Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Síða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Síða 22
Reykjaborg og U-552. Kafbáturinn SÖKKTI REYKJABORGU 10. MARS 1941. (íslcnsk skip og Vígdrckar og vopnagnýr). heimstyrjöld meinlaust grín hjá því að veiða fisk á fslandi. Hvern er ver- ið að afsaka og fyrir * f. 'M ‘ spyrja: Hvar er morðínginn? Þegar þrettán létust á Reykja- borg, fjórtán á Heklu og fimm á Fróða þurfti ekki að fara í graf- götur um hver væri morðínginn. Það voru þýskir fasistar sem drápu mennina hreinlega. En þetta sama ár, 1941, fóru í sjó- inn á annað hundrað mann fyrir utan þá sem fasistar drápu. Hver borgar fyrir þá? Hver nauðsyn veldur því að við íslendíngar eigum í friði að kasta í sjóinn fleirum af okkar bestu sonum árlega en stórþjóðirnar missa í geig- vænlegum styrjöldum? Ef það jafn auðskilið að stærstu fiskiskip okkar, og þau sem fullkomnust eru talin, sökkvi af „náttúrlegum orsökum" ■^asr Fróði og U-74. Kafbáturinn hóf skothríð á fróða 11. mars 1941 með það fyrir AUGUM AÐ SÖKKVA BÁTNUM. FIMM MENN LÉTUST. (Mciuk ,kiP ogVigdrcU, ogvoPrag„ý,). hverjum að hræsna með því að prýða þessa sóun mannslífa með heitinu „fórn“ og öðr- um hátíðlegum nöfnum? Væri ekki nær að hér í kríngum Iandið, eitt og tvö á ári auk smærri skipa, einsog óvopnuð skip hljóta að fara í kaf undan skothríð herskipa? Hvers- konar verkfæri eru þessi skip? Og hverskonar hafdjúp ómenníngar fær því valdið að menn eru látnir vinna með verkfærum sem tefla Iífi þeirra í slíka hættu? Og hverjar eru hinar „náttúrlegu orsakir" slíkrar hættu? Það er normalt að til fjalla á íslandi geri frost og hríðar á vetrardegi - hitt er ekki normall mað- ur sem fer eða lætur senda sig í einni lé- reftskyrtu til fjallferða á vetrardegi, þó hann fari á stað í góðu. Hvað ætlar þjóðin að eiga leingi heima á íslandi áður en hún skilur að það er normalt að hér sé stórviðrasamt í haf- inu kríngum landið á vetrardegi, en ón- ormalt að gera ráð fyrir einhverju öðru? Það er ónormalt af þjóð að kunna ekki að haga sér eftir normulum veðurskilyrðum lands síns. Ef verkfæri einsog fiskiskip þolir ekki normalt veðurlag á þeim stað þar sem það er notað - ef við finnum ekki upp aðferð til að fiska á þessum heimamiðum okkar hér öðru- vísi en drepa fólkið, þá er sýnt að við höfum ekki þá menníngu sem til þarf að búa á Is- landi, eigum ekki heima hér, ættum að fara héðan burt. I landi er leynilögregla til að hafa upp á þjófum, og vísindamenn sitja á rökstólum til að rannsaka pest í sauðkindum. Mundi það móðga nokkurn ef komið væri á leynilög- reglu og vísindastofnun til að rannsaka hvernig úngir glaðir og hraustir menn eru dregnir unnvörpum niðrá hafsbotn á hverju ári? Fróðir menn lúka upp einum munni að í svipinn séu fiskiskip hér í hættu vegna of- hleðslu, mörg hafi verið gerð upp með lest- arstækkun fyrir augum, þannig að þau séu ill- nothæf til sjósóknar við ísland eða í milli- landasiglíngum á vetrardegi. Dæmi hafa ver- ið dregin fram um það að íslensku fiskiskipi hafi hvolft í sumarblíðu og sléttum sjó að veiðum, og mannbjörg orðið rétt með naum- indum. Sum eru svo illa smíðuð að þau liðast í sundur ef eitthvað er að veðri, einsog td morðtólið Þormóður sem sá fyrir nokkrum tugum manna í farþegaflutníngum í fyrra. Skipaeftirlit ríkisins þyrfti þó vendilegrar rannsóknar við fyrst af öllu, ef orsakir sjóslysa yrðu teknar til athugunar af vísindamönnum eða leynilögreglu. I bili virðist mest þörf á því að sjómannafélögin komi sjálf á stofn skipa- eftirlid, samansettu af sínum trúnaðarmönn- um, til að skera úr því hvaða íslensk skip séu sjófær og banna mönnum að koma nálægt morðtólum gráðugra arðræníngja sem láta sér í léttu rúmi liggja þó íslendíngum sé drekt aðeins ef þeir geta grætt. Það þarf líka að rannsaka hvaða skipstjórar 22 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.