Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 15
Það er fjör í Eyjum og rekstur Vinnslustöðvarinnar er í brennidepli: Eðlilegt að efast um fram- kvæmdastjóra í taprekstri Nú hefur þín persóna verið dregin inn í starfsmannatilfærsl- <-"" hjá fyrirtækinu og sérstaklega fasteignakaup í Reykjvík Hvað viltu segja um það mál? „Það er eðlilegt að fólk efist um framkvæmdastjóra fyrir- tækja í taprekstri, en stjórn fé- lagsins treystir mér til þess að klára uppbyggingu félagsins og það nægir mér. Ég hef ekki áhyggjur af skoðunum fólks. Við erum í miklu uppbygging- arstarfi hjá Vinnslustöðinni, búnir að byggja upp gríðarlega öfluga fiskimjölsverksmiðju, tæknivædda og nýja uppsjáv- arfiskfrystingu og endurbyggja frá grunni saltfiskvinnsluna. Húsin hafa verið tekin alger- lega í gegn á sama tíma. Við erum búnir að umbylta flotan- um og erum með mjög öflugan flota í dag og erum að byggja upp bolfiskvinnslu og full- vinnslu. Ég er stoltur af því sem okkur hefur tekist þó stundum hafi gefið á bátinn. Hvað varðar húsnæðismál mín finnst mér hins vegar ekki nokkurn mann varða um það hvað eða hvar ég á fasteignir. Og að tengja það þessu máli er ekki í nokkru samhengi við raunveruleikann. Þetta er fjár- festing eins og hver önnur. Og þessi Frétt í Degi sem þú ert trúlega að vísa til, þá var mál- inu stillt þannig upp að sjávar- útvegurinn væri orðinn það stöndugur, væntanlega vegna þess að greinin greiðir tiltölu- !ega lítið í auðlindagjald, að ég hefði efni á að kaupa mér hús. Hins vegar sé ég ekki hvað þetta hefur með Vinnslustöð- ina eða sjávarútveginn að gera. Þetta er mín prívat fjár- festing. Þetta er svipað og að segja það að búseta Stefáns Jóns Hafstein, eða Jóns Ólafs- sonar hafi eitthvað að gera með stöðu fjölmiðlamarkaðar- ins." Sighvatur var spurður hvernig hann skýrir lakari afko- mu en gert hafði verið ráð fyrir. „Eins og flestir ættu að vita hófst ekki loðnuvertíð fyrr en í mars og þar að auki að ef af- koman núna af veiðum og vinnslu í uppsjávarfiski miðað við það sem verið hefur und- anfarin ár, þá vantar miðað við árið í fyrra yfir 260 milljónir í af- komuna í uppsjávarfiski, sem er vegna þess að síldin hrundi í haust. Loðnan fór mjög illa líka og okkur vantaði 25 þús- und tonn í bræðslunni. Sjó- menn fóru tvisvar í verkfall svo auðvitað hlýtur þetta að skaða fyrirtækið. Hins vegar er það jákvæða í þessu að við höfum náð árangri í bolfiski sem er 140 milljónum betri en á sama tíma í fyrra. Þar erum við á réttri leið, en þurfum að gera betur. Til framtíðar held ég að við séum á réttri leið. Við þurft- um að kúvenda í bolfisk og erum að byggja okkur upp þar. Við erum til dæmis mjög vel settir í aflaheimildum og viljum nýta það sem best til að skapa sem mest verðmæti gegnum vinnsluna. Hins vegar þurfum við að auka framleiðn- ina á hvern einasta starfsmann í fyrirtækinu og það eru engin ný sannindi. Það var sagt á síðasta aðalfundi. Á þeim fundi var boðað að fara þyrfti yfir alla vinnsluna með það að mark- miði að gera hana arðbæra eða loka henni. Við teljum að mögulegt sé að gera hana mjög arðbæra og völdum því að halda henni áfram. Því þurfti að gera breytingar, þær voru óumflýjanlegar. Útlitið er gott í bolfiski, aflaheimildir munu aukast, og markaðurinn er að styrkjast eftir nokkurra ára lægð, því teljum við breyt- ingar okkar koma á hárréttum tíma." Sighvatur segir að það sé mjög erfitt að segja að rekstur- inn í Þorlákshöfn bitni eitthvað frekar á Vestmannaeyjum eða öfugt. „Fyrirtækin voru sam- einuð og við tókum við fyrir- tæki með starfsfólki og berum ákveðna ábyrgð á því. Okkar verkefni er að reyna að koma starfseminni þannig að við getum haldið uppi rekstri á báðum stöðum og að hann skili hagnaði. Ég tel hins vegar að reksturinn í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum styðji hvor annan vegna þess hve ólíkur reksturinn er á þessum stöð- um." Sighvatur segir að stefnt sé að því fyrir lok ágúst að Vinnslustöðin verði með lægstu skuldastöðu sem fyrir- tækið hefur haft frá sameining- in átti sér stað 1992 sem ætti að styrkja reksturinn. „Við erum í erfiðum tíma núna, hins vegar er mjög margt jákvætt í umhverfinu og ekkert sem segir okkur annað en að útlitið sé mun bjartara en sá tími sem við höfum gengið í gegnum undanfarið." Sighvatur segir að skipulag- ið í Þorlákshöfn sé komið nokkurn vegin í það form sem fyrirhugað var í þorski og ýsu. „í Eyjum erum við hins vegar ennþá að aðlaga okkur. Við eigum eftir að koma upp full- vinnslunni, eins og við ætluð- um okkur. Þessu miðar kannski hægt áfram, en við vonum að fyrir haustið verði komin rétt mynd á vinnsluna hér í Eyjum. Atvinnumarkaður- inn hér í Eyjum er það við- kvæmur að hann þolir ekki fjöldauppsagnir." Sighvatur segir að sparnað- urinn á ársgrundvelli vegna þessara tginn en þetta er afar ósmekklegt að mínu mati. Ég er ekkert að fara héðan hvort sem fólki líkar betur eða verr og er nýbúinn að ræða fram- lengingu á samningi mínum við Vinnslustöðina og ég ætla að standa við hann. Ég gaf stjórnarformanni fyrirtækisins loforð um að við myndum klára þetta saman og ég stend við það. Við erum að sjá til sól- ar og ég ætla að baða mig í sólinni með öðru starfsfólki fyirirtækisins, en það getur tekið tvö ár að ná þeim á- fanga. Markmið mitt er alltaf það sama að sjá Vinnslustöð- ina hf. í hópi öflugustu fyrir- tækja landsins, þegar því tak- marki er náð má Guð vita hvað ég geri." ¦ Benedikt Gestsson. SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.