Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 71
1 stk. varðviðtæki fyrir DSC á neyðartíðnunum 2187,5 og 8414.5 og að auki einhver eft- irtalinna stuttbylgjutíðna, 4207,5, 6312, 12577 eða 16804.5 kHz. 1 stk. radíótelex við MF/HF talstöðina. Hins vegar má fara þá leið að til viðbótar búnaði fyrir A2 má nota: 1 stk. Inmarsat skipajarð- stöð (STD-A, STD-B eða STD- C). Hafsvæði A4 er skilgreint sem það hafsvæði sem er fyrir norðan 70° N og sunnan 70° S. Kröfur um fjarskiptabúnað skipa á þessu hafsvæði eru þær sömu og á hafsvæði A3 nema það að ekki er hægt að nota Inmarsat telex (Inmarsat skipajarðstöð) og verður því að vera radíótelex við MF/HF tal- stöðina. Að öllum líkindum munu þau skip sem falla undir hafsvæði A3 og A4 þurfa til viðbótar samkvæmt GMDSS reglu- gerðinni svokallaða tvöföldun búnaðar. Skip á A3 skal til tvöföldunar fyrir styttri sendingar hafa ann- að VHF kerfi eins og lýst var hér að framan og hvort heldur sem það er búið radíótelexi eða Inmarsat telexi getur það valið annað tveggja til að tvö- földunar fyrir lengri sendingar: Inmarsat telex eða MF/HF tal- stöð með radíótelexi. Skip sem einungis fara stöku sinn- um á hafsvæði A4 mega, ef Þau eru búin MF/HF talstöð eins og lýst er hér að ofan fyrir A3, nota Inmarsat skipajarð- stöð til að uppfylla skilyrði um tvöföldun búnaðar. Skip sem er á A4 þarf alveg tvö VHF og MF/HF kerfi eins og lýst er í umfjölluninni um A4 hér að framan. Upptalningin hér að framan um kröfur um búnað skipa er ekki tæmandi og til nánari at- hugunar vísast til reglugerðar samgönguráðuneytisins frá 11. maí 1994. í byrjun ársins 1998 hóf Brimrún ehf í Reykjavík inn- flutning á Furuno fjarskipta- búnaði. Japanska fyrirtækið Furuno Electric Company hef- ur í áratugi framleitt fjarskipta- búnað fyrir báta og skip af öll- um stærðum og gerðum, allt frá trillum til stærstu fiskiskipa, flutninga- og farþegaskipa. Furuno er eitt stærsta fyrirtæki heimsins á sviði fjarskiptabún- aðar, sem og í fiskileitar- og siglingatækjum. Brimrún hefur verið um- boðsaðili fyrir Skanti fjarskipta- búnað frá árinu 1993. Við því umboði hefur tekið fyrirtækið Sjólist ehf. Frá og með árinu 1998 mun Brimrún eingöngu flytja inn og selja ofantalin skipatæki og búnað frá Furuno. Að sögn forsvarsmanna Brimrúnar, styrkir það fyrirtækið að geta nú boðið sjó- og útgerðar- mönnum heildarlausnir frá Furuno. Sem dæmi um GMDSS fjar- skiptabúnað sem Brimrún ehf býður frá Furuno fyrir hafsvæði A3, er: FM-8500 semi-duplex VHF talstöð með innbyggðu DSC sendi og móttakara fyrir rás 70. FS-1662-15/25 150 eða 250 W semi-duplex MF/HF talstöð. AA-50 sex rása MF/HF DSC vaktmóttakari. DSC-6 MF/HF DSC stjórn- borð. DP-6 radíótelex. IB-581 tölva með LCD skjá fyrir radíótelex. PP-510 prentari fyrir radíó- telex. Tvöföldun fyrir A3: FM-8500 semi-duplex VHF talstöð með innbyggðum DSC sendi/móttakara fyrir rás 70. Felcom 12 Inmarsat C. IB-581 tölva með LCD skjá fyrir radíótelex. PP-510 prentari fyrir radíó- telex. Þegar skip lendir í háska er hægt að senda á þrjá mis- mundi vegu neyðarskeyti með því að halda inni hnapp í 5 sek. á viðkomandi tæki sem senda á neyðarskeytið. Tækin sem um er að ræða eru í þessu tilfelli DSC á VHF, DSC á MF/HF og Inmarsat C. Þá fer almenn neyðarsending frá skipinu og strandstöðvar og önnur skip búin GMDSS bún- aði, taka á móti sendingunni og sjá um leið hvaða skip er í háska og hvar það er statt. Skip í nágrenninu og strand- stöðvar geta með einni aðgerð sent til baka sína staðsetningu, einkenni og að þau hafi mót- tekið neyðarsendinguna. Þeg- ar þetta hefur átt sér stað get- ur sá sem í háska er metið að- stæður betur. Með DSC á VHF eða MF/HF getur nauð- statt skip beðið þau skip sem líklegust eru til að veita skjót- ustu aðstoðina, um að koma inná ákveðna talrás og verið þannig í öruggu sambandi. Ef tími er til má skilgreina neyðarsendinguna betur með texta á Inmarsat telexi eða velja stöðluð boð á DSC stjórnborðunum, svo sem: Eldur um borð, strand, sprenging, o.s.frv. Ef af einhverjum orsökum reynist ekki hægt að senda út neyðarsendingu með ofan- greindum hætti, er frífljótandi neyðarbauja um borð sem hægt er að setja í gang hand- virkt eða hún fer sjálfvirkt í gang um leið og skip sekkur. Neyðarbaujan sendir upplýs- ingar í gegnum gervitungl til jarðstöðvar. Sendingin inni- heldur upplýsingar um fjölda áhafnarmeðlima, nafn skipsins og staðsetningnu þess sem tunglin hafa miðað út. Jarð- stöðin kemur síðan réttum boðum til björgunaraðila og annara skipa og báta. Eitt það milivægasta við GMDSS kerfið er að hlust- varsla neyðartíðnanna er al- gjörlega hljóðlaus og óháð al- mennri notkun fjarskiptabún- aðarins. ■ Furuno FM-8500 VHF talstöð með innbyggðu DSC og neyðarvaktmóttakara fyrir rás 70. SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.