Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 63
Nú ber hins vegar svo við að flestir vita af fólki sem lifir af leigu- eða sölutekjum af fisk- veiðiheimildum sem eru sagðar sameign þjóðarinnar og það hefur fengið úthlutað bara si svona. Hinn venjulegi fslendingur getur ekki sætt sig við aðstæður af þessu tagi. Þessi staða hefur grafið undan þeirri samá- byrgð sem gilt hefur í gegnum árin í sam- bandi við útgerð og fiskvinnslu. Fiskveiði- samfélögin hafa oftast verið ein heild sem bafa farið saman í gegn um súrt og sætt. Auð- vitað hafa aflabrestir, hvarf síldar o.s.frv. stundum brotið samábyrgð af þessu tagi nið- ur. En nú selja menn kvóta eða leigja hann burt vegna eigin hagnaðarsjónarmiða án þess að aðstæður við veiðarnar hafi breyst að neinu leyti. Með þessu er verið að ógna bú- setu og atvinnumöguleikum í sumum byggðarlögum. Enginn spáir hins vegar í hvort flutningur á kvóta auki þjóðhagslega hagkvæmni. Enginn getur rönd við reist og hefðbundnar siðrænar skyldur, t.d. um að halda uppi atvinnu og/eða tryggja afkomu íbúa heilla byggðarlaga, láta undan síga. Fyrr á árum juku aðstæður í sjávarútvegi samheldni meðal þjóðarinnar. Við háðum margar landhelgisdeilur með það sameigin- lega markmið í huga að bæta h'fsviðurværi allrar þjóðarinnar. Þjóðin stóð saman um sjávarútvegsstefnu þess tíma. Nú er öldin önnur og sjávarútvegsstefna nútímans klýfur þjóðina í tvær fylkingar og stuðlar að stór- felldum eignaflutningum og misrétti. Auðlindagjald Ég tel að það náist aldrei sátt um sjávarút- vegsstefnu á íslandi nema einhvers konar gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Margt hefur verið sagt og skrifað um auðlindagjald, veiðileyfagjald, veiðigjald og álíka fyrirbæri og síst er hægt að segja að sú umræða hafi einfaldast með meiri umræðu. Margir hafa hamrað á því að skattur af þessu tagi leggist alfarið á landsbyggðina eða greinina sjálfa. Ég tel sjálfur að málið sé töluvert flóknara en svo að þessu sé hægt að halda beint fram. Dreift eignarhald á sjávarútvegsfyrirtækjum hefur t.d. orðið til þess að mun erfiðara er að benda á það hvar skattlagning lendir. Umræðan í samfélaginu hefur einnig færst I þá átt að taka beri upp almenna gjaldtöku fyrir nýtingu þeirra auðlinda sem þjóðin á. í slíku umhverfi er orðið mun erfiðara en áður að taka sjávarútveginn sérstaklega út úr og benda á hann sem eitthvert fórnarlamb. öll umræða um skattlagningu er flókin. Stjórn- völd leggja auðvitað nú þegar ýmsa skatta á fyrirtæki sem hafa áhrif á rekstur þeirra svo sem tekjuskatta, tryggingargjald o.fl. Öll þessi gjöld hafa tæknilega truflandi áhrif á hagkerfið. Þessu til viðbótar má auðvitað halda því fram að sjávarútvegurinn hafi í gegnum árin lent í gífurlegri skattlagningu í gegn um gengisskráningu sem stjórnvöld gátu þá hagað að vild. Auðlindagjald af einhverju tagi gæti þýtt hagkvæmari leið til tekjuöflunar þannig að ríkið gæti lækkað aðra skatta eða aukið þjón- ustu á einhverjum sviðum. Mér hugnast hins vegar ekki málflutningur af því tagi að auð- lindagjald eigi að nota til þess að Iækka tekju- skatt á almenning. Sanngjarnir tekjuskattar eru nauðsynlegir til þess að halda uppi því velferðarþjóðfélagi sem við viljum. Auðlindagjald þarf auðvitað ekki að fela í sér breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Slíkt gjald gæti styrkt núverandi kerfi í sessi og þess vegna er ótrúlegt að horfa upp á það hvernig sumir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi berjast gegn því. Tilkoma gjaldtöku af þessu tagi myndi auðvitað koma til móts við rétt- Iætiskennd almennings, og um það snýst spurningn að miklu leyti. Það er alveg ljóst að auðlindagjaldsmálið er komið á dagskrá og að ekki verður aftur snú- ið. Eignarhald á sameiginlegum auðlindum er einnig komið alvarlega á dagskrá, t.d. eftir umræðurnar um hálendisfrumvörpin. Ekki verður komið f veg fyrir að þessi mál verði sett öll í sarna pakkann í sambandi við gjald- töku fyrir nýtingu auðlinda og eignarhald á þeim. Þessi mál gætu orðið stóru málin í Al- þingiskosningum að ári og þá er víst að lín- urnar á milli vinstri og hægri í íslenskri póli- tík skýrast verulega. ■ SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.