- unarbátasjóði Slysavarnafé- lagsins er ætlað það hlutverk að reka hin mörgu björgunar- skip félagsins í kringum landið. Skipin auka mjög öryggi þeirra sem sjóinn sækja og annarra sem í háska lenda hér við land. Rekstur skipanna kostar hins vegar umtalsverðt fé og það verður því kærkomið sem Sjó- klæðagerðin mun á næstu árum leggja af mörkum í þenn- an sjóð. ■ Vélsmiðja Árna Jóns flytur á fimmtán ára afmælinu Vélsmiðja Árna Jóns á Rifi var stofnuð árið 1982 og hefur því starfað i 15 ár við að þjónusta útgerðir, fiskvinnlsu, fiskverkanir og fleiri í Snæ- fellsbæ. Aðalverkefni vélsmiðjunnar hafa verið útgerðir en einnig hefur verið töluvert um nýsmíði í gegnum árin. Starfsemin hófst að Háarifi 3, en það er gamalt íbúðarhús. Var þar þröng aðstaða og árið 1989 var byrjað að byggja nýtt hús. Fyrsti hlutinn sem var 130 fermetrar var tekinn í notkun árið 1990 og árið 1996 var lokið við að byggja allt húsið, sem er 530 fermetrar að gólf- fleti. Nú er hægt að vera með allt að fjóra smá- báta inn til viðgerða og hefur það oft komið sér vel. Eigandi vélsmiðjunn- ar erÁrni Jón Þorgeirs- son, en hann byrjað einn en nú eru fimm til sjö starfsmenn að staðaldri starfandi í smiðjunni. ■ 74 SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.