Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 18
Mtíin kt fvíimi Blautar launa- greiðslur í Rússlandi Eins og þjóöin veit þá þykir Norðlendingum orðið vænt um að hafa haugryðg- aða rússneska togara til að skreyta hafnir sínar og þá sérstaklega í Ijósi þess að útgerðir þessara skipa vita í raun og veru ekki neitt hvað verður um þau á næstu árum né hversu lengi þau þurfa að vera í þeim höfnum sem þau nú eru stödd i. Rússneska útgerðin Preobrazhenskaya Baza Tralovogo Flota, sem er til húsa í Vladivostok, hefur átt í slíkum vandræðum og reyndar enn meiri því hún hefur ekki getað borgað á- höfnum sínum laun. Því var gripið til þess örþrifaráðs að greiða skipverjunum laun sín í vodka flöskum. Eiginkonur skipverja út- gerðarinnar hafa ásakað út- gerðina fyrir að yfirlögðu ráði stefnt að því að eigin- menn þeirra verði fórnar- lömb áfengisnautnarinnar og eru þær að leita leiða til að stöðva útgerðina í þess- um frumlegu launagreiðsl- um. Bréf frá eiginkonu skiþ- verja, sem byrtist í dagblaði þar eystra, fullyrti að togar- arnir héldu til veiða með dauðadrukknar áhafnir. Vitað er um að minnsta kosti eitt sjálfsmorð sem rekja má til óhóflegrar notk- unar á laununum frá útgerð- inni. ■ Flutningaskipið Oak kemur til hafnar í Liverpool eftir síðasta SOS neyðarkallið. Aldrei aftur SOS neyðarkall Meðal þeirra breytinga sem verða á fjarskiptum skipa með tilkomu GMDSS þá hefur morse lagst af með öllu enda hefur það kerfi runnið sér til húðar fyrir löngu. Siðasta skip sem talið er að hafi notað morse til neyðarfjar- skipta með hinu þekkta neyð- armerki SOS var 12.000 tonna flutningaskip, Oak, sem var skráð á Bahama. Var skipið á leið frá Kanada til Liverpool með timburfarm kl. 09:48 GMT þann 31. desembert sl. en fjar- skiptin á morsetíðninni 500 MFIz lögðust af á miðnætti þann dag. Skipið hafði fengið 40 gráðu slagsíðu eftir að farmur í skipinu hafði raskast. Áhöfninni tókst síðar að rétta skipið upp í 15 gráður með því að losa um þilfarsfarm sem þá féll í sjóinn. Neyðarkallið barst til Land's End Radio sem síðar kom boðum áfram til björgun- araðila. Oak kom til hafnar í Liverpool þann 4. janúar. Ekki fer sögum um hvort skipstjórinn hafi fengið viður- kenningu fyrir að vera síðasti skipstjórinn sem nýtti sér SOS neyðarkallið á 500 MFIz. ■ GMDSS breytingar Eins og skipstjórnarmenn hafa orðið varir við þá eru að ganga í gildi nýjar reglur um fjarskiptabúnað skipa, svokall- aðar GMDSS (Global Maritime Distress and Safety System), ekki einungis hér á landi heldur um allan heim. Nýlega voru þó gerðar breytingar á samþykkt- inni þar sem til stóð að hún tæki að fullu gildi 1. febrúar á næsta ári. Til stóð, samkvæmt samþykktinni, að neyðarrásin 16 á VHF yrði lögð niður sem slík en nú hefur verið ákveðið að hún verði áfram í notkun þar til 1. febrúar 2005. Því verður GMDSS ekki komin f fullt gildi fyrr en fimm árum eft- ir aldamótin en það er einungis rás 16 sem eftir stendur í febr- úar á næsta ári og á hana eiga allir sjófarendur að hlusta því áfram. ■ 18 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.