Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Síða 28
Frá undirritun fiskverndarsamningsins við Sovétríkin í Ráðherrabústaðnum 26. apríl 1977. Matthías og Einar Ágústsson undirrituðu fyrir hönd íslands. Á milli þeirra situr Ishkov sjávarútvegsráðherra Sovétmanna, því hreint út sínar skoðanir og þó hún falli ekki í góðan farveg. Þó einhver sé með skoðun sem er andstæð minni, geri ég hann ekki að óvini mínum fyrir bragðið. Oft hugsa ég eftir á hvort aðrir hafi ekki rétt fyrir sér og hvort ég hafi gengið of Iangt. Ég hef skipt um skoðun og skammast mín ekkert fyrir það. Það má ekki skilja mig þannig að ég hafi gert allt rétt, það er alls ekki þannig og það er margt sem ég hefði viljað gera öðruvísi. Ég vil taka fram að ég lét aldrei pólitík ráða stöðuveitingu og veitti ég þó hund- ruði starfa.“ hann og grætt milljónir fyrir ekki neitt, er einhver mesta ógæfan í þessu kerfi. Það er hægt að sættast á skiptikvóta, það er að sá sem ekki kiárar einhverja tegund geti skipt við annan. Ég er algjörlega á móti því að hver sem vill geti selt fiskinn í sjónum." „Þetta eru allt aumingjar á þingi“ Matthías Bjarnason var stjórnmálamaður mestan hluta starfsævi sinnar, það er ýmislegt um stjórnmálamenn sagt. „Því miður hefur verið viðhaft gagnvart stjórnmálamönnum að þeir hafi of há laun og leiki sér í vellystingum. Þetta er algjör mis- skilningur. Björn Pálsson á Löngumýri sagði einu sinni: „Þetta eru allt aumingar á þingi nema ég og Hermann“. Við hlógum af þessu þá, en í raun og veru er það þannig að sá sem leggur stjórnmál fyrir sig eignast lítið. Ef ég hefði ekki verið í atvinnurekstri og margvís- legri vinnu áður en ég fór í stjórnmálin ætti ég lítið. Ég sé að sumu leyti eftir því að hafa orðið stjórnmálamaður. Mér finnst að stjórn- málamenn hér á landi séu ekki nógu hrein- lindir, sumir þeirra segja fólki ekki alveg satt eða umgangast sannleikann með afar mikilli léttúð. Þetta meðal annars hefur gert það að verkum að þeir njóta ekki trausts þjóðarinn- ar. Það er miklu betra að tala við fólk og segja Matthías segir aö í dag sé reynt að hafa meiri áhrif á stjórnmálamenn en áður, hann rekur það samt ekki beint til núverandi formann Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar. Sá eftir að hafa ekki hætt fyrr „Ég hætti ekki á þingi fyrr en 1996, en ég ætlaði að hætta fjórum árum fyrr, en alls var ég 32 ár á þingi. Já, ég ætlaði að hætta 1992 og sagði það hverjum sem vildi, ég taldi að minn tími væri kominn. Það var gengið hart að mér að halda áfram, sumir sögðu að ég yrði sjálfur að ráða því á meðan aðrir lögðu hart að mér að vera áfram. Að lokum var gerð undirskriftarsöfnun, þar sem þeir skrifuðu sem vildu hafa mig á þingi. Þar voru nöfn fleiri en Sjálfstæðismanna. Þetta varð til þess að ég gaf kost á mér í prófkjör á síðustu stundu og ég verð að segja að ég varð hissa á hversu mikið fylgi ég fékk eftir að hafa sagst ætla að hætta. Eitt af því sem ég sé eftir er að hafa farið í þetta framboð. Mér leiddist aldrei á þingi, starfið er viðburðaríkt og í því kynn- ist maður mörgu fólki. En á síðasta kjörtíma- bilinu fór mér að leiðast og var ósáttur við margt sem var að gerast. Skoðanir mínar fóru ekki saman við meirihluta flokksins. Þetta var ekki bundið við Davíð Oddsson, ég hafði fundið þetta á kjörtímabilinu á undan. 28 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.