Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 62
Sjávarútvegsstefna nútímans Þjóðinni er stórlega misboðið Fiskurinn í sjónum umhverfis landið er þjóðareign samkvæmt útþynntu lagaákvæði. Hinir svokölluðu „eigendur” að þessum auð- lindum hafa heyrt þennan brandara árum saman án þess að hafa nokkru sinni fengið að koma raunverulega að málinu. Þessari þjóð- areign var á sínum tíma úthlutað ókeypis á milli fáeinna útvalinna og síðan þá hafa óá- nægja og sárindi almennings vegna þessara aðgerða farið sífellt vaxandi. Ekkert lát er á ó- keypis úthlutunum, auknum fiskveiðiheim- ildum, bæði í botnfiski og tegundum sem meira veiðist af nú eins og síld, er enn úthlut- að ókeypis til útvalinna. Þessar úthlutanir hafa falið í sér að sífellt færri útgerðarmenn eru að öðlast einkaeignarrétt á fiskistofnun- um umhverfis landið. Það er jafnvel til fólk sem er að erfa þennan einkaeignarrétt sem á þó í rauninni að vera sameign okkar allra. Um svona lagað getur tæpast verið sátt í sið- uðu þjóðfélagi. Tvíþætt mál Afleiðingar þessarar stöðu eru margar og alvarlegar. Upphafið var saklaust. Menn voru hræddir við ofveiði og töldu rétt að takmarka aðgang að veiðum. Aflamarkskerfi varð fyrir valinu og síðar var aflaheimildum úthlutað miðað við veiðireynslu. Sumir fengu, aðrir fengu ekki. Eigendur fengu en þeir sem unnu hjá eigendum og höfðu í rauninni skapað réttinn fengu ekkert. Sjómenn og fiskverka- fólk voru ekki inni í myndinni. Allt hefur þetta aukið stéttaskiptingu og misrétti í sam- félaginu. Sums staðar hafa sjómenn sjálfir verið neyddir til þess að taka þátt í að kaupa þann afla sem þeir vinna við að veiða. Engum dettur hins vegar í hug að neita því að mikilsverður árangur hefur náðst við að ná stjórn á fiskveiðum okkar. I rauninni er ár- angurinn undraverður. En tilkostnaðurinn er líka mikill fyrir þjóðina og kannski líka fyrir auðlindina sjálfa. Enginn veit t.d. með vissu hversu mikill afli er veiddur, hversu mikill afli berst að landi og hversu mikill afli er vigtaður. Hvað er í rauninni mikið að marka þær aflatölur sem við byggjum góðan árang- ur við fiskveiðistjórn á? I öllu þessu erum við í rauninni alltaf að tala um tvíþætt mál. Annars vegar spurning- una um það að ná utan um hversu mikið við megum og viljum veiða. Hins vegar það um- hverfi sem við viljum hafa veiðarnar í. Orðið „umhverfi” í þessu sambandi er mjög víðtækt og á bæði við félagslega, efnahagslega og sið- ræna þætti. Stærsta spurningin í þessu öllu saman er auðvitað sú hvort það ríkir sátt um hlutina meðal þjóðarinnar. Það ætti að vera öllum ljóst að nú ríkir engin sátt um þessi mál og almenningi er gróflega misboðið með því kerfi sem nú er í gildi og leitt hefur af sér eina mestu eignatilfærslu sem átt hefur sér stað í sögu þjóðarinnar. Réttlæti Margir eru á því að svokallaðri tilraun með kvótakerfið sem hófst fyrir tæpum fjórtán árum verði að fara að ljúka og að endurskoða verði stjórnkerfi fiskveiða frá grunni í stað þess að reyna áfram laga verstu gallana. Flest- um finnst eðlilegt að þeir sem fá að nýta þessa verðmætustu auðlind þjóðarinnar, sameign okkar allra, greiði fyrir það sanngjarnt gjald. Það er alveg ljóst að þjóðin getur aldrei sætt sig við að arðurinn af sameiginlegri auð- lind hennar safnist á fárra manna hendur. Núverandi kvótakerfi skapar mikla óvissu og óréttlæti gagnvart byggðum landsins og því fólki sem er undirstaðan í sköpun verðmæt- anna; sjómönnum, fiskverkafólki og jafnvel útgerðarmönnum. Kerfið hlýtur því að breytast í þá átt að um allt land geti menn sótt sjóinn og skapað verðmæti úr þessari sameign þjóðarinnar og að nýir aðilar eigi möguleika á því að komast að í greininni án þess að þurfa að greiða fyrir það stórar fjár- hæðir til þeirra sem fengið hafa eignaumráð yfir veiðiheimildunum. I allri umræðunni um þessi mál hefur ekki borið mikið á siðferðislegu hliðinni og að í þessu sambandi _urfi m.a. að taka tillit til siðferðislegra þátta vegna þess að þeir eru samþættir efnahagsstarfseminni. Stór hluti óánægjunnar me kvótakerfi á sér siðferðislegar rætur. Á örfáum árum hafa fbú- ar sjávarbyggðanna þurft að sætta sig við að hætta að hugsa um fiskinn í sjónum sem auð- lind sem allir áttu jafnan rétt á að nýta. Nú er staðan sú að búið er að gefa sumum þessa sameiginlegu auðlind og aðrir mega ekki nýta hana nema með því að kaupa sér aðgang af einkaaðilum sem fengu hana að gjöf. Þetta er ótrúlega mikil breyting á tiltölulega stutt- um tíma. Við höfum líka séð glimta í afleið- ingar þessara nýju ótrúlegu aðstæðna. Margir héldu því þannig fram að þessi staða hefði haft mikil áhrif á hina hörðu vinnudeilu á Vestfjörðum í fyrra. Sú deila minnti að mörgu leyti á átök kapítalista síðustu aldar við öreiga þeirra tfma. Skilin á milli aðilanna voru orðin álíka skörp. SlÐRÆNAR SKYLDUR íslendingar hafa alltaf haft orð á sér að vera harðduglegt fólk. Það hefur átt bæði við al- mennt launafólk og atvinnurekendur, ekki síst suma útgerðarmenn. f gegnum árin hafa allir þurft að hafa fyrir lífinu, hver á sinn hátt. 62 Sjómannablaðið Víkingub
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.